Íslensk nafnahefð vefst fyrir Kanadamönnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. maí 2017 07:00 Thor Henriksson með íslenska vegabréfið sitt og eitt hinna fjölmörgu skjala sem hann hefur þurft að afhenda. MYND/AÐSEND Umsóknum íslenska kvikmyndagerðarmannsins Thors Henrikssonar um kanadískan ríkisborgararétt hefur ítrekað verið hafnað vegna íslensku nafnahefðarinnar. Hann vonar að umfjöllun um málið verði til þess að því ljúki loksins en hann segist ekki vera eini Íslendingurinn sem hefur lent í basli vegna nafns síns. Thor, sem hét upphaflega Þorsteinn Þorsteinsson, flutti til Kanada með móður sinni undir lok sjöunda áratugarins. Við komuna til Kanada var móður hans tjáð að réttast væri að láta hann hafa sama eftirnafn og faðir hans bar. Því var hann skráður Þorsteinn Sæmundsson þar í landi. „Eftir að fjölmiðillinn CBC fjallaði um málið og það var í miðlum hér heima heyrði skrifstofa innflytjendamála í mér og spurði út í þessi mál mín. Þau sögðu að þau þyrftu einhver gögn til að geta klárað þetta en ég hló og sagði að þau væru með þau nú þegar,“ segir Thor. Hann áætlar að mappan hans hjá yfirvöldum sé orðin um tomma að þykkt en þangað hefur hann þurft að senda þýðingar á íslenskum skjölum á borð við fæðingarvottorð og nafnskírteini. „Móðir mín og bróðir minn eru bæði orðin kanadísk en þetta gengur eitthvað hægar hjá mér,“ segir Thor. Hann sótti fyrst um kanadískan ríkisborgararétt þegar opnað var á að hafa tvöfalt ríkisfang þar í landi. Það var á níunda áratug síðustu aldar. Síðustu tíu ár hefur hann ítrekað sótt um kanadískt vegabréf en íslenska nafnið hefur alltaf þvælst fyrir honum. „Ég er ekki einn um að lenda í svona basli. Ég veit um þrjá aðra innflytjendur frá Íslandi sem þurftu að berjast við skrifræðið og vinur minn stendur í stappi um ættleiðingu á barni þar sem yfirvöldum þykir þýðing nafns þess úr kyrillísku letri ekki rétt,“ segir Thor. Thor heldur fast í íslenska ríkisborgararéttinn einnig og hefur heimsótt landið reglulega þótt hann hafi lengið búið ytra. Meðal annars starfaði hann hér á Íslandi þegar hann var nítján ára gamall. „Sem minnir mig á það, ég þarf líka að endurnýja íslenska vegabréfið mitt,“ segir hann að lokum og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Umsóknum íslenska kvikmyndagerðarmannsins Thors Henrikssonar um kanadískan ríkisborgararétt hefur ítrekað verið hafnað vegna íslensku nafnahefðarinnar. Hann vonar að umfjöllun um málið verði til þess að því ljúki loksins en hann segist ekki vera eini Íslendingurinn sem hefur lent í basli vegna nafns síns. Thor, sem hét upphaflega Þorsteinn Þorsteinsson, flutti til Kanada með móður sinni undir lok sjöunda áratugarins. Við komuna til Kanada var móður hans tjáð að réttast væri að láta hann hafa sama eftirnafn og faðir hans bar. Því var hann skráður Þorsteinn Sæmundsson þar í landi. „Eftir að fjölmiðillinn CBC fjallaði um málið og það var í miðlum hér heima heyrði skrifstofa innflytjendamála í mér og spurði út í þessi mál mín. Þau sögðu að þau þyrftu einhver gögn til að geta klárað þetta en ég hló og sagði að þau væru með þau nú þegar,“ segir Thor. Hann áætlar að mappan hans hjá yfirvöldum sé orðin um tomma að þykkt en þangað hefur hann þurft að senda þýðingar á íslenskum skjölum á borð við fæðingarvottorð og nafnskírteini. „Móðir mín og bróðir minn eru bæði orðin kanadísk en þetta gengur eitthvað hægar hjá mér,“ segir Thor. Hann sótti fyrst um kanadískan ríkisborgararétt þegar opnað var á að hafa tvöfalt ríkisfang þar í landi. Það var á níunda áratug síðustu aldar. Síðustu tíu ár hefur hann ítrekað sótt um kanadískt vegabréf en íslenska nafnið hefur alltaf þvælst fyrir honum. „Ég er ekki einn um að lenda í svona basli. Ég veit um þrjá aðra innflytjendur frá Íslandi sem þurftu að berjast við skrifræðið og vinur minn stendur í stappi um ættleiðingu á barni þar sem yfirvöldum þykir þýðing nafns þess úr kyrillísku letri ekki rétt,“ segir Thor. Thor heldur fast í íslenska ríkisborgararéttinn einnig og hefur heimsótt landið reglulega þótt hann hafi lengið búið ytra. Meðal annars starfaði hann hér á Íslandi þegar hann var nítján ára gamall. „Sem minnir mig á það, ég þarf líka að endurnýja íslenska vegabréfið mitt,“ segir hann að lokum og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira