„Ég elska það sem ég geri“ Íslandsbanki kynnir 8. maí 2017 15:15 Erna Margrét Oddsdóttir. Erna Margrét Oddsdóttir rekur eigið fyrirtæki og hefur alla tíð unnið mikið. Hún flutti að heiman 17 ára gömul og fór á leigumarkaðinn. „Það var erfitt að fara á leigumarkað svona ung,” segir Erna Margrét. „Þótt leigan hafi kannski ekki verið eins há og nú tíðkast þá var þetta mikið fyrir mig. Ég vann á sólbaðsstofu á daginn og vann svo á sportbar á kvöldin og fram á nótt. Það var ákveðin geggjun.” Rétt eftir tvítugt tók Erna Margrét ákvörðun um að byrja að spara fyrir útborgun í eigin íbúð. Hún hætti að drekka áfengi, hætti að fara á djammið og steinhætti að reykja. „Það sparaði alveg ótrúlega mikinn pening,” segir Erna Margrét og heldur áfram: „Ég las talsvert af sparnaðarráðum á netinu og eitt af þeim var að skipta markmiðinu niður og ákvarða upphæð fyrir neyslu og eyðslu í hverri viku, taka það til hliðar og bara láta það duga. Ég setti einfaldlega pening í fjögur umslög fyrir hverja viku mánaðarins.” Hún segir að þetta hafi virkað mjög vel. Sérstaklega af því að á þessum tímapunkti var hún orðin harðákveðin í að kaupa sér íbúð, það var aðaltakmarkið sem hún missti aldrei sjónar á. Með því að skipta mánuðinum svona í styttri tímabil varð auðveldara að þrauka frá því peningurinn var búinn þangað til hún hafði aftur efni á hlutum. „Þetta var bara vika, vika og vika í einu og ég komst ótrúlega fljótt upp á lagið með þetta og þetta varð alltaf minna og minna mál.” Erna Margrét lagði svo alltaf inn á sérstakan reikning fyrir húsnæðissparnaðinum. Eftir því sem sú upphæð stækkaði lagði hún alltaf meira og meira inn. „Þetta var orðið aðal málið, ég tímdi varla að eyða í nokkuð annað en sparnað,” segir hún og hlær. Þegar Erna Margrét var búin að safna í tvö ár tók hún ákveðna áhættu sem gekk upp: „Ég lagði sparnaðinn í rekstur sem heppnaðis. Ég gat haldið áfram að spara og á endanum átti ég fyrir útborgun í íbúð og þá var að byrja að leita. Það var ekki mikið í boði og við þurftum að fara vel út fyrir miðbæinn og það svæði sem okkur kannski dreymdi um í fyrstu. En því lengra sem ég fór frá miðbænum, því fallegri urðu eignirnar.” Erna Margrét keypti íbúð í bryggjuhverfinu í Reykjavík og er alsæl. „Mín aðferð hentar kannski ekki öllum,” segir Erna Margrét. „Ég setti minn sparnað í rekstur og til að reksturinn verði farsæll verður maður að elska það sem maður gerir. Og ég elska það sem ég geri.”Þetta var saga Ernu, hvernig viltu að þín saga verði? Pantaðu ráðgjöf og komdu til okkar og gerðu þitt plan.Greinin er kostuð af Íslandsbanka en hún er hluti af Það er hægt, verkefni bankans um fyrstu kaup á fasteign. Það er hægt Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Fleiri fréttir Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Erna Margrét Oddsdóttir rekur eigið fyrirtæki og hefur alla tíð unnið mikið. Hún flutti að heiman 17 ára gömul og fór á leigumarkaðinn. „Það var erfitt að fara á leigumarkað svona ung,” segir Erna Margrét. „Þótt leigan hafi kannski ekki verið eins há og nú tíðkast þá var þetta mikið fyrir mig. Ég vann á sólbaðsstofu á daginn og vann svo á sportbar á kvöldin og fram á nótt. Það var ákveðin geggjun.” Rétt eftir tvítugt tók Erna Margrét ákvörðun um að byrja að spara fyrir útborgun í eigin íbúð. Hún hætti að drekka áfengi, hætti að fara á djammið og steinhætti að reykja. „Það sparaði alveg ótrúlega mikinn pening,” segir Erna Margrét og heldur áfram: „Ég las talsvert af sparnaðarráðum á netinu og eitt af þeim var að skipta markmiðinu niður og ákvarða upphæð fyrir neyslu og eyðslu í hverri viku, taka það til hliðar og bara láta það duga. Ég setti einfaldlega pening í fjögur umslög fyrir hverja viku mánaðarins.” Hún segir að þetta hafi virkað mjög vel. Sérstaklega af því að á þessum tímapunkti var hún orðin harðákveðin í að kaupa sér íbúð, það var aðaltakmarkið sem hún missti aldrei sjónar á. Með því að skipta mánuðinum svona í styttri tímabil varð auðveldara að þrauka frá því peningurinn var búinn þangað til hún hafði aftur efni á hlutum. „Þetta var bara vika, vika og vika í einu og ég komst ótrúlega fljótt upp á lagið með þetta og þetta varð alltaf minna og minna mál.” Erna Margrét lagði svo alltaf inn á sérstakan reikning fyrir húsnæðissparnaðinum. Eftir því sem sú upphæð stækkaði lagði hún alltaf meira og meira inn. „Þetta var orðið aðal málið, ég tímdi varla að eyða í nokkuð annað en sparnað,” segir hún og hlær. Þegar Erna Margrét var búin að safna í tvö ár tók hún ákveðna áhættu sem gekk upp: „Ég lagði sparnaðinn í rekstur sem heppnaðis. Ég gat haldið áfram að spara og á endanum átti ég fyrir útborgun í íbúð og þá var að byrja að leita. Það var ekki mikið í boði og við þurftum að fara vel út fyrir miðbæinn og það svæði sem okkur kannski dreymdi um í fyrstu. En því lengra sem ég fór frá miðbænum, því fallegri urðu eignirnar.” Erna Margrét keypti íbúð í bryggjuhverfinu í Reykjavík og er alsæl. „Mín aðferð hentar kannski ekki öllum,” segir Erna Margrét. „Ég setti minn sparnað í rekstur og til að reksturinn verði farsæll verður maður að elska það sem maður gerir. Og ég elska það sem ég geri.”Þetta var saga Ernu, hvernig viltu að þín saga verði? Pantaðu ráðgjöf og komdu til okkar og gerðu þitt plan.Greinin er kostuð af Íslandsbanka en hún er hluti af Það er hægt, verkefni bankans um fyrstu kaup á fasteign.
Það er hægt Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Fleiri fréttir Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira