Amerískur fótbolti með stórveldi í Stokkhólmi Benedikt Bóas skrifar 24. apríl 2017 07:00 Nikulás Snær Magnússon í búningi Stockholm Mean Machine eftir æfingu í Svíþjóð. Mynd/Nikulás Snær „Ég fer út 29. apríl, tímabilið byrjaði reyndar um miðjan mánuðinn en það þurfti að finna starfsmann í staðinn fyrir mig í Laugarnesskóla þar sem ég vinn sem stuðningsfulltrúi og skólaliði þannig að ég frestaði brottförinni,“ segir hinn 22 ára gamli Nikulás Snær Magnússon sem hefur samið við sigursælasta lið Svíþjóðar í amerískum fótbolta, Stockholm Mean Machines. Nikulás hefur æft amerískan fótbolta með Einherjum síðan 2014 en fylgst með síðan hann var um fimm ára aldurinn. „Pabbi horfði á NFL og ég var meira að kasta amerískum fótbolta en að sparka í venjulegan fótbolta. Við fylgjumst vel með Denver Broncos, það er okkar lið. Ég hef verið mikill aðdáandi síðan ég fékk fyrstu treyjuna mína af John Elway, leikstjórnanda Broncos, 1998.“ Nokkrir liðsfélagar hans hafa farið út til Noregs að æfa en Nikulás vildi meira. Hann skoðaði því félög í Evrópu þar sem amerískur fótbolti er töluvert vinsæll. Eftir að hafa lesið sér til um Mean Machines liðið fór hann til reynslu í mars. Vildu þeir ólmir semja við hann í kjölfarið. „Ég spila svokallaðan „linebacker“. Það er varnarmaðurinn fyrir aftan varnarlínuna og er stundum kallaður leikstjórnandinn í vörninni,“ segir Nikulás. „Mér líst mjög vel á þetta ævintýri og vonandi er þetta bara byrjunin á einhverju stærra.“ Nikulás hefur grunn úr knattspyrnu en hann stóð í marki með Blikum og Val í yngri flokkum og spilaði með Hamri í 2 ár í meistaraflokki. Hann segir að það sé fátt betra en að verja víti en amerískur fótbolti reyni meira á. „Ég hef spilað fótbolta síðan ég var sex ára og ég mun alltaf halda áfram í boltanum á meðan það er pása hjá Einherjum. Þegar maður ver víti, það er geggjuð tilfinning, en þetta er líkamlega erfiðara,“ segir Nikulás sem kveður draum vera að rætast með því að semja við stórliðið frá Stokkhólmi. „Það er einn annar úr Einherjum að fara líka út í sumar en þetta er algjör draumur – og búinn að vera mjög lengi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira
„Ég fer út 29. apríl, tímabilið byrjaði reyndar um miðjan mánuðinn en það þurfti að finna starfsmann í staðinn fyrir mig í Laugarnesskóla þar sem ég vinn sem stuðningsfulltrúi og skólaliði þannig að ég frestaði brottförinni,“ segir hinn 22 ára gamli Nikulás Snær Magnússon sem hefur samið við sigursælasta lið Svíþjóðar í amerískum fótbolta, Stockholm Mean Machines. Nikulás hefur æft amerískan fótbolta með Einherjum síðan 2014 en fylgst með síðan hann var um fimm ára aldurinn. „Pabbi horfði á NFL og ég var meira að kasta amerískum fótbolta en að sparka í venjulegan fótbolta. Við fylgjumst vel með Denver Broncos, það er okkar lið. Ég hef verið mikill aðdáandi síðan ég fékk fyrstu treyjuna mína af John Elway, leikstjórnanda Broncos, 1998.“ Nokkrir liðsfélagar hans hafa farið út til Noregs að æfa en Nikulás vildi meira. Hann skoðaði því félög í Evrópu þar sem amerískur fótbolti er töluvert vinsæll. Eftir að hafa lesið sér til um Mean Machines liðið fór hann til reynslu í mars. Vildu þeir ólmir semja við hann í kjölfarið. „Ég spila svokallaðan „linebacker“. Það er varnarmaðurinn fyrir aftan varnarlínuna og er stundum kallaður leikstjórnandinn í vörninni,“ segir Nikulás. „Mér líst mjög vel á þetta ævintýri og vonandi er þetta bara byrjunin á einhverju stærra.“ Nikulás hefur grunn úr knattspyrnu en hann stóð í marki með Blikum og Val í yngri flokkum og spilaði með Hamri í 2 ár í meistaraflokki. Hann segir að það sé fátt betra en að verja víti en amerískur fótbolti reyni meira á. „Ég hef spilað fótbolta síðan ég var sex ára og ég mun alltaf halda áfram í boltanum á meðan það er pása hjá Einherjum. Þegar maður ver víti, það er geggjuð tilfinning, en þetta er líkamlega erfiðara,“ segir Nikulás sem kveður draum vera að rætast með því að semja við stórliðið frá Stokkhólmi. „Það er einn annar úr Einherjum að fara líka út í sumar en þetta er algjör draumur – og búinn að vera mjög lengi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira