Telja háspennulínu yfir hálendið óþarfa Svavar Hávarðsson skrifar 5. apríl 2017 07:00 Málið hefur verið afar umdeilt um árabil og kannski síðast vegna umræðunnar um hálendisþjóðgarð. vísir/vilhelm Innan Orkuveitu Reykjavíkur er það dregið stórlega í efa að leggja þurfi háspennulínu yfir hálendið, eða styrkja byggðalínuna, vegna rafbílavæðingar. Mjög er dregið í efa að leggja þurfi hálendislínu yfirhöfuð, og alveg örugglega ekki í nánustu framtíð. Þessi skoðun gengur þvert á mat Landsnets um þörf á uppbyggingu dreifikerfisins. Þetta kom fram í máli Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, á ársfundi fyrirtækisins á mánudag. Bjarni var þar að fjalla um rafbílavæðingu framtíðarinnar, en gerði að umtalsefni hvernig raforkukerfið er byggt upp í því samhengi. Hann sagði að styrkja þyrfti raforkukerfið á Norðurlandi og Austurlandi – þar hafi vandi verið mikill lengi við að tengja saman Fljótsdalsstöð [Kárahnjúka] og jarðhitasvæðin fyrir norðan, og hugsanlega Blöndu. Þegar það væri búið væri komið þúsund megavatta kerfi sem væri sterk blanda af jarðgufu og vatnsafli sem væri æskilegt. Það kerfi myndi fullnægja þörfum þessa víðfeðma svæðis á flestan hátt. Á Suðvesturlandi væri kerfið 2.000 megavött og mjög góð blanda af vatnsafli og jarðvarma – og flestum ef ekki öllum þörfum svæðisins fullnægt til næstu ára. „Þetta þýðir að engin þörf er fyrir hálendislínu – vegna rafbíla – og engin þörf á styrkingu byggðalínu meðfram ströndum heldur. Við drögum líka í efa að hálendislínu sé þörf yfirhöfuð á næstu árum. Hugsanlega þegar til lengri tíma er horft, en það er alls ekki komið að því að okkar mati í Orkuveitunni,“ sagði Bjarni og bætti við að ítrekað hefðu verið sendar umsagnir þessa efnis til Orkustofnunar og Landsnets þar sem þessari skoðun hafi verið lýst. Bjarni, sem er fyrrverandi stjórnarformaður Samorku, lýsir hér skoðun sem gengur þvert á mat Landsnets sem hefur um árabil sagt að lína um Sprengisand sé mikilvægur hlekkur í því að styrkja raforkukerfið.Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri LandsnetsGuðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir aðspurður um þessa sýn Orkuveitunnar, sem er einn eigenda Landsnets, að hann sé henni ekki fyllilega sammála. Við fengum 200 athugasemdir við kerfisáætlunina sem margar voru jákvæðar – tveir af viðskiptavinum Landsnets gerðu hins vegar athugasemdir við áform um styrkingu byggðalínunnar, Norðurál og Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtæki hennar. Guðmundur Ingi segir það skýrt sem kemur fram í kerfisáætluninni hvað verið sé að leggja til; fyrst skuli tengja Norðurland og Austurland, en þetta kom skýrt fram í máli Guðmundar Inga á ársfundi Landsnets í gær. „Við erum einfaldlega þeirrar skoðunar að það sé nauðsynlegt að tengja saman landshlutana, og að það sé umhverfisvænsta lausnin. Ef það er ekki gert þá eru tveir ágallar; nýting virkjananna verður áfram ekki nægilega góð. Við erum þá að fórna vissum umhverfisgæðum en ekki nýta þau til fulls. Áfram verður orkusóun í kerfinu. Í öðru lagi yrðu öryggismálin ekki nægjanlega góð. Við verðum að geta brugðist við og flutt orku á milli landshluta þegar frávik verða í náttúrunni og náttúruhamförum. Þetta verður að gera í sátt við markaðinn og fólkið í landinu svo orkan verði samkeppnishæf,“ segir Guðmundur Ingi og bætir við að engin efnisleg rök hafi breytt þessari skoðun Landsnets, en fjárhagsleg rök séu skoðuð alvarlega enda um tugmilljarða fjárfestingar að ræða. Í umsögn Orku náttúrunnar við kerfisáætlun Landsnets er fjallað um að í nágrannalöndum hefur verið farin sú leið að skipta upp löndum í verðsvæði raforku eftir flutningsgetu. Eru Svíþjóð og Noregur nefnd í því samhengi. ON leggur til Landsnet skoði þetta, að tvær „orkueyjur“ verði til sem standi sjálfstæðar og óþarft sé að tengja. Guðmundur Ingi segir þetta ekki einfalt mál. „Þetta er að einhverju leyti afturhvarf um nokkra áratugi þar sem tilgangur byggðalínunnar á sínum tíma var að tengja landið saman í eitt kerfi. Í nágrannalöndunum leggja menn allt kapp á að tengja saman orkukerfin til að auka öryggið, hagkvæmni og auðvelda aðgengi hreinna orkugjafa að kerfinu. Á Íslandi er raforkumarkaðurinn afar smár og vandkvæðum bundið að mynda gagnsætt orkuverð. Svæðisskipting af þessu tagi myndi torvelda það,“ segir Guðmundur Ingi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Innan Orkuveitu Reykjavíkur er það dregið stórlega í efa að leggja þurfi háspennulínu yfir hálendið, eða styrkja byggðalínuna, vegna rafbílavæðingar. Mjög er dregið í efa að leggja þurfi hálendislínu yfirhöfuð, og alveg örugglega ekki í nánustu framtíð. Þessi skoðun gengur þvert á mat Landsnets um þörf á uppbyggingu dreifikerfisins. Þetta kom fram í máli Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, á ársfundi fyrirtækisins á mánudag. Bjarni var þar að fjalla um rafbílavæðingu framtíðarinnar, en gerði að umtalsefni hvernig raforkukerfið er byggt upp í því samhengi. Hann sagði að styrkja þyrfti raforkukerfið á Norðurlandi og Austurlandi – þar hafi vandi verið mikill lengi við að tengja saman Fljótsdalsstöð [Kárahnjúka] og jarðhitasvæðin fyrir norðan, og hugsanlega Blöndu. Þegar það væri búið væri komið þúsund megavatta kerfi sem væri sterk blanda af jarðgufu og vatnsafli sem væri æskilegt. Það kerfi myndi fullnægja þörfum þessa víðfeðma svæðis á flestan hátt. Á Suðvesturlandi væri kerfið 2.000 megavött og mjög góð blanda af vatnsafli og jarðvarma – og flestum ef ekki öllum þörfum svæðisins fullnægt til næstu ára. „Þetta þýðir að engin þörf er fyrir hálendislínu – vegna rafbíla – og engin þörf á styrkingu byggðalínu meðfram ströndum heldur. Við drögum líka í efa að hálendislínu sé þörf yfirhöfuð á næstu árum. Hugsanlega þegar til lengri tíma er horft, en það er alls ekki komið að því að okkar mati í Orkuveitunni,“ sagði Bjarni og bætti við að ítrekað hefðu verið sendar umsagnir þessa efnis til Orkustofnunar og Landsnets þar sem þessari skoðun hafi verið lýst. Bjarni, sem er fyrrverandi stjórnarformaður Samorku, lýsir hér skoðun sem gengur þvert á mat Landsnets sem hefur um árabil sagt að lína um Sprengisand sé mikilvægur hlekkur í því að styrkja raforkukerfið.Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri LandsnetsGuðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir aðspurður um þessa sýn Orkuveitunnar, sem er einn eigenda Landsnets, að hann sé henni ekki fyllilega sammála. Við fengum 200 athugasemdir við kerfisáætlunina sem margar voru jákvæðar – tveir af viðskiptavinum Landsnets gerðu hins vegar athugasemdir við áform um styrkingu byggðalínunnar, Norðurál og Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtæki hennar. Guðmundur Ingi segir það skýrt sem kemur fram í kerfisáætluninni hvað verið sé að leggja til; fyrst skuli tengja Norðurland og Austurland, en þetta kom skýrt fram í máli Guðmundar Inga á ársfundi Landsnets í gær. „Við erum einfaldlega þeirrar skoðunar að það sé nauðsynlegt að tengja saman landshlutana, og að það sé umhverfisvænsta lausnin. Ef það er ekki gert þá eru tveir ágallar; nýting virkjananna verður áfram ekki nægilega góð. Við erum þá að fórna vissum umhverfisgæðum en ekki nýta þau til fulls. Áfram verður orkusóun í kerfinu. Í öðru lagi yrðu öryggismálin ekki nægjanlega góð. Við verðum að geta brugðist við og flutt orku á milli landshluta þegar frávik verða í náttúrunni og náttúruhamförum. Þetta verður að gera í sátt við markaðinn og fólkið í landinu svo orkan verði samkeppnishæf,“ segir Guðmundur Ingi og bætir við að engin efnisleg rök hafi breytt þessari skoðun Landsnets, en fjárhagsleg rök séu skoðuð alvarlega enda um tugmilljarða fjárfestingar að ræða. Í umsögn Orku náttúrunnar við kerfisáætlun Landsnets er fjallað um að í nágrannalöndum hefur verið farin sú leið að skipta upp löndum í verðsvæði raforku eftir flutningsgetu. Eru Svíþjóð og Noregur nefnd í því samhengi. ON leggur til Landsnet skoði þetta, að tvær „orkueyjur“ verði til sem standi sjálfstæðar og óþarft sé að tengja. Guðmundur Ingi segir þetta ekki einfalt mál. „Þetta er að einhverju leyti afturhvarf um nokkra áratugi þar sem tilgangur byggðalínunnar á sínum tíma var að tengja landið saman í eitt kerfi. Í nágrannalöndunum leggja menn allt kapp á að tengja saman orkukerfin til að auka öryggið, hagkvæmni og auðvelda aðgengi hreinna orkugjafa að kerfinu. Á Íslandi er raforkumarkaðurinn afar smár og vandkvæðum bundið að mynda gagnsætt orkuverð. Svæðisskipting af þessu tagi myndi torvelda það,“ segir Guðmundur Ingi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira