Íslensk nafnahefð vefst fyrir Kanadamönnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. maí 2017 07:00 Thor Henriksson með íslenska vegabréfið sitt og eitt hinna fjölmörgu skjala sem hann hefur þurft að afhenda. MYND/AÐSEND Umsóknum íslenska kvikmyndagerðarmannsins Thors Henrikssonar um kanadískan ríkisborgararétt hefur ítrekað verið hafnað vegna íslensku nafnahefðarinnar. Hann vonar að umfjöllun um málið verði til þess að því ljúki loksins en hann segist ekki vera eini Íslendingurinn sem hefur lent í basli vegna nafns síns. Thor, sem hét upphaflega Þorsteinn Þorsteinsson, flutti til Kanada með móður sinni undir lok sjöunda áratugarins. Við komuna til Kanada var móður hans tjáð að réttast væri að láta hann hafa sama eftirnafn og faðir hans bar. Því var hann skráður Þorsteinn Sæmundsson þar í landi. „Eftir að fjölmiðillinn CBC fjallaði um málið og það var í miðlum hér heima heyrði skrifstofa innflytjendamála í mér og spurði út í þessi mál mín. Þau sögðu að þau þyrftu einhver gögn til að geta klárað þetta en ég hló og sagði að þau væru með þau nú þegar,“ segir Thor. Hann áætlar að mappan hans hjá yfirvöldum sé orðin um tomma að þykkt en þangað hefur hann þurft að senda þýðingar á íslenskum skjölum á borð við fæðingarvottorð og nafnskírteini. „Móðir mín og bróðir minn eru bæði orðin kanadísk en þetta gengur eitthvað hægar hjá mér,“ segir Thor. Hann sótti fyrst um kanadískan ríkisborgararétt þegar opnað var á að hafa tvöfalt ríkisfang þar í landi. Það var á níunda áratug síðustu aldar. Síðustu tíu ár hefur hann ítrekað sótt um kanadískt vegabréf en íslenska nafnið hefur alltaf þvælst fyrir honum. „Ég er ekki einn um að lenda í svona basli. Ég veit um þrjá aðra innflytjendur frá Íslandi sem þurftu að berjast við skrifræðið og vinur minn stendur í stappi um ættleiðingu á barni þar sem yfirvöldum þykir þýðing nafns þess úr kyrillísku letri ekki rétt,“ segir Thor. Thor heldur fast í íslenska ríkisborgararéttinn einnig og hefur heimsótt landið reglulega þótt hann hafi lengið búið ytra. Meðal annars starfaði hann hér á Íslandi þegar hann var nítján ára gamall. „Sem minnir mig á það, ég þarf líka að endurnýja íslenska vegabréfið mitt,“ segir hann að lokum og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Umsóknum íslenska kvikmyndagerðarmannsins Thors Henrikssonar um kanadískan ríkisborgararétt hefur ítrekað verið hafnað vegna íslensku nafnahefðarinnar. Hann vonar að umfjöllun um málið verði til þess að því ljúki loksins en hann segist ekki vera eini Íslendingurinn sem hefur lent í basli vegna nafns síns. Thor, sem hét upphaflega Þorsteinn Þorsteinsson, flutti til Kanada með móður sinni undir lok sjöunda áratugarins. Við komuna til Kanada var móður hans tjáð að réttast væri að láta hann hafa sama eftirnafn og faðir hans bar. Því var hann skráður Þorsteinn Sæmundsson þar í landi. „Eftir að fjölmiðillinn CBC fjallaði um málið og það var í miðlum hér heima heyrði skrifstofa innflytjendamála í mér og spurði út í þessi mál mín. Þau sögðu að þau þyrftu einhver gögn til að geta klárað þetta en ég hló og sagði að þau væru með þau nú þegar,“ segir Thor. Hann áætlar að mappan hans hjá yfirvöldum sé orðin um tomma að þykkt en þangað hefur hann þurft að senda þýðingar á íslenskum skjölum á borð við fæðingarvottorð og nafnskírteini. „Móðir mín og bróðir minn eru bæði orðin kanadísk en þetta gengur eitthvað hægar hjá mér,“ segir Thor. Hann sótti fyrst um kanadískan ríkisborgararétt þegar opnað var á að hafa tvöfalt ríkisfang þar í landi. Það var á níunda áratug síðustu aldar. Síðustu tíu ár hefur hann ítrekað sótt um kanadískt vegabréf en íslenska nafnið hefur alltaf þvælst fyrir honum. „Ég er ekki einn um að lenda í svona basli. Ég veit um þrjá aðra innflytjendur frá Íslandi sem þurftu að berjast við skrifræðið og vinur minn stendur í stappi um ættleiðingu á barni þar sem yfirvöldum þykir þýðing nafns þess úr kyrillísku letri ekki rétt,“ segir Thor. Thor heldur fast í íslenska ríkisborgararéttinn einnig og hefur heimsótt landið reglulega þótt hann hafi lengið búið ytra. Meðal annars starfaði hann hér á Íslandi þegar hann var nítján ára gamall. „Sem minnir mig á það, ég þarf líka að endurnýja íslenska vegabréfið mitt,“ segir hann að lokum og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent