Einelti er samfélaginu dýrkeypt Svavar Hávarðsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Samskipti stúlkna hafa kallað á sérstakar aðgerðir og framhaldsnám fyrir Olweusarskóla. vísir/afp Rannsóknir sænskra og norskra sérfræðinga sýna að samanlagður kostnaður af einelti samsvari að minnsta kosti 150 milljónum króna á einstakling – hvort sem um er að ræða þolanda eða geranda. Eru þá talin til útgjöld félags- og heilbrigðisþjónustu, dómskerfisins og glataðar skatttekjur af þeim sem bera örin ævilangt og ná aldrei að lifa eðlilegu lífi vegna ofbeldisins. Þorlákur Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi, segir að rannsóknir sýni, svo ekki verði komist hjá því að viðurkenna það, að afleiðingar eineltis séu hrikalegar. Eins að allt bendi til að niðurstöður sérfræðinganna eigi við hér á landi einnig.Þorlákur Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi„Mörg börn eru brennd af langvarandi einelti, og önnur af því að hafa komist upp með að leggja aðra í einelti á svínslegan hátt. Sárin eru djúp og gróa flest ekki ævilangt. Sum þeirra missa alveg flugið. Rannsóknir sýna að einelti á ríkan þátt í brottfalli nemenda í skóla. Hættan á varanlegu þunglyndi er miklu meiri hjá þeim sem hafa lent í einelti í æsku, og þunglyndið varir í áratugi. Gerendur eru líka í hættu á að fara villur vegar í lífinu sé ekki brugðist við og eineltið stöðvað á frumstigi,“ segir Þorlákur. Hann segir að þrátt fyrir allt hafi einelti minnkað á Íslandi undanfarinn áratug. Einn mælikvarðinn sé að einelti í þeim skólum sem fylgja Olweusaráætluninni mælist nú 4,7% í 5.-10. bekk – var 7,6% árið 2007. Einelti mælist hér minna en á Norðurlöndunum, samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Spurður um Olweusaráætlunina segir Þorlákur hana hafa verið við lýði hérlendis í 15 ár – í dag eru 50 skólar viðurkenndir Olweusarskólar en miklu fleiri grunnskólar hafa innleitt áætlunina á þessu tímabili og vinna í eineltismálum í sínu skólastarfi. „Á annað hundrað verkefnastjórar hafa lokið námi í fræðunum á vegum verkefnisins, en verkefnastjórar eru faglegir leiðbeinendur í skólunum,“ segir Þorlákur og útskýrir að Olweusaráætlunin sé í senn forvarnarstarf og markviss lausnarvinna ef grunur er um einelti. Hann segir að vinna að heildstæðu ferli gegn einelti eigi sér stað – reglugerð um ábyrgð og skyldur í skólasamfélaginu nái orðið til bæði grunnskóla og framhaldsskóla. „Það er vitað að það skiptir miklu máli að byrja að vinna að þessum málum sem fyrst á skólaferli barnanna. Við viljum ræða við skólastjórnendur framhaldsskóla og grunnskóla um samstarf. Við þurfum að tryggja öllum örugga skólagöngu og vinna gegn brotthvarfi nemenda úr skóla, svo ekki sé talað um að koma í veg fyrir allan þann sársauka sem einelti veldur allt of mörgum,“ segir Þorlákur. Skylda að vakta og bregðast við eineltiReglugerð um „ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í framhaldsskólum“ tók gildi í apríl 2016.Sambærileg reglugerð fyrir grunnskólann hefur verið í gildi frá 2011.Sérstakur kafli er um starf framhaldsskólanna gegn einelti. Skólar eiga að setja sér aðgerðaáætlun gegn einelti „með virkri forvarnar- og viðbragðsáætlun …“Þá skal skal kanna reglulega „eðli og umfang eineltis“ í skólunum.2% af stelpum í 5.-10. bekk í grunnskólum sem fylgja Olweusaráætluninni segja að einelti sem þær hafi lent í hafi verið hræðilegt.1% strákanna er sama sinnis.3,4% bætast við í stelpnahópinn séu tekin með svör þeirra sem segja að eineltið hafi verið vont og særandi.1,5% strákanna eru í þessum hópi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Rannsóknir sænskra og norskra sérfræðinga sýna að samanlagður kostnaður af einelti samsvari að minnsta kosti 150 milljónum króna á einstakling – hvort sem um er að ræða þolanda eða geranda. Eru þá talin til útgjöld félags- og heilbrigðisþjónustu, dómskerfisins og glataðar skatttekjur af þeim sem bera örin ævilangt og ná aldrei að lifa eðlilegu lífi vegna ofbeldisins. Þorlákur Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi, segir að rannsóknir sýni, svo ekki verði komist hjá því að viðurkenna það, að afleiðingar eineltis séu hrikalegar. Eins að allt bendi til að niðurstöður sérfræðinganna eigi við hér á landi einnig.Þorlákur Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi„Mörg börn eru brennd af langvarandi einelti, og önnur af því að hafa komist upp með að leggja aðra í einelti á svínslegan hátt. Sárin eru djúp og gróa flest ekki ævilangt. Sum þeirra missa alveg flugið. Rannsóknir sýna að einelti á ríkan þátt í brottfalli nemenda í skóla. Hættan á varanlegu þunglyndi er miklu meiri hjá þeim sem hafa lent í einelti í æsku, og þunglyndið varir í áratugi. Gerendur eru líka í hættu á að fara villur vegar í lífinu sé ekki brugðist við og eineltið stöðvað á frumstigi,“ segir Þorlákur. Hann segir að þrátt fyrir allt hafi einelti minnkað á Íslandi undanfarinn áratug. Einn mælikvarðinn sé að einelti í þeim skólum sem fylgja Olweusaráætluninni mælist nú 4,7% í 5.-10. bekk – var 7,6% árið 2007. Einelti mælist hér minna en á Norðurlöndunum, samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Spurður um Olweusaráætlunina segir Þorlákur hana hafa verið við lýði hérlendis í 15 ár – í dag eru 50 skólar viðurkenndir Olweusarskólar en miklu fleiri grunnskólar hafa innleitt áætlunina á þessu tímabili og vinna í eineltismálum í sínu skólastarfi. „Á annað hundrað verkefnastjórar hafa lokið námi í fræðunum á vegum verkefnisins, en verkefnastjórar eru faglegir leiðbeinendur í skólunum,“ segir Þorlákur og útskýrir að Olweusaráætlunin sé í senn forvarnarstarf og markviss lausnarvinna ef grunur er um einelti. Hann segir að vinna að heildstæðu ferli gegn einelti eigi sér stað – reglugerð um ábyrgð og skyldur í skólasamfélaginu nái orðið til bæði grunnskóla og framhaldsskóla. „Það er vitað að það skiptir miklu máli að byrja að vinna að þessum málum sem fyrst á skólaferli barnanna. Við viljum ræða við skólastjórnendur framhaldsskóla og grunnskóla um samstarf. Við þurfum að tryggja öllum örugga skólagöngu og vinna gegn brotthvarfi nemenda úr skóla, svo ekki sé talað um að koma í veg fyrir allan þann sársauka sem einelti veldur allt of mörgum,“ segir Þorlákur. Skylda að vakta og bregðast við eineltiReglugerð um „ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í framhaldsskólum“ tók gildi í apríl 2016.Sambærileg reglugerð fyrir grunnskólann hefur verið í gildi frá 2011.Sérstakur kafli er um starf framhaldsskólanna gegn einelti. Skólar eiga að setja sér aðgerðaáætlun gegn einelti „með virkri forvarnar- og viðbragðsáætlun …“Þá skal skal kanna reglulega „eðli og umfang eineltis“ í skólunum.2% af stelpum í 5.-10. bekk í grunnskólum sem fylgja Olweusaráætluninni segja að einelti sem þær hafi lent í hafi verið hræðilegt.1% strákanna er sama sinnis.3,4% bætast við í stelpnahópinn séu tekin með svör þeirra sem segja að eineltið hafi verið vont og særandi.1,5% strákanna eru í þessum hópi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira