Sátt um nýtingu sjávarauðlindarinnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. maí 2017 07:00 Sjávarútvegur hefur í aldanna rás verið undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi. Á umliðnum áratugum hefur greinin gengið í gegnum breytingaskeið. Árið 1984 var kvótakerfið innleitt og frjálst framsal aflaheimilda fáeinum árum síðar. Árangurinn er tvíþættur. Fyrst ber að nefna ábyrga nýtingu auðlindarinnar með sjálfbærum veiðum. En kerfið hefur jafnframt stuðlað að mikilli hagræðingu í greininni og ýtt undir verðmætt nýsköpunarstarf. Hins vegar hefur þriðja stoðin, sem snýr að samfélagslegum þáttum og sanngirni, ekki reynst eins styrk. Of lengi hefur ríkt djúpstæð óeining í samfélaginu um þessa mikilvægu atvinnugrein. Ágreiningurinn hefur einkum snúið að skiptingu arðs af nýtingu sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar. Það er löngu tímabært að jafna þennan ágreining og búa atvinnugreininni stöðug starfsskilyrði. Í gegnum tíðina hafa nær allir stjórnmálaflokkar lagt sitt af mörkum við þróun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það er jafn mikilvægt í dag að allir flokkar komi að því að móta víðtæka sátt um sjávarútveginn. Ég hef því skipað þverpólitíska nefnd, með fulltrúum allra flokka, til þess að vinna tillögur að framtíðarfyrirkomulagi gjaldtöku og úthlutunar aflaheimilda. Nefndin mun skila tillögum sínum í lok þessa árs og í kjölfarið fær Alþingi það hlutverk að vinna úr þeim með lagasetningu. Óumdeilt er að þjóðin skuli njóta sanngjarns arðs af auðlindinni. Og þeim sem veittur er sérstakur réttur til þess að nýta takmarkaða auðlind ber þ.a.l. að greiða afgjald til samfélagsins. Sjálf hef ég talað fyrir ákveðnum leiðum í þessu efni, sem m.a. fela í sér uppboð aflaheimilda. En ólíkir flokkar munu leggja fram ólík sjónarmið. Mikilvægast er að við göngum öll til þessarar vinnu af heilindum og einsetjum okkur að mynda víðtæka og varanlega sátt. Vísasta leiðin til þess að láta sáttaferlið fara út um þúfur er að spila pólitíska refskák. Því sanngjörn niðurstaða fæst ekki með klækjabrögðum né verður hún mæld eftir því hver hefur hæst. Ég bind vonir við að sú vinna, sem nú fer í hönd, verði málefnaleg og skili hagfelldri niðurstöðu fyrir þjóðina sem og sjávarútveginn. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna dagsins í dag að búa í haginn fyrir sátt til framtíðar. Það kann að reynast torsótt en ég hef trú á getu okkar og viljafestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur hefur í aldanna rás verið undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi. Á umliðnum áratugum hefur greinin gengið í gegnum breytingaskeið. Árið 1984 var kvótakerfið innleitt og frjálst framsal aflaheimilda fáeinum árum síðar. Árangurinn er tvíþættur. Fyrst ber að nefna ábyrga nýtingu auðlindarinnar með sjálfbærum veiðum. En kerfið hefur jafnframt stuðlað að mikilli hagræðingu í greininni og ýtt undir verðmætt nýsköpunarstarf. Hins vegar hefur þriðja stoðin, sem snýr að samfélagslegum þáttum og sanngirni, ekki reynst eins styrk. Of lengi hefur ríkt djúpstæð óeining í samfélaginu um þessa mikilvægu atvinnugrein. Ágreiningurinn hefur einkum snúið að skiptingu arðs af nýtingu sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar. Það er löngu tímabært að jafna þennan ágreining og búa atvinnugreininni stöðug starfsskilyrði. Í gegnum tíðina hafa nær allir stjórnmálaflokkar lagt sitt af mörkum við þróun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það er jafn mikilvægt í dag að allir flokkar komi að því að móta víðtæka sátt um sjávarútveginn. Ég hef því skipað þverpólitíska nefnd, með fulltrúum allra flokka, til þess að vinna tillögur að framtíðarfyrirkomulagi gjaldtöku og úthlutunar aflaheimilda. Nefndin mun skila tillögum sínum í lok þessa árs og í kjölfarið fær Alþingi það hlutverk að vinna úr þeim með lagasetningu. Óumdeilt er að þjóðin skuli njóta sanngjarns arðs af auðlindinni. Og þeim sem veittur er sérstakur réttur til þess að nýta takmarkaða auðlind ber þ.a.l. að greiða afgjald til samfélagsins. Sjálf hef ég talað fyrir ákveðnum leiðum í þessu efni, sem m.a. fela í sér uppboð aflaheimilda. En ólíkir flokkar munu leggja fram ólík sjónarmið. Mikilvægast er að við göngum öll til þessarar vinnu af heilindum og einsetjum okkur að mynda víðtæka og varanlega sátt. Vísasta leiðin til þess að láta sáttaferlið fara út um þúfur er að spila pólitíska refskák. Því sanngjörn niðurstaða fæst ekki með klækjabrögðum né verður hún mæld eftir því hver hefur hæst. Ég bind vonir við að sú vinna, sem nú fer í hönd, verði málefnaleg og skili hagfelldri niðurstöðu fyrir þjóðina sem og sjávarútveginn. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna dagsins í dag að búa í haginn fyrir sátt til framtíðar. Það kann að reynast torsótt en ég hef trú á getu okkar og viljafestu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun