Vopnuð gleði og þakklæti Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2017 11:45 Anna Sigríður Snorradóttir er stödd í miðjum Eurovision-draumi íslenska sönghópsins og vonar að gjörvöll Evrópa falli fyrir flutningi Svölu á Paper í Kænugarði í kvöld. Hér er hún stödd í blaðamannahöll söngvakeppninnar ytra. MYND/BENEDIKT BÓAS Í kvöld stígur söngkonan og kennarinn Anna Sigríður Snorradóttir á svið í Kænugarði og syngur bakraddir í Paper með Svölu Björgvins. Undanúrslitin leggjast vel í Önnu Siggu. „Lögin í ár eru mörg grípandi og bæði tilhlökkunarefni og heiður að deila sviði með jafn hæfileikaríku fólki. Svala er fagmaður fram í fingurgóma og það er mikil nánd og góður andi í hópnum. Þessi keppni er oft óútreiknanleg en ég hef fulla trú á íslenska framlaginu. Svala er engri lík og ég er afar stolt af því að vera hluti af hópnum hennar." Mikið annríki og fögnuður ríkir í Kænugarði en Anna Sigga segir ekki þörf á að vera partíljón til að standa vaktina. „Það væri samt erfiðara að vera heimakær, kvöldsvæf eða félagsfælin í þessum aðstæðum. Dagskráin er mjög þétt en skemmtileg og hver viðburður tækifæri til að öðlast faglega reynslu, skemmtilegar minningar og jafnvel eignast nýja vini,“ segir Anna Sigga sem upplifir Eurovision sem risastóra tónlistarhátíð þar sem margir listamenn koma fram. „Fagmennskan er í hverju horni og gaman að fá innsýn í undirbúninginn, umfangið og þá miklu vinnu sem fer fram að tjaldabaki. Hér er mikið álag á aðalsöngvurunum og margir leggja ómælda vinnu í að kynna sig og framlag sitt daga, vikur og jafnvel mánuði fyrir keppni, ásamt því að leggja sig fram um að vera landi sínu og þjóð til sóma.“ Hún segir Kænugarð vera hrífandi, gróna og gullfallega borg, fulla af skemmtilega sýnilegum andstæðum. „Hér mætist gamalt og nýtt – Austur-Evrópa og Vesturlönd. Gestgjafarnir í ár láta sig öryggi keppenda varða og vilja greinilega að fólk upplifi Kænugarð sem örugga borg. Hún er verulega stór og dreifð og gaman að skoða mismunandi hluta og læra um viðburðaríka sögu hennar. Úkraínumenn bjóða upp á frábæran mat og fyrirtaks þjónustu, og fólkið er vinalegt og hjálpsamt þótt mörgum reynist það erfitt þar sem enska er fremur óalgeng hér.“ Íslenski Eurovision-hópurinn sem fór utan til Úkraínu. Anna Sigga er lengst til vinstri.MYND/Davíð Lúther SigurðarsonNemendurnir hvetjandiAnna Sigga var sex ára þegar söngferillinn hófst. Þá tók hún þátt í söngleiknum Salti söngbók en sá fágæti söngleikur hefur verið endurútgefinn á geisladisk. „Síðan hef ég sungið víða með kórum og hópum en einnig sem einsöngvari í brúðkaupum og jarðarförum. Ég tók tvisvar þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna, árin 2001 og 2002, hef verið bakrödd hjá Kaleo og Glowie og tekið þátt í mörgum tónleikum, eins og Jólatónleikum Fíladelfíu og Jólagestum Björgvins,“ segir Anna Sigga en það var einmitt á Jólagestum Björgvins sem Svala heillaðist af atriði Reykjavík Gospel Company, þar sem Anna Sigga söng undir stjórn Óskars Einarssonar. „Ég hef alltaf verið Eurovision-aðdáandi þótt ég geti ekki þulið upp sigurvegara eða topp 10 ákveðinna ára. Þetta er stærsta útsending tónlistarviðburðar í heimi og ég hef mjög gaman af keppninni. Ég vil endilega njóta hennar með öðrum í Eurovision-partíi, svo lengi sem ég næ að hlusta á lögin. Íslensku kynnarnir eru líka alltaf svo þrusufyndnir og orðheppnir að keppnin verður enn skemmtilegri fyrir vikið.“ Anna Sigga er kennari í Austurbæjarskóla og segir nemendur hafa sýnt mikinn áhuga og stuðning vegna ferðar hennar utan. „Börnin sýndu þessu mikinn skilning og mörg eru dugleg að senda mér hvatningu á SnapChat. Þriggja vikna aðskilnaður er langur tími, svo ég tali nú ekki um í lok skólaárs, en þau eru samviskusamir vinnuþjarkar og í góðum, hæfum höndum. Ég hef því engar áhyggjur af þessum elskum.“Á kyrrðarstundir í sánaEurovision er spennuþrunginn viðburður sem tekur á tilfinningaskalann og líkamlegt atgervi en Anna Sigga segist vel undirbúin. „Það er oft heilmikið álag í söngnum, að ég tali nú ekki um að fara í Eurovision sem einn af fulltrúum lands og þjóðar. Ég reyni alltaf að vera vopnuð þakklæti og gleði fyrir hvern þátt í ferlinu, sérstaklega þegar togstreita á milli söngs, atvinnu og fjölskyldu veldur of miklu álagi. Það heldur huganum skýrum, fótunum á jörðinni og hjartanu á réttum stað.“ Til að undirbúa líkama og sál tók Anna Sigga mataræðið í gegn með hjálp vinkonu sinnar og söngsystur, Hrannar Sveinsdóttur í Crossfit Reykjavík. „Orkan, léttleikinn, sjálfsaginn og líðanin sem ég uppskar af því er stórkostleg og gerði mig klára fyrir þessa mjög svo skemmtilegu törn. Þá kíki ég reglulega til Jóns Arnars á Kírópraktorstofu Íslands. Ég hugsa mikið um heilsuna og les mér mikið til en er ekki alltaf jafn dugleg að framkvæma. Ég tek lýsi, omega 3, vítamín og AB-gerla og reyni að koma inn hreyfingu og teygjum þótt dagskráin sé stundum fáránlega þétt. Ég er ferlegur vökustaur og gleymi oft að drekka nóg vatn en það eru bara sóknarfæri í minni vegferð. Ég nota síðan teygjur, nuddrúllu og nuddbolta mikið fyrir þreytta vöðva.“ Til að hvíla sig á áreitinu í Eurovision hefur bakraddahópurinn verið duglegur að taka söngæfingar inni á hótelherbergi og daglegar WOD-æfingar. „Mér finnst gott að fá næði og vera ein með sjálfri mér en það gefst lítill tími til þess hér. Ég hef þó skellt mér nokkrum sinnum í sána og átt þar kyrrðarstund,“ segir Anna Sigga.Snappar frá KænugarðiAnna Sigga kveðst ekki verða tapsár ef Ísland fer ekki áfram í kvöld. „Alls ekki. Öll þessi reynsla er ávinningur fyrir mig, hvernig sem fer. Mér finnst Svala þó eiga fullt erindi í úrslitin og þætti að sjálfsögðu svekkjandi ef Evrópa væri ekki sammála mér.“ En verður hún fegin því að koma heim eða reiknar hún með fráhvarfseinkennum eftir keppnina í Kænugarði? „Ég lifi mjög innihaldsríku lífi með eiginmanni og börnum svo það verður alltaf gott að komast í raunheima. Ég mun þó án efa lifa svolítið á minningunum um þetta svakalega skemmtilega ferðalag sem Söngvakeppnin heima og Eurovision hafa verið. Það verður ef til vill skrýtnast að minnka viðveruna á SnapChat en ég hef verið þar undir songvannasigga og snappað frá ferðinni. Það eru allir velkomnir að kíkja með mér í ferðalagið þar inn á og njóta þess sem eftir er af því.“ Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
Í kvöld stígur söngkonan og kennarinn Anna Sigríður Snorradóttir á svið í Kænugarði og syngur bakraddir í Paper með Svölu Björgvins. Undanúrslitin leggjast vel í Önnu Siggu. „Lögin í ár eru mörg grípandi og bæði tilhlökkunarefni og heiður að deila sviði með jafn hæfileikaríku fólki. Svala er fagmaður fram í fingurgóma og það er mikil nánd og góður andi í hópnum. Þessi keppni er oft óútreiknanleg en ég hef fulla trú á íslenska framlaginu. Svala er engri lík og ég er afar stolt af því að vera hluti af hópnum hennar." Mikið annríki og fögnuður ríkir í Kænugarði en Anna Sigga segir ekki þörf á að vera partíljón til að standa vaktina. „Það væri samt erfiðara að vera heimakær, kvöldsvæf eða félagsfælin í þessum aðstæðum. Dagskráin er mjög þétt en skemmtileg og hver viðburður tækifæri til að öðlast faglega reynslu, skemmtilegar minningar og jafnvel eignast nýja vini,“ segir Anna Sigga sem upplifir Eurovision sem risastóra tónlistarhátíð þar sem margir listamenn koma fram. „Fagmennskan er í hverju horni og gaman að fá innsýn í undirbúninginn, umfangið og þá miklu vinnu sem fer fram að tjaldabaki. Hér er mikið álag á aðalsöngvurunum og margir leggja ómælda vinnu í að kynna sig og framlag sitt daga, vikur og jafnvel mánuði fyrir keppni, ásamt því að leggja sig fram um að vera landi sínu og þjóð til sóma.“ Hún segir Kænugarð vera hrífandi, gróna og gullfallega borg, fulla af skemmtilega sýnilegum andstæðum. „Hér mætist gamalt og nýtt – Austur-Evrópa og Vesturlönd. Gestgjafarnir í ár láta sig öryggi keppenda varða og vilja greinilega að fólk upplifi Kænugarð sem örugga borg. Hún er verulega stór og dreifð og gaman að skoða mismunandi hluta og læra um viðburðaríka sögu hennar. Úkraínumenn bjóða upp á frábæran mat og fyrirtaks þjónustu, og fólkið er vinalegt og hjálpsamt þótt mörgum reynist það erfitt þar sem enska er fremur óalgeng hér.“ Íslenski Eurovision-hópurinn sem fór utan til Úkraínu. Anna Sigga er lengst til vinstri.MYND/Davíð Lúther SigurðarsonNemendurnir hvetjandiAnna Sigga var sex ára þegar söngferillinn hófst. Þá tók hún þátt í söngleiknum Salti söngbók en sá fágæti söngleikur hefur verið endurútgefinn á geisladisk. „Síðan hef ég sungið víða með kórum og hópum en einnig sem einsöngvari í brúðkaupum og jarðarförum. Ég tók tvisvar þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna, árin 2001 og 2002, hef verið bakrödd hjá Kaleo og Glowie og tekið þátt í mörgum tónleikum, eins og Jólatónleikum Fíladelfíu og Jólagestum Björgvins,“ segir Anna Sigga en það var einmitt á Jólagestum Björgvins sem Svala heillaðist af atriði Reykjavík Gospel Company, þar sem Anna Sigga söng undir stjórn Óskars Einarssonar. „Ég hef alltaf verið Eurovision-aðdáandi þótt ég geti ekki þulið upp sigurvegara eða topp 10 ákveðinna ára. Þetta er stærsta útsending tónlistarviðburðar í heimi og ég hef mjög gaman af keppninni. Ég vil endilega njóta hennar með öðrum í Eurovision-partíi, svo lengi sem ég næ að hlusta á lögin. Íslensku kynnarnir eru líka alltaf svo þrusufyndnir og orðheppnir að keppnin verður enn skemmtilegri fyrir vikið.“ Anna Sigga er kennari í Austurbæjarskóla og segir nemendur hafa sýnt mikinn áhuga og stuðning vegna ferðar hennar utan. „Börnin sýndu þessu mikinn skilning og mörg eru dugleg að senda mér hvatningu á SnapChat. Þriggja vikna aðskilnaður er langur tími, svo ég tali nú ekki um í lok skólaárs, en þau eru samviskusamir vinnuþjarkar og í góðum, hæfum höndum. Ég hef því engar áhyggjur af þessum elskum.“Á kyrrðarstundir í sánaEurovision er spennuþrunginn viðburður sem tekur á tilfinningaskalann og líkamlegt atgervi en Anna Sigga segist vel undirbúin. „Það er oft heilmikið álag í söngnum, að ég tali nú ekki um að fara í Eurovision sem einn af fulltrúum lands og þjóðar. Ég reyni alltaf að vera vopnuð þakklæti og gleði fyrir hvern þátt í ferlinu, sérstaklega þegar togstreita á milli söngs, atvinnu og fjölskyldu veldur of miklu álagi. Það heldur huganum skýrum, fótunum á jörðinni og hjartanu á réttum stað.“ Til að undirbúa líkama og sál tók Anna Sigga mataræðið í gegn með hjálp vinkonu sinnar og söngsystur, Hrannar Sveinsdóttur í Crossfit Reykjavík. „Orkan, léttleikinn, sjálfsaginn og líðanin sem ég uppskar af því er stórkostleg og gerði mig klára fyrir þessa mjög svo skemmtilegu törn. Þá kíki ég reglulega til Jóns Arnars á Kírópraktorstofu Íslands. Ég hugsa mikið um heilsuna og les mér mikið til en er ekki alltaf jafn dugleg að framkvæma. Ég tek lýsi, omega 3, vítamín og AB-gerla og reyni að koma inn hreyfingu og teygjum þótt dagskráin sé stundum fáránlega þétt. Ég er ferlegur vökustaur og gleymi oft að drekka nóg vatn en það eru bara sóknarfæri í minni vegferð. Ég nota síðan teygjur, nuddrúllu og nuddbolta mikið fyrir þreytta vöðva.“ Til að hvíla sig á áreitinu í Eurovision hefur bakraddahópurinn verið duglegur að taka söngæfingar inni á hótelherbergi og daglegar WOD-æfingar. „Mér finnst gott að fá næði og vera ein með sjálfri mér en það gefst lítill tími til þess hér. Ég hef þó skellt mér nokkrum sinnum í sána og átt þar kyrrðarstund,“ segir Anna Sigga.Snappar frá KænugarðiAnna Sigga kveðst ekki verða tapsár ef Ísland fer ekki áfram í kvöld. „Alls ekki. Öll þessi reynsla er ávinningur fyrir mig, hvernig sem fer. Mér finnst Svala þó eiga fullt erindi í úrslitin og þætti að sjálfsögðu svekkjandi ef Evrópa væri ekki sammála mér.“ En verður hún fegin því að koma heim eða reiknar hún með fráhvarfseinkennum eftir keppnina í Kænugarði? „Ég lifi mjög innihaldsríku lífi með eiginmanni og börnum svo það verður alltaf gott að komast í raunheima. Ég mun þó án efa lifa svolítið á minningunum um þetta svakalega skemmtilega ferðalag sem Söngvakeppnin heima og Eurovision hafa verið. Það verður ef til vill skrýtnast að minnka viðveruna á SnapChat en ég hef verið þar undir songvannasigga og snappað frá ferðinni. Það eru allir velkomnir að kíkja með mér í ferðalagið þar inn á og njóta þess sem eftir er af því.“
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira