Sátt um nýtingu sjávarauðlindarinnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. maí 2017 07:00 Sjávarútvegur hefur í aldanna rás verið undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi. Á umliðnum áratugum hefur greinin gengið í gegnum breytingaskeið. Árið 1984 var kvótakerfið innleitt og frjálst framsal aflaheimilda fáeinum árum síðar. Árangurinn er tvíþættur. Fyrst ber að nefna ábyrga nýtingu auðlindarinnar með sjálfbærum veiðum. En kerfið hefur jafnframt stuðlað að mikilli hagræðingu í greininni og ýtt undir verðmætt nýsköpunarstarf. Hins vegar hefur þriðja stoðin, sem snýr að samfélagslegum þáttum og sanngirni, ekki reynst eins styrk. Of lengi hefur ríkt djúpstæð óeining í samfélaginu um þessa mikilvægu atvinnugrein. Ágreiningurinn hefur einkum snúið að skiptingu arðs af nýtingu sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar. Það er löngu tímabært að jafna þennan ágreining og búa atvinnugreininni stöðug starfsskilyrði. Í gegnum tíðina hafa nær allir stjórnmálaflokkar lagt sitt af mörkum við þróun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það er jafn mikilvægt í dag að allir flokkar komi að því að móta víðtæka sátt um sjávarútveginn. Ég hef því skipað þverpólitíska nefnd, með fulltrúum allra flokka, til þess að vinna tillögur að framtíðarfyrirkomulagi gjaldtöku og úthlutunar aflaheimilda. Nefndin mun skila tillögum sínum í lok þessa árs og í kjölfarið fær Alþingi það hlutverk að vinna úr þeim með lagasetningu. Óumdeilt er að þjóðin skuli njóta sanngjarns arðs af auðlindinni. Og þeim sem veittur er sérstakur réttur til þess að nýta takmarkaða auðlind ber þ.a.l. að greiða afgjald til samfélagsins. Sjálf hef ég talað fyrir ákveðnum leiðum í þessu efni, sem m.a. fela í sér uppboð aflaheimilda. En ólíkir flokkar munu leggja fram ólík sjónarmið. Mikilvægast er að við göngum öll til þessarar vinnu af heilindum og einsetjum okkur að mynda víðtæka og varanlega sátt. Vísasta leiðin til þess að láta sáttaferlið fara út um þúfur er að spila pólitíska refskák. Því sanngjörn niðurstaða fæst ekki með klækjabrögðum né verður hún mæld eftir því hver hefur hæst. Ég bind vonir við að sú vinna, sem nú fer í hönd, verði málefnaleg og skili hagfelldri niðurstöðu fyrir þjóðina sem og sjávarútveginn. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna dagsins í dag að búa í haginn fyrir sátt til framtíðar. Það kann að reynast torsótt en ég hef trú á getu okkar og viljafestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur hefur í aldanna rás verið undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi. Á umliðnum áratugum hefur greinin gengið í gegnum breytingaskeið. Árið 1984 var kvótakerfið innleitt og frjálst framsal aflaheimilda fáeinum árum síðar. Árangurinn er tvíþættur. Fyrst ber að nefna ábyrga nýtingu auðlindarinnar með sjálfbærum veiðum. En kerfið hefur jafnframt stuðlað að mikilli hagræðingu í greininni og ýtt undir verðmætt nýsköpunarstarf. Hins vegar hefur þriðja stoðin, sem snýr að samfélagslegum þáttum og sanngirni, ekki reynst eins styrk. Of lengi hefur ríkt djúpstæð óeining í samfélaginu um þessa mikilvægu atvinnugrein. Ágreiningurinn hefur einkum snúið að skiptingu arðs af nýtingu sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar. Það er löngu tímabært að jafna þennan ágreining og búa atvinnugreininni stöðug starfsskilyrði. Í gegnum tíðina hafa nær allir stjórnmálaflokkar lagt sitt af mörkum við þróun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það er jafn mikilvægt í dag að allir flokkar komi að því að móta víðtæka sátt um sjávarútveginn. Ég hef því skipað þverpólitíska nefnd, með fulltrúum allra flokka, til þess að vinna tillögur að framtíðarfyrirkomulagi gjaldtöku og úthlutunar aflaheimilda. Nefndin mun skila tillögum sínum í lok þessa árs og í kjölfarið fær Alþingi það hlutverk að vinna úr þeim með lagasetningu. Óumdeilt er að þjóðin skuli njóta sanngjarns arðs af auðlindinni. Og þeim sem veittur er sérstakur réttur til þess að nýta takmarkaða auðlind ber þ.a.l. að greiða afgjald til samfélagsins. Sjálf hef ég talað fyrir ákveðnum leiðum í þessu efni, sem m.a. fela í sér uppboð aflaheimilda. En ólíkir flokkar munu leggja fram ólík sjónarmið. Mikilvægast er að við göngum öll til þessarar vinnu af heilindum og einsetjum okkur að mynda víðtæka og varanlega sátt. Vísasta leiðin til þess að láta sáttaferlið fara út um þúfur er að spila pólitíska refskák. Því sanngjörn niðurstaða fæst ekki með klækjabrögðum né verður hún mæld eftir því hver hefur hæst. Ég bind vonir við að sú vinna, sem nú fer í hönd, verði málefnaleg og skili hagfelldri niðurstöðu fyrir þjóðina sem og sjávarútveginn. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna dagsins í dag að búa í haginn fyrir sátt til framtíðar. Það kann að reynast torsótt en ég hef trú á getu okkar og viljafestu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun