Ekkert eyðslufyllerí fram undan Snærós Sindradóttir skrifar 28. apríl 2017 07:00 Afkoma A- hluta Reykjavíkurborgar er jákvæð um 2,6 milljarða króna. Það nægir þó ekki fyrir skuldum og nýframkvæmdum. vísir/gva „Þetta er ekki nóg til að borga af lánum og nýfjárfestingum. Það þarf að taka um þriggja milljarða króna lán að auki,“ segir Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, um rekstur Reykjavíkurborgar. Ársreikningur borgarinnar var kynntur í gær en þar kemur fram að samtals skilar borgin jákvæðum rekstri upp á 26,5 milljarða króna. Rekstri Reykjavíkurborgar er skipt í A- og B-hluta. A-hlutinn fjármagnar alla grunnþjónustu borgarinnar með skatttekjum. B-hlutinn hýsir fyrirtæki borgarinnar en sum þeirra greiða Reykjavíkurborg arð. Það sem útskýrir mikla tekjuaukningu þar er til að mynda gífurleg hækkun fasteignaverðs á þeim um það bil 2.000 eignum sem Félagsbústaðir eiga. Mismunurinn reiknast sem hagnaður.Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.vísir/pjeturRekstrarniðurstaða A-hlutans er aftur á móti jákvæð um 2,6 milljarða króna. Tekjurnar hafa aukist vegna hærri fasteignagjalda og hærri launa íbúa sem skilar sér í hærra útsvari til borgarinnar. En 2,6 milljarðar króna nægja ekki til að stórauka fjárframlög til grunnþjónustu eða snúa stöðunni við. „Það stefnir í að skuldir haldi áfram að aukast til 2020, því 2,6 milljarðar er ekki nóg til að borga afborganir lána og ráðast í nýframkvæmdir,“ segir Halldór. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að því miður sé afgangurinn ekki nægur til að taka til hendinni í borginni. „Við erum að minnsta kosti ekki að fara að byggja vatnagarð eða vísindasafn. En það gefst smá svigrúm til að auka þjónustuna. Þetta þýðir að það er meiri peningur í það sem þarf að bæta.“Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina.vísir/anton brinkLíf segir að aukinn afgangur komi þó ekki einungis til vegna bókhaldshagnaðar. Stefna meirihlutans skipti þar líka miklu máli. „Við höfum sýnt ráðdeild og sparað við okkur. Það er ástæðan fyrir því að við erum að skila afgangi.“ Hún segir samt mikilvægt að halda aðhaldinu áfram. „Við sýnum áfram ráðdeild og aðhald. Mér finnst persónulega of mikið sáldrast út og við þurfum að rýna betur í hverja krónu sem við eyðum og átta okkur á hvort það séu raunverulega peningarnir sem auka þjónustuna eða hvort það sé eitthvað annað sem mun gera það.“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, segir jákvætt að niðurstaðan sé mun betri en verið hefur undanfarin ár. „Nú er komið að þeim tímapunkti að við þurfum að sinna viðhaldi á eignum borgarinnar. Niðurstaðan þýðir að það er meira svigrúm. Vonandi getum við farið að auka fjármagnið inn í þessa liði grunnþjónustunnar sem eru fyrst og fremst velferðarmálin og menntamálin. En ef við vanrækjum viðhaldið þá verður það alltaf dýrara þegar upp er staðið.“ Hún segir að svigrúmið sem skapist þurfi því að fara í viðhald og velferð. „Við verðum að minnka biðlistana eftir félagslegum úrræðum meira en við höfum getað gert.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
„Þetta er ekki nóg til að borga af lánum og nýfjárfestingum. Það þarf að taka um þriggja milljarða króna lán að auki,“ segir Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, um rekstur Reykjavíkurborgar. Ársreikningur borgarinnar var kynntur í gær en þar kemur fram að samtals skilar borgin jákvæðum rekstri upp á 26,5 milljarða króna. Rekstri Reykjavíkurborgar er skipt í A- og B-hluta. A-hlutinn fjármagnar alla grunnþjónustu borgarinnar með skatttekjum. B-hlutinn hýsir fyrirtæki borgarinnar en sum þeirra greiða Reykjavíkurborg arð. Það sem útskýrir mikla tekjuaukningu þar er til að mynda gífurleg hækkun fasteignaverðs á þeim um það bil 2.000 eignum sem Félagsbústaðir eiga. Mismunurinn reiknast sem hagnaður.Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.vísir/pjeturRekstrarniðurstaða A-hlutans er aftur á móti jákvæð um 2,6 milljarða króna. Tekjurnar hafa aukist vegna hærri fasteignagjalda og hærri launa íbúa sem skilar sér í hærra útsvari til borgarinnar. En 2,6 milljarðar króna nægja ekki til að stórauka fjárframlög til grunnþjónustu eða snúa stöðunni við. „Það stefnir í að skuldir haldi áfram að aukast til 2020, því 2,6 milljarðar er ekki nóg til að borga afborganir lána og ráðast í nýframkvæmdir,“ segir Halldór. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að því miður sé afgangurinn ekki nægur til að taka til hendinni í borginni. „Við erum að minnsta kosti ekki að fara að byggja vatnagarð eða vísindasafn. En það gefst smá svigrúm til að auka þjónustuna. Þetta þýðir að það er meiri peningur í það sem þarf að bæta.“Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina.vísir/anton brinkLíf segir að aukinn afgangur komi þó ekki einungis til vegna bókhaldshagnaðar. Stefna meirihlutans skipti þar líka miklu máli. „Við höfum sýnt ráðdeild og sparað við okkur. Það er ástæðan fyrir því að við erum að skila afgangi.“ Hún segir samt mikilvægt að halda aðhaldinu áfram. „Við sýnum áfram ráðdeild og aðhald. Mér finnst persónulega of mikið sáldrast út og við þurfum að rýna betur í hverja krónu sem við eyðum og átta okkur á hvort það séu raunverulega peningarnir sem auka þjónustuna eða hvort það sé eitthvað annað sem mun gera það.“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, segir jákvætt að niðurstaðan sé mun betri en verið hefur undanfarin ár. „Nú er komið að þeim tímapunkti að við þurfum að sinna viðhaldi á eignum borgarinnar. Niðurstaðan þýðir að það er meira svigrúm. Vonandi getum við farið að auka fjármagnið inn í þessa liði grunnþjónustunnar sem eru fyrst og fremst velferðarmálin og menntamálin. En ef við vanrækjum viðhaldið þá verður það alltaf dýrara þegar upp er staðið.“ Hún segir að svigrúmið sem skapist þurfi því að fara í viðhald og velferð. „Við verðum að minnka biðlistana eftir félagslegum úrræðum meira en við höfum getað gert.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira