Kæra starfsleyfi kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2017 12:11 Frá Helguvík. vísir/gva Landvernd, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Ellert Grétarsson náttúruljósmyndari í Reykjanesbæ hafa kært starfsleyfi Umhverfisstofnunar til handa kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Nú þegar er starfrækt kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík en miklir erfiðleikar hafa verið í starfsemi verksmiðjunnar síðan hún tók til starfa í nóvember síðastliðnum og hefur rekstur hennar verið stöðvaður á meðan unnið að úrbótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd en í henni segir kærendur telji „umhverfisáhrif verksmiðjunnar, ekki síst í ljósi nálægðar við þéttbýli, þar með talið rýrnun loftgæða, hávaða og 4 til 13 prósent aukinnar útlosunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.“ Að mati kærenda er jafnframt umhverfismati framkvæmdarinnar verulega ábótavant. Það kanni meðal annars ekki samvirk áhrif verksmiðjunnar, öflunar orku og flutnings á hennar svæðið. Einnig veki það furðu kærenda „að Umhverfisstofnun veiti starfsleyfi fyrir helmingi stærri verksmiðju en ívilnanasamningur íslenska ríkisins við Thorsil og samningar fyrirtækisins við Landsvirkjun og Landsnet gera ráð fyrir. Gjalda kærendur varhug við frekari starfsleyfum til mengandi starfsemi í Helguvík,“ segir í tilkynningu. Upphaflega kærðu Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd útgáfu Umhverfisstofnunar á starfsleyfi kísilmálmverksmiðjunnar í september 2015 og felldi úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála felldi leyfið úr gildi í lok október 2016. Umvherfisstofnun gaf svo út nýtt leyfi í febrúar síðastliðnum sem samtökin kæra nú ásamt Ellerti. Í tilkynningu Landverndar segir meðal annars: „Margvísleg neikvæð umhverfisáhrif eru fyrirséð af starfsemi Thorsil, þ.m.t. stóraukin losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum, rýrnun loftgæða, neikvæð sjónræn áhrif og hávaði. Ekki er tekið nægilegt tillit til þessara þátta við leyfisveitingu UST. Þá er ekki gætt að því hvernig starfsemin samræmist alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum, en aukning útlosunar hérlendis vegna þessarar einu verksmiðju yrði um 4-13%, sbr. nýjar útlosunartölur Umhverfisstofnunar. Verulegir ágallar á umhverfismati Í umhverfismati voru hvorki staðarvalkostir né svokallaður núllkostur, að byggja ekki verksmiðjuna, metnir líkt og lög gera ráð fyrir. Ekki voru heldur metin áhrif verksmiðjunnar á nýtingu náttúruauðlinda, þ.e.a.s. samvirk áhrif verksmiðjunnar, raforkuöflunar og lagningar háspennulína. Loks var ekki metinn sá kostur að verksmiðjan væri smærri í sniðum. Hið síðastnefnda vekur furðu þar sem ívilnanasamningur sá sem íslenska ríkið veitti Thorsil, auk samninga fyrirtækisins við Landsvirkjun um raforkukaup og um orkuflutning við Landsnet, gera allir ráð fyrir helmingi minni verksmiðju en þeirri sem UST veitti starfsleyfi fyrir. Að mati kærenda hefði Skipulagsstofnun átt að vísa frummatsskýrslu Thorsil frá vegna þessara ágalla. Ekki voru því forsendur til útgáfu starfsleyfisins.Nóg komið af mengandi stóriðju í Helguvík Telja kærendur að nóg sé komið af mengandi stóriðju í Helguvík. Tekið er undir varúðaráminningu í áliti Skipulagsstofnunar um að staldra við eftir hvern áfanga við byggingu verksmiðja á svæðinu og skoða hver umhverfisáhrifin eru. Með útgáfu starfsleyfisins hefur Umhverfisstofnun ekki fallist á þessa ábendingu Skipulagsstofnunar.“ Tengdar fréttir Kísilverksmiðja Thorsil í Helguvík fær starfsleyfi Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir fyrirhugaða verskmiðju Thorsil í Helguvík. 7. febrúar 2017 10:11 Björt lítt hrifin af kísilverum: „Þeim kafla í Íslandssögunni er lokið“ Björt Ólafsdóttir, nýr umhverfisráðherra, lét hafa eftir sér að í hennar ráðherratíð myndi ríkið ekki veita frekari ívilnanir til stórfyrirtækja með peningum skattgreiðenda til þess að menga hér stjórnlaust. 12. janúar 2017 07:00 Fjárfesting í Thorsil nánast á byrjunarreit Ekki er búið að staðfesta 344 milljóna fjárfestingu Almenna lífeyrissjóðsins í kísilveri Thorsil í Helguvík. Framkvæmdastjóri Thorsil segir óheppilegt að starfsleyfi fyrirtækisins sé aftur komið í kæruferli. 5. apríl 2017 07:30 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Sjá meira
Landvernd, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Ellert Grétarsson náttúruljósmyndari í Reykjanesbæ hafa kært starfsleyfi Umhverfisstofnunar til handa kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Nú þegar er starfrækt kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík en miklir erfiðleikar hafa verið í starfsemi verksmiðjunnar síðan hún tók til starfa í nóvember síðastliðnum og hefur rekstur hennar verið stöðvaður á meðan unnið að úrbótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd en í henni segir kærendur telji „umhverfisáhrif verksmiðjunnar, ekki síst í ljósi nálægðar við þéttbýli, þar með talið rýrnun loftgæða, hávaða og 4 til 13 prósent aukinnar útlosunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.“ Að mati kærenda er jafnframt umhverfismati framkvæmdarinnar verulega ábótavant. Það kanni meðal annars ekki samvirk áhrif verksmiðjunnar, öflunar orku og flutnings á hennar svæðið. Einnig veki það furðu kærenda „að Umhverfisstofnun veiti starfsleyfi fyrir helmingi stærri verksmiðju en ívilnanasamningur íslenska ríkisins við Thorsil og samningar fyrirtækisins við Landsvirkjun og Landsnet gera ráð fyrir. Gjalda kærendur varhug við frekari starfsleyfum til mengandi starfsemi í Helguvík,“ segir í tilkynningu. Upphaflega kærðu Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd útgáfu Umhverfisstofnunar á starfsleyfi kísilmálmverksmiðjunnar í september 2015 og felldi úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála felldi leyfið úr gildi í lok október 2016. Umvherfisstofnun gaf svo út nýtt leyfi í febrúar síðastliðnum sem samtökin kæra nú ásamt Ellerti. Í tilkynningu Landverndar segir meðal annars: „Margvísleg neikvæð umhverfisáhrif eru fyrirséð af starfsemi Thorsil, þ.m.t. stóraukin losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum, rýrnun loftgæða, neikvæð sjónræn áhrif og hávaði. Ekki er tekið nægilegt tillit til þessara þátta við leyfisveitingu UST. Þá er ekki gætt að því hvernig starfsemin samræmist alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum, en aukning útlosunar hérlendis vegna þessarar einu verksmiðju yrði um 4-13%, sbr. nýjar útlosunartölur Umhverfisstofnunar. Verulegir ágallar á umhverfismati Í umhverfismati voru hvorki staðarvalkostir né svokallaður núllkostur, að byggja ekki verksmiðjuna, metnir líkt og lög gera ráð fyrir. Ekki voru heldur metin áhrif verksmiðjunnar á nýtingu náttúruauðlinda, þ.e.a.s. samvirk áhrif verksmiðjunnar, raforkuöflunar og lagningar háspennulína. Loks var ekki metinn sá kostur að verksmiðjan væri smærri í sniðum. Hið síðastnefnda vekur furðu þar sem ívilnanasamningur sá sem íslenska ríkið veitti Thorsil, auk samninga fyrirtækisins við Landsvirkjun um raforkukaup og um orkuflutning við Landsnet, gera allir ráð fyrir helmingi minni verksmiðju en þeirri sem UST veitti starfsleyfi fyrir. Að mati kærenda hefði Skipulagsstofnun átt að vísa frummatsskýrslu Thorsil frá vegna þessara ágalla. Ekki voru því forsendur til útgáfu starfsleyfisins.Nóg komið af mengandi stóriðju í Helguvík Telja kærendur að nóg sé komið af mengandi stóriðju í Helguvík. Tekið er undir varúðaráminningu í áliti Skipulagsstofnunar um að staldra við eftir hvern áfanga við byggingu verksmiðja á svæðinu og skoða hver umhverfisáhrifin eru. Með útgáfu starfsleyfisins hefur Umhverfisstofnun ekki fallist á þessa ábendingu Skipulagsstofnunar.“
Tengdar fréttir Kísilverksmiðja Thorsil í Helguvík fær starfsleyfi Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir fyrirhugaða verskmiðju Thorsil í Helguvík. 7. febrúar 2017 10:11 Björt lítt hrifin af kísilverum: „Þeim kafla í Íslandssögunni er lokið“ Björt Ólafsdóttir, nýr umhverfisráðherra, lét hafa eftir sér að í hennar ráðherratíð myndi ríkið ekki veita frekari ívilnanir til stórfyrirtækja með peningum skattgreiðenda til þess að menga hér stjórnlaust. 12. janúar 2017 07:00 Fjárfesting í Thorsil nánast á byrjunarreit Ekki er búið að staðfesta 344 milljóna fjárfestingu Almenna lífeyrissjóðsins í kísilveri Thorsil í Helguvík. Framkvæmdastjóri Thorsil segir óheppilegt að starfsleyfi fyrirtækisins sé aftur komið í kæruferli. 5. apríl 2017 07:30 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Sjá meira
Kísilverksmiðja Thorsil í Helguvík fær starfsleyfi Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir fyrirhugaða verskmiðju Thorsil í Helguvík. 7. febrúar 2017 10:11
Björt lítt hrifin af kísilverum: „Þeim kafla í Íslandssögunni er lokið“ Björt Ólafsdóttir, nýr umhverfisráðherra, lét hafa eftir sér að í hennar ráðherratíð myndi ríkið ekki veita frekari ívilnanir til stórfyrirtækja með peningum skattgreiðenda til þess að menga hér stjórnlaust. 12. janúar 2017 07:00
Fjárfesting í Thorsil nánast á byrjunarreit Ekki er búið að staðfesta 344 milljóna fjárfestingu Almenna lífeyrissjóðsins í kísilveri Thorsil í Helguvík. Framkvæmdastjóri Thorsil segir óheppilegt að starfsleyfi fyrirtækisins sé aftur komið í kæruferli. 5. apríl 2017 07:30
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent