Minning um Chuck Guðmundur Andri Thorsson skrifar 20. mars 2017 07:00 Ég man ekki hvenær ég heyrði fyrst í Chuck Berry en samt býr minningin innra með mér því að ég get auðveldlega framkallað kenndina sem hún vakti. Það var frelsiskennd. Það var einhvers konar fögnuður og eftirvænting samfara þeirri fullvissu að bjart væri framundan. Þetta var kraftbirtingarhljómlist. Ég hlýt að hafa verið lítill og hef sjálfsagt heyrt þetta í útvarpinu hjá henni Gerði G. Bjarklind, því að heima hjá mér rúlluðu bara plötur með Beethoven. Annars voru einkum í útvarpinu sinfóníur og hin geysilega dapurlega íslensku dægurlög, full af andlátsfregnum, aðskilnaði og sektarkennd yfir því að hafa flutt úr dalnum, að ógleymdum Victori Silvester og hljómsveit sem er sú tónlist sem hefur næst komist því að hljóma eins og súld.Ameríka Ég heyrði lit og sól í tónlist Chucks Berry, takt og gleði. Ég heyrði líf og skelmislegt glott. Það sem ég heyrði í þessari tónlist var Ameríka. En það var önnur Ameríka en ég hafði haft stopul kynni af áður, þarna í Vogunum á sjöunda áratug síðustu aldar. Maður hafði séð myndir um köttinn Felix í kanasjónvarpinu hjá ömmu og nokkra þætti um bræðurna á Bonanzastöðum, sem í minningunni voru sívolandi við hestagirðingar, sem að vísu fær varla staðist, þó að því verði ekki neitað að fólk var furðu grátgjarnt í bandarískum sjónvarpsmyndum þessara ára. Stundum fóru kommabörnin í Karfavogi og lögðust á nærliggjandi glugga til að horfa þar á kafbátamyndir og Gunsmoke – ég lagði aldrei í þá leiðangra en var samt vel kunnugur þessum þáttum því að vinir mínir léku þá fyrir mig daginn eftir. Ég þekkti Elvis og mér þótti kátlegt hvernig hann gat hikstað sig gegnum lögin sín, þó að ég áttaði mig ekki á því að hann ætti við mig sérstakt erindi. Svo kom sem sagt Chuck með þessa tónlist sem hljómaði eins og hún sprytti úr raunverulegu lífi. Maður skynjaði sannleikann í þessari músík. Hún var sniðug en ekki íbyggin, yfirlætislaus en litrík, glaðhlakkaleg án þess að vera sjálfbirgingsleg og víðsfjarri þeim slepjulega og uppgerðarlega tilfinningaútaustri sem svo margt af sönglögum þessara ára frá Ameríku var fullt af, þar sem söngvari kjökraði eitthvað undir grátandi fiðlum án þess að meina orð af því sem hann sagði, eins og heyrðist líka langar leiðir. Það voru engar slíkar leifar af evrópsku óperettu-glundri hjá Chuck heldur var þetta séramerísk blanda af allri mögulegri tónlist þeirra þjóðarbrota sem þessa álfu höfðu skapað. Sjálfur leit hann út eins og Ameríka: ótilgreind blanda þjóðarbrota í andlitsdráttum og yfirbragði. Og alltaf í þessum skræpóttu skyrtum. Og með þetta skelmislega glott á vör, eins og vís til alls. Sem hann svo sem var.Sannar sögur handa jóni&gunnu Takturinn hjá Chuck var kæruleysislegur en um leið hárbeittur og taktfastur; gítarleikurinn var krubbulegur – eiginlega skræpóttur – og vitnaði um skringilegar stillingar, mishljómar í honum, viss óhreinindi sem maður vissi að gáfu einmitt tónlistinni sjálft lífsmagn sitt. Mishljómurinn kom auðvitað úr blúsnum eins og hljómagangurinn oftast nær – þaðan kom líka krafturinn og riffin, og glaðværðin, enda útbreiddur misskilningur að blústónlist sé eintóm mæða og andvörp. Þetta var ung veröld og björt, víðsfjarri grámuggunni í kanasjónvarpinu þar sem samanbitnir fölskinna kallar með hatta töluðu hver við annan út um annað munnvikið. Chuck söng um forboðna hluti á borð við sjoppuhangs. Hann söng um bíla sem hann hafði lengi verið að safna sér fyrir og hugsaði vel um. Hann söng um stelpur sem hann hafði augastað á en voru utan seilingar. Hann sagði sögu af kvennaljóma með brún augu, aðra af gítarstráknum efnilega Jóni góða og svo henni Maríu litlu sem er bara sex ára og hann langar svo að fá að tala við í símann. Þetta voru litlar sögur og yfirlætislausar um um jón&gunnu sagðar handa jóni&gunnu, með gleði og glampa í augum, án ýktra gleðiláta eða þvingunarkæti. Sannar sögur, sniðuglega sagðar. Með skelmislegu brosi út í annað. Þetta er á hátindi og blómaskeiði amerísku aldarinnar sem nú er að líða undir lok með harmkvælum. Þetta er áður en þeir álpast út í Víetnam-stríðið með allri þeirri afsiðun og upplausn allra gilda sem því fylgdi. Áður en þeir skjóta Kennedy og Martin Luther King. Þetta var Ameríka sem mann langaði ósjálfrátt að eiga hlutdeild í, enda átti hún eftir að verða ríkur þáttur af lífi okkar. Kannski hefði Chuck Berry samt gleymst ef ekki hefði komið til dálæti bresku eftirstríðsáradrengjanna á honum og ómæld áhrif sem hann hafði á þá. Bítlarnir og Rollingarnir og sporgöngumenn þeirra létu ekkert tækifæri ónotað til að spila lögin hans og komu honum þar með á framfæri í eigin landi á ný; færðu Ameríku aftur þá Ameríku sem hann stóð fyrir. Chuck Berry: blessaður kallinn, hann dó um helgina, níræður að aldri, með skelmisglottið á vör framundir það síðasta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Ég man ekki hvenær ég heyrði fyrst í Chuck Berry en samt býr minningin innra með mér því að ég get auðveldlega framkallað kenndina sem hún vakti. Það var frelsiskennd. Það var einhvers konar fögnuður og eftirvænting samfara þeirri fullvissu að bjart væri framundan. Þetta var kraftbirtingarhljómlist. Ég hlýt að hafa verið lítill og hef sjálfsagt heyrt þetta í útvarpinu hjá henni Gerði G. Bjarklind, því að heima hjá mér rúlluðu bara plötur með Beethoven. Annars voru einkum í útvarpinu sinfóníur og hin geysilega dapurlega íslensku dægurlög, full af andlátsfregnum, aðskilnaði og sektarkennd yfir því að hafa flutt úr dalnum, að ógleymdum Victori Silvester og hljómsveit sem er sú tónlist sem hefur næst komist því að hljóma eins og súld.Ameríka Ég heyrði lit og sól í tónlist Chucks Berry, takt og gleði. Ég heyrði líf og skelmislegt glott. Það sem ég heyrði í þessari tónlist var Ameríka. En það var önnur Ameríka en ég hafði haft stopul kynni af áður, þarna í Vogunum á sjöunda áratug síðustu aldar. Maður hafði séð myndir um köttinn Felix í kanasjónvarpinu hjá ömmu og nokkra þætti um bræðurna á Bonanzastöðum, sem í minningunni voru sívolandi við hestagirðingar, sem að vísu fær varla staðist, þó að því verði ekki neitað að fólk var furðu grátgjarnt í bandarískum sjónvarpsmyndum þessara ára. Stundum fóru kommabörnin í Karfavogi og lögðust á nærliggjandi glugga til að horfa þar á kafbátamyndir og Gunsmoke – ég lagði aldrei í þá leiðangra en var samt vel kunnugur þessum þáttum því að vinir mínir léku þá fyrir mig daginn eftir. Ég þekkti Elvis og mér þótti kátlegt hvernig hann gat hikstað sig gegnum lögin sín, þó að ég áttaði mig ekki á því að hann ætti við mig sérstakt erindi. Svo kom sem sagt Chuck með þessa tónlist sem hljómaði eins og hún sprytti úr raunverulegu lífi. Maður skynjaði sannleikann í þessari músík. Hún var sniðug en ekki íbyggin, yfirlætislaus en litrík, glaðhlakkaleg án þess að vera sjálfbirgingsleg og víðsfjarri þeim slepjulega og uppgerðarlega tilfinningaútaustri sem svo margt af sönglögum þessara ára frá Ameríku var fullt af, þar sem söngvari kjökraði eitthvað undir grátandi fiðlum án þess að meina orð af því sem hann sagði, eins og heyrðist líka langar leiðir. Það voru engar slíkar leifar af evrópsku óperettu-glundri hjá Chuck heldur var þetta séramerísk blanda af allri mögulegri tónlist þeirra þjóðarbrota sem þessa álfu höfðu skapað. Sjálfur leit hann út eins og Ameríka: ótilgreind blanda þjóðarbrota í andlitsdráttum og yfirbragði. Og alltaf í þessum skræpóttu skyrtum. Og með þetta skelmislega glott á vör, eins og vís til alls. Sem hann svo sem var.Sannar sögur handa jóni&gunnu Takturinn hjá Chuck var kæruleysislegur en um leið hárbeittur og taktfastur; gítarleikurinn var krubbulegur – eiginlega skræpóttur – og vitnaði um skringilegar stillingar, mishljómar í honum, viss óhreinindi sem maður vissi að gáfu einmitt tónlistinni sjálft lífsmagn sitt. Mishljómurinn kom auðvitað úr blúsnum eins og hljómagangurinn oftast nær – þaðan kom líka krafturinn og riffin, og glaðværðin, enda útbreiddur misskilningur að blústónlist sé eintóm mæða og andvörp. Þetta var ung veröld og björt, víðsfjarri grámuggunni í kanasjónvarpinu þar sem samanbitnir fölskinna kallar með hatta töluðu hver við annan út um annað munnvikið. Chuck söng um forboðna hluti á borð við sjoppuhangs. Hann söng um bíla sem hann hafði lengi verið að safna sér fyrir og hugsaði vel um. Hann söng um stelpur sem hann hafði augastað á en voru utan seilingar. Hann sagði sögu af kvennaljóma með brún augu, aðra af gítarstráknum efnilega Jóni góða og svo henni Maríu litlu sem er bara sex ára og hann langar svo að fá að tala við í símann. Þetta voru litlar sögur og yfirlætislausar um um jón&gunnu sagðar handa jóni&gunnu, með gleði og glampa í augum, án ýktra gleðiláta eða þvingunarkæti. Sannar sögur, sniðuglega sagðar. Með skelmislegu brosi út í annað. Þetta er á hátindi og blómaskeiði amerísku aldarinnar sem nú er að líða undir lok með harmkvælum. Þetta er áður en þeir álpast út í Víetnam-stríðið með allri þeirri afsiðun og upplausn allra gilda sem því fylgdi. Áður en þeir skjóta Kennedy og Martin Luther King. Þetta var Ameríka sem mann langaði ósjálfrátt að eiga hlutdeild í, enda átti hún eftir að verða ríkur þáttur af lífi okkar. Kannski hefði Chuck Berry samt gleymst ef ekki hefði komið til dálæti bresku eftirstríðsáradrengjanna á honum og ómæld áhrif sem hann hafði á þá. Bítlarnir og Rollingarnir og sporgöngumenn þeirra létu ekkert tækifæri ónotað til að spila lögin hans og komu honum þar með á framfæri í eigin landi á ný; færðu Ameríku aftur þá Ameríku sem hann stóð fyrir. Chuck Berry: blessaður kallinn, hann dó um helgina, níræður að aldri, með skelmisglottið á vör framundir það síðasta.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun