Plast í vegagerð framtíðin? Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. apríl 2017 19:00 vísir/pjetur Plast gæti verið framtíðin í vegagerð á Íslandi en með því að nota það gætu sparast hundruð milljóna í vegagerð. Rannsóknastjóri verkefnisins segir svo miklu plasti hent á Íslandi að aðeins hluti þess myndi geta byggt upp allt vegakerfið á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er uppsöfnuð þörf til viðhalds á vegakerfi landsins um sextíu milljarðar. Íslenskt fyrirtæki vinnu nú að því að finna fram sparnaðarleiðir í þessum efnum en það er að nota útgangsplast til þess að búa til vegi á Íslandi. Fyrirtækið heitir ReSource International og í verkefnum sínum leggur það fram nýjar aðferðir í umhverfisþekkingu og endurnýtingu auðlinda. Fyrirtækið hefur fengið styrk frá Vegagerðinni til þess að kanna möguleikann á nýtingu plastsins til vegagerðar en rannsóknir hafa staðið yfir síðast liðið ár. Þessi aðferð er notuð annars staðar í heiminum, til dæmis á Indlandi en þar í landi eru um fimm þúsund kílómetrar vegakerfisins unnir á hverju ári með endannýtanlegu plasti. „Við fengum staðfestingu í dag um að við gætum rannsakað þetta frekar. Sorpa styrkir nokkra meistaranema til að vinna að verkefninu og gera heildarprófanir á þessu. Rannsóknarstofutilraunir fara fram og vonandi leggjum við líka vegspotta í tilraunaskyni til að prófa hugmyndina hér því hér eru aðrar aðstæður en annars staðar í heiminum.“ segir Jamie McQuilkin, rannsóknastjóri verkefnisins. En það vakna spurningar eins og hvernig plastið kemur til með að virka hér á landi en veðrabrigðin hér á landi og í Indlandi eru ansi ólík. „Ég tel að þetta muni bæta ástandið hér að vetri til því lausnin mun draga úr holuskemmdum samkvæmt niðurstöðum í vísindagreinum um efnið. Eins og allir sem aka á Íslandi vita leiða holuskemmdir á vegum til söfnunar vatns, hættulegra aðstæðna og útafaksturs þegar bílar fljóta upp. Þetta mun styrkja vegina og verða til góðs,“ segir Jamie. Innan tíðar gætum við farið að sjá fyrsta vegkaflann sem byggður er upp með endurnýtanlegu plasti. „Eftir 1-2 ár verða tilraunavegir lagðir og við rannsökum hvað gerist í raun við íslenskar aðstæður. Við getum tætt niður úrgangsplast og nýtt hið gífurlega magn ýmissa plasttegunda sem er oft brennt eða fer í landfyllingar. Hugsanlega má nýta þúsundir tonna. Um þessar mundir falla til yfir þúsund tonn af plasti á Íslandi sem gætu nýst í verkefnið, meira en fyrir allt vegakerfið,“ segir Jamie Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Plast gæti verið framtíðin í vegagerð á Íslandi en með því að nota það gætu sparast hundruð milljóna í vegagerð. Rannsóknastjóri verkefnisins segir svo miklu plasti hent á Íslandi að aðeins hluti þess myndi geta byggt upp allt vegakerfið á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er uppsöfnuð þörf til viðhalds á vegakerfi landsins um sextíu milljarðar. Íslenskt fyrirtæki vinnu nú að því að finna fram sparnaðarleiðir í þessum efnum en það er að nota útgangsplast til þess að búa til vegi á Íslandi. Fyrirtækið heitir ReSource International og í verkefnum sínum leggur það fram nýjar aðferðir í umhverfisþekkingu og endurnýtingu auðlinda. Fyrirtækið hefur fengið styrk frá Vegagerðinni til þess að kanna möguleikann á nýtingu plastsins til vegagerðar en rannsóknir hafa staðið yfir síðast liðið ár. Þessi aðferð er notuð annars staðar í heiminum, til dæmis á Indlandi en þar í landi eru um fimm þúsund kílómetrar vegakerfisins unnir á hverju ári með endannýtanlegu plasti. „Við fengum staðfestingu í dag um að við gætum rannsakað þetta frekar. Sorpa styrkir nokkra meistaranema til að vinna að verkefninu og gera heildarprófanir á þessu. Rannsóknarstofutilraunir fara fram og vonandi leggjum við líka vegspotta í tilraunaskyni til að prófa hugmyndina hér því hér eru aðrar aðstæður en annars staðar í heiminum.“ segir Jamie McQuilkin, rannsóknastjóri verkefnisins. En það vakna spurningar eins og hvernig plastið kemur til með að virka hér á landi en veðrabrigðin hér á landi og í Indlandi eru ansi ólík. „Ég tel að þetta muni bæta ástandið hér að vetri til því lausnin mun draga úr holuskemmdum samkvæmt niðurstöðum í vísindagreinum um efnið. Eins og allir sem aka á Íslandi vita leiða holuskemmdir á vegum til söfnunar vatns, hættulegra aðstæðna og útafaksturs þegar bílar fljóta upp. Þetta mun styrkja vegina og verða til góðs,“ segir Jamie. Innan tíðar gætum við farið að sjá fyrsta vegkaflann sem byggður er upp með endurnýtanlegu plasti. „Eftir 1-2 ár verða tilraunavegir lagðir og við rannsökum hvað gerist í raun við íslenskar aðstæður. Við getum tætt niður úrgangsplast og nýtt hið gífurlega magn ýmissa plasttegunda sem er oft brennt eða fer í landfyllingar. Hugsanlega má nýta þúsundir tonna. Um þessar mundir falla til yfir þúsund tonn af plasti á Íslandi sem gætu nýst í verkefnið, meira en fyrir allt vegakerfið,“ segir Jamie
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira