Alþjóðlegur heilbrigðisdagur gegn þunglyndi Óttar Proppé skrifar 7. apríl 2017 07:00 „Þunglyndi! Tölum um það.“ Þetta eru skilaboð Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á alþjóðaheilbrigðisdeginum 7. apríl sem að þessu sinni er helgaður þunglyndi og hvernig við getum spornað við þunglyndi og bætt aðstæður þeirra sem við það glíma. Þunglyndi er ein af meginorsökum vanheilsu fólks og örorku um allan heim. WHO áætlar að yfir 300 milljónir manna eigi við þunglyndi að etja og að hlutfall þunglyndra hafi jafnframt hækkað um rúm 18% á árabilinu 2005 – 2015. Í ljósi þessarar alvarlegu stöðu hefur WHO ákveðið að efna til herferðar sem standa mun í heilt ár, undir yfirskriftinni: „Depression: let´s talk.“ Ég mæli með því að við gerum eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur til. Tölum um þunglyndi, reynum að sporna við þunglyndi og styðjum þá sem þjást af því til að öðlast betra líf með viðeigandi úrræðum og þjónustu. Hér á landi hefur margt verið gert til að opna umræðuna um þennan illvíga sjúkdóm sem svo lengi var þolendum og aðstandendum þeirra mikið feimnismál. Það hefur átt sér stað vitundarvakning, sem gerir það að verkum að fólk hefur opnað sig og ræðir nú opinskátt um veikindi sín. Slík umræða eyðir fordómum og opnar jafnframt augu almennings og ráðamanna fyrir því hve mikilvægt er fyrir samfélagið allt að þessi mál séu tekin alvarlega. Eins og fram kemur í sáttmála ríkisstjórnarinnar og í nýrri fjármálaáætlun hennar er áhersla lögð á að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, m.a. með fjölgun sálfræðinga í heilsugæslunni og með aðgerðum til að stytta bið eftir þjónustu göngudeildar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Við búum að því að eiga þingsályktun um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára sem samþykkt var á Alþingi á liðnu ári. Þar eru sett skýr markmið og áætlanir sem fylgja þarf fast eftir. Aukin vellíðan, betri geðheilsa landsmanna og virkari samfélagsþátttaka þeirra sem glíma við geðraskanir til skemmri eða lengri tíma, óháð búsetu er meginmarkmið þingsályktunarinnar. Að baki slíkri stefnu eigum við öll að geta staðið heilshugar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
„Þunglyndi! Tölum um það.“ Þetta eru skilaboð Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á alþjóðaheilbrigðisdeginum 7. apríl sem að þessu sinni er helgaður þunglyndi og hvernig við getum spornað við þunglyndi og bætt aðstæður þeirra sem við það glíma. Þunglyndi er ein af meginorsökum vanheilsu fólks og örorku um allan heim. WHO áætlar að yfir 300 milljónir manna eigi við þunglyndi að etja og að hlutfall þunglyndra hafi jafnframt hækkað um rúm 18% á árabilinu 2005 – 2015. Í ljósi þessarar alvarlegu stöðu hefur WHO ákveðið að efna til herferðar sem standa mun í heilt ár, undir yfirskriftinni: „Depression: let´s talk.“ Ég mæli með því að við gerum eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur til. Tölum um þunglyndi, reynum að sporna við þunglyndi og styðjum þá sem þjást af því til að öðlast betra líf með viðeigandi úrræðum og þjónustu. Hér á landi hefur margt verið gert til að opna umræðuna um þennan illvíga sjúkdóm sem svo lengi var þolendum og aðstandendum þeirra mikið feimnismál. Það hefur átt sér stað vitundarvakning, sem gerir það að verkum að fólk hefur opnað sig og ræðir nú opinskátt um veikindi sín. Slík umræða eyðir fordómum og opnar jafnframt augu almennings og ráðamanna fyrir því hve mikilvægt er fyrir samfélagið allt að þessi mál séu tekin alvarlega. Eins og fram kemur í sáttmála ríkisstjórnarinnar og í nýrri fjármálaáætlun hennar er áhersla lögð á að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, m.a. með fjölgun sálfræðinga í heilsugæslunni og með aðgerðum til að stytta bið eftir þjónustu göngudeildar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Við búum að því að eiga þingsályktun um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára sem samþykkt var á Alþingi á liðnu ári. Þar eru sett skýr markmið og áætlanir sem fylgja þarf fast eftir. Aukin vellíðan, betri geðheilsa landsmanna og virkari samfélagsþátttaka þeirra sem glíma við geðraskanir til skemmri eða lengri tíma, óháð búsetu er meginmarkmið þingsályktunarinnar. Að baki slíkri stefnu eigum við öll að geta staðið heilshugar.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar