Hjarta símenntunar – af skólastofum og kaffistofugöngum Særún Rósa Ástþórsdóttir og skrifa 8. maí 2017 14:04 Að skrifa grein um gildi símenntunar getur hæglega hljómað eins og þurrt viðfangsefni sem ekki vekur mikla athygli. Við getum rætt mikilvægi þess að símenntun hljóti varanlegan sess sem fimmta stoðin í menntakerfinu, ávinning af námi, fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild sinni og þar fram eftir götunum.Eybjörg Helga Daníelsdóttir, lauk Menntastoðum og starfar nú hjá KPMG í Reykjanesbæ.En ótal aðrir litlir en afar merkilegir hlutir eiga sér stað í námi fullorðinna, sem vert er að veita athygli. Þess vegna vil ég beina þræðinum beint inná við, beint að hjarta símenntunar, inn í skólastofur og kaffistofuganga víðs vegar um landið. Í þessum skólastofum sitja nemendur á öllum aldri, alls staðar að úr samfélaginu og búa að alls konar mismunandi reynslu. Þeir eiga þó meira sameiginlegt en þá grunar. Það er langt síðan þeir sátu síðast í skólastofu, þeir eru margir hverjir ekki alveg vissir um hvað bíður þeirra og margir efast þeir um eigin getu og möguleika. Fyrsti dagurinn er því yfirleitt spennuþrunginn, loftið fullt af eftirvæntingu og jafnvel efablandið. Það líður þó ekki á löngu áður en fólk fer að finna sinn farveg, taka sér pláss og hafa aðeins hærra. Iða Brá Kuforiji, lauk Menntastoðum árið 2009 og stundar nú nám í Hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.Með látunum eykst sjálfstraustið smátt og smátt, sem og trú á eigin getu. Þrátt fyrir óöryggi í nýjum aðstæðum er það ætlun hvers og eins að taka skrefið og uppfylla draum, ná markmiðum sínum og efla eigin getu og möguleika. Einhvern daginn mun vegurinn leiða að nýju starfi, meira námi og nýjum tækifærum. Margir leita sérstaklega eftir því að verða betri í því sem þeir kunna nú þegar og þannig er símenntun í raun hluti af daglegu lífi okkar allra. Í símenntun felst nefnilega löngunin til þess að bæta einhverju við, verða betri og læra meira. Hlutverk og ábyrgð starfsfólks símenntunarstöðva er veigamikið og frá fyrsta degi er unnið markvisst að uppbyggingu einstaklingsins í gegnum sjálfstyrkingu, markmiðasetningu og stuðning leiðbeinenda, verkefnastjóra sem og náms- og starfsráðgjafa. Þau eru fólkið með reynsluna, fólkið sem hefur fylgst með þátttakendum, útskrift eftir útskrift og jafnvel löngu eftir það. Guðbergur Reynisson, eigandi og framkvæmdarstjóri Cargo flutninga.Á kaffistofu starfsfólks fara sögur af stoltum leiðbeinendum sem hittu fyrrum nemendur sína í háskólanum, sáu viðtal við eiganda stækkandi fyrirtækis sem stundaði Sölu- rekstrar og markaðsnám há símenntunarmiðstöð eða rákust á hjúkrunarfræðinema í vettvangsnámi sem áður hafði verið í Menntastoðum. Alls staðar í samfélaginu eru andlitin úr skólastofunum, augljós merki um gildi símenntunar fyrir okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að skrifa grein um gildi símenntunar getur hæglega hljómað eins og þurrt viðfangsefni sem ekki vekur mikla athygli. Við getum rætt mikilvægi þess að símenntun hljóti varanlegan sess sem fimmta stoðin í menntakerfinu, ávinning af námi, fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild sinni og þar fram eftir götunum.Eybjörg Helga Daníelsdóttir, lauk Menntastoðum og starfar nú hjá KPMG í Reykjanesbæ.En ótal aðrir litlir en afar merkilegir hlutir eiga sér stað í námi fullorðinna, sem vert er að veita athygli. Þess vegna vil ég beina þræðinum beint inná við, beint að hjarta símenntunar, inn í skólastofur og kaffistofuganga víðs vegar um landið. Í þessum skólastofum sitja nemendur á öllum aldri, alls staðar að úr samfélaginu og búa að alls konar mismunandi reynslu. Þeir eiga þó meira sameiginlegt en þá grunar. Það er langt síðan þeir sátu síðast í skólastofu, þeir eru margir hverjir ekki alveg vissir um hvað bíður þeirra og margir efast þeir um eigin getu og möguleika. Fyrsti dagurinn er því yfirleitt spennuþrunginn, loftið fullt af eftirvæntingu og jafnvel efablandið. Það líður þó ekki á löngu áður en fólk fer að finna sinn farveg, taka sér pláss og hafa aðeins hærra. Iða Brá Kuforiji, lauk Menntastoðum árið 2009 og stundar nú nám í Hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.Með látunum eykst sjálfstraustið smátt og smátt, sem og trú á eigin getu. Þrátt fyrir óöryggi í nýjum aðstæðum er það ætlun hvers og eins að taka skrefið og uppfylla draum, ná markmiðum sínum og efla eigin getu og möguleika. Einhvern daginn mun vegurinn leiða að nýju starfi, meira námi og nýjum tækifærum. Margir leita sérstaklega eftir því að verða betri í því sem þeir kunna nú þegar og þannig er símenntun í raun hluti af daglegu lífi okkar allra. Í símenntun felst nefnilega löngunin til þess að bæta einhverju við, verða betri og læra meira. Hlutverk og ábyrgð starfsfólks símenntunarstöðva er veigamikið og frá fyrsta degi er unnið markvisst að uppbyggingu einstaklingsins í gegnum sjálfstyrkingu, markmiðasetningu og stuðning leiðbeinenda, verkefnastjóra sem og náms- og starfsráðgjafa. Þau eru fólkið með reynsluna, fólkið sem hefur fylgst með þátttakendum, útskrift eftir útskrift og jafnvel löngu eftir það. Guðbergur Reynisson, eigandi og framkvæmdarstjóri Cargo flutninga.Á kaffistofu starfsfólks fara sögur af stoltum leiðbeinendum sem hittu fyrrum nemendur sína í háskólanum, sáu viðtal við eiganda stækkandi fyrirtækis sem stundaði Sölu- rekstrar og markaðsnám há símenntunarmiðstöð eða rákust á hjúkrunarfræðinema í vettvangsnámi sem áður hafði verið í Menntastoðum. Alls staðar í samfélaginu eru andlitin úr skólastofunum, augljós merki um gildi símenntunar fyrir okkur öll.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar