Mjölnismenn himinlifandi eftir dóm Hæstaréttar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. apríl 2017 21:35 Jón Viðar Arnþórsson, hægra megin á mynd, ásamt Gunnari Nelson. Vísir/Vilhelm Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, segir að þar á bæ sé mönnum gífurlega létt eftir að Hæstaréttur sýknaði Mjölni og bardagakappann Árna Ísaksson í máli sem fasteignasalinn Lárus Óskarsson höfðaði vegna fótbrots sem Lárus varð fyrir í steggjun sinni í húsakynnum Mjölnis árið 2014. Málið snerist um það hvort Mjölnir og Árni væru skaðabótaskyldir í málinu en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður kveðið upp dóm í málinu og komist að þeirri niðurstöðu að Mjölnir og Árni væri skaðabótaskyldir. Hæstiréttur kvað hins vegar upp annan dóm í dag og því ljóst að hvorki Mjölnir, né Árni eru skaðabótaskyldir.Sjá einnig: Steggjunin sem endaði með fótbroti: Árni úr járni og Mjölnir sýknaðir í HæstaréttiÍ samtali við Vísi segir Jón Viðar að mönnum hjá Mjölni sé gífurlega létt eftir tíðindi dagsins. Hann segir að málið hafi legið þungt á félagsmönnum. „Það er ótrúlega góð tilfinning að þessu máli sé loksins lokið. Þetta er búið að vera byrði á okkur í þennan langa tíma. Okkur er gríðarlega létt. “ Spurður hvort að þeir hafi átt von á þessum niðurstöðum segir Jón að menn hafi verið temmilega bjartsýnir fyrir daginn í dag.„Þeir lögfræðingar sem við töluðum við þótti öllum þetta mál hrikalega ósanngjarnt. Við reiknuðum með að þetta yrði okkur í hag en við auðvitað vissum það ekkert, svo þetta var mikil gleði.“Eru ennþá steggjanir í Mjölni?„Nei, við tókum fyrir allar steggjanir eftir að þetta mál kom upp. Núna ætlum við að sjá til með framtíðina, það hefur verið alveg gífurleg eftirspurn og hafði aldrei gerst neitt fyrir þetta mál. Svo við ætlum bara að skoða þetta og sjá til.“ Að sögn Jóns er Árni Ísaksson, oftast kallaður Árni úr járni mjög léttur eftir dóm Hæstaréttar, „enda þar maður á ferð sem ekki vill gera neinum mein.“ Spurður hvort að fasteignasalinn sé enn velkominn í Mjölni segir Jón að hann hafi ekki leitt hugann að því en hann sjái því þó ekkert til fyrirstöðu, þó hann ábyrgist ekki vinsældir hans á staðnum. „Jú jú, ef hann vill koma og glíma hérna er hann alveg velkominn. Hversu vinsæll hann verður get ég ekki ábyrgst. Ég held það séu ansi margir reiðir út í hann.“ „Það var mikil reiði hjá félagsmönnum þegar kæran kom fyrst upp og margir sem áttu ekki til orð vegna þessa.“ Tengdar fréttir Fasteignasali hafði betur gegn Árna úr járni og Mjölni Lárus Óskarsson getur farið í skaðabótamál við Árna Ísaksson og Mjölni. 22. mars 2016 14:23 Steggjunin sem endaði með fótbroti: Árni úr járni og Mjölnir sýknaðir í Hæstarétti Fasteignasalinn Lárus Óskarsson beið lægri hlut fyrir Hæstarétti en hann vildi skaðabætur vegna fótbrots í steggjun í húsakynnum Mjölnis. 6. apríl 2017 15:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, segir að þar á bæ sé mönnum gífurlega létt eftir að Hæstaréttur sýknaði Mjölni og bardagakappann Árna Ísaksson í máli sem fasteignasalinn Lárus Óskarsson höfðaði vegna fótbrots sem Lárus varð fyrir í steggjun sinni í húsakynnum Mjölnis árið 2014. Málið snerist um það hvort Mjölnir og Árni væru skaðabótaskyldir í málinu en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður kveðið upp dóm í málinu og komist að þeirri niðurstöðu að Mjölnir og Árni væri skaðabótaskyldir. Hæstiréttur kvað hins vegar upp annan dóm í dag og því ljóst að hvorki Mjölnir, né Árni eru skaðabótaskyldir.Sjá einnig: Steggjunin sem endaði með fótbroti: Árni úr járni og Mjölnir sýknaðir í HæstaréttiÍ samtali við Vísi segir Jón Viðar að mönnum hjá Mjölni sé gífurlega létt eftir tíðindi dagsins. Hann segir að málið hafi legið þungt á félagsmönnum. „Það er ótrúlega góð tilfinning að þessu máli sé loksins lokið. Þetta er búið að vera byrði á okkur í þennan langa tíma. Okkur er gríðarlega létt. “ Spurður hvort að þeir hafi átt von á þessum niðurstöðum segir Jón að menn hafi verið temmilega bjartsýnir fyrir daginn í dag.„Þeir lögfræðingar sem við töluðum við þótti öllum þetta mál hrikalega ósanngjarnt. Við reiknuðum með að þetta yrði okkur í hag en við auðvitað vissum það ekkert, svo þetta var mikil gleði.“Eru ennþá steggjanir í Mjölni?„Nei, við tókum fyrir allar steggjanir eftir að þetta mál kom upp. Núna ætlum við að sjá til með framtíðina, það hefur verið alveg gífurleg eftirspurn og hafði aldrei gerst neitt fyrir þetta mál. Svo við ætlum bara að skoða þetta og sjá til.“ Að sögn Jóns er Árni Ísaksson, oftast kallaður Árni úr járni mjög léttur eftir dóm Hæstaréttar, „enda þar maður á ferð sem ekki vill gera neinum mein.“ Spurður hvort að fasteignasalinn sé enn velkominn í Mjölni segir Jón að hann hafi ekki leitt hugann að því en hann sjái því þó ekkert til fyrirstöðu, þó hann ábyrgist ekki vinsældir hans á staðnum. „Jú jú, ef hann vill koma og glíma hérna er hann alveg velkominn. Hversu vinsæll hann verður get ég ekki ábyrgst. Ég held það séu ansi margir reiðir út í hann.“ „Það var mikil reiði hjá félagsmönnum þegar kæran kom fyrst upp og margir sem áttu ekki til orð vegna þessa.“
Tengdar fréttir Fasteignasali hafði betur gegn Árna úr járni og Mjölni Lárus Óskarsson getur farið í skaðabótamál við Árna Ísaksson og Mjölni. 22. mars 2016 14:23 Steggjunin sem endaði með fótbroti: Árni úr járni og Mjölnir sýknaðir í Hæstarétti Fasteignasalinn Lárus Óskarsson beið lægri hlut fyrir Hæstarétti en hann vildi skaðabætur vegna fótbrots í steggjun í húsakynnum Mjölnis. 6. apríl 2017 15:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Fasteignasali hafði betur gegn Árna úr járni og Mjölni Lárus Óskarsson getur farið í skaðabótamál við Árna Ísaksson og Mjölni. 22. mars 2016 14:23
Steggjunin sem endaði með fótbroti: Árni úr járni og Mjölnir sýknaðir í Hæstarétti Fasteignasalinn Lárus Óskarsson beið lægri hlut fyrir Hæstarétti en hann vildi skaðabætur vegna fótbrots í steggjun í húsakynnum Mjölnis. 6. apríl 2017 15:15
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent