Gengið á milli helgra staða Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 22. mars 2017 16:30 Elínborg hefur sérhæft sig í pílagrímaguðfræði. Elínborg Sturludóttir prestur hefur sérhæft sig í pílagrímsfræðum. Hún stendur að sex daga pílagrímagöngu milli Bæjar í Borgarfirði og Skálholts í sumar. Pílagrímslíf snýst um að vera almennilega manneskja. Elínborg fékk ársleyfi frá störfum sem prestur í Stafholti í fyrra og vinnur nú að meistararitgerð um pílagrímaguðfræði og -ferðir. „Pílagrímsgöngur hafa verið stundaðar í öllum trúarbrögðum frá örófi alda og var rík hefð í kristinni trú á miðöldum að ganga á helga staði. Í Evrópu var helst gengið til Rómar, Santiago De Compostela á Spáni og Niðaróss í Noregi,“ segir Elínborg en fólk hafði mismunandi ástæður fyrir því að leggja slíka göngu á sig. „Sumir voru í ævintýraleit, aðrir vildu efla sig í trúnni. Margir trúðu að helgir staðir byggju yfir lækningamætti og fóru þangað í von um að geta læknast af sjúkdómum. Síðan var farið í yfirbótargöngu en það voru oft menn sem höfðu brotið af sér og hétu að ganga á ákveðinn stað til þess að snúa við blaðinu." Spegill af lífinu sjálfuPílagrímsgöngur lögðust nær af en í kringum síðustu aldamót jókst áhugi á þeim og þá helst Jakobsveginum. „Það var eins og fólk hefði uppgötvað fjársjóð og sá hvað þetta er ótrúlega magnað. Pílagrímsganga er mjög heilandi og breytir jafnvel lífi fólks. Líkt og áður er fólk í ævintýraleit, aðrir að vinna úr sorg eða erfiðri lífsreynslu, sumir standa á krossgötum og vilja taka nýja stefnu í lífinu. Svo er fólk sem upplifir að það er komið í öngstræti og verður að finna nýja leið til að lifa.“ Flestir ganga frá Frakklandi yfir Pírenafjöllin og til Santiago De Compostela, rúma 800 kílómetra. Elínborg segir gönguna eins og spegilmynd af lífinu sjálfu, frá vöggu til grafar. „Fólk upplifir magnað, kærleiksríkt samfélag þar sem aðrir vilja hjálpa því að komast á leiðarenda og ég hef upplifað það sjálf. Í nútímalífi er mikil streita, margir brenna út, fólk er undir gríðarlegu álagi og stundataflan svo stíf að margir sjá ekki út úr augum. Á svona göngu sér fólk hvað skiptir raunverulegu máli í lífinu. Það gengur frá ákveðnum lífsstíl og finnur merkingu og tilgang,“ útskýrir Elínborg sem hefur gengið fyrstu tvo áfanga Jakobsvegarins. „Ég hef líka gengið gamla pílagrímsleið á Jótlandi sem heitir Hervejen, um Ólafsveginn í Noregi, hluta af gömlu pílagrímsleiðinni Via Francigena á Ítalíu sem liggur til Rómar. Evrópa er í raun sundurskorin af gömlum pílagrímsleiðum.“Stikuðu leiðinaÍ sumar stendur Elínborg að pílagrímsgöngu á milli Bæjar í Borgarfirði og Skálholts í sjöunda sinn. „Ég fékk kollega mína hér í héraðinu þá sr. Geir Waage og sr. Flóka Kristinsson til að standa með mér fyrir gönguferðum á milli kirkna um allt héraðið fyrir nokkrum árum og er skemmst frá því að segja að þessar göngur urðu mjög vinsælar. Það tók nokkra sunnudaga. Svo varð úr að við gengum með hóp úr Borgarfirði alla leið í Skálholt og það höfum við gert undanfarin ár. Frá 2004 hefur verið farin pílagrímsganga frá Þingvöllum á Skálholtshátíð. Okkur hafði um skeið dreymt um að lengja göngurnar, en við höfðum þessa erlendu fyrirmynd. Við stofnuðum félagið Pílagrímar, ásamt Huldu Guðmundsdóttur, guðfræðingi og kirkjubónda á Fitjum, og félagsskapurinn hefur staðið fyrir fræðslu um pílagrímsferðir og ráðstefnu um pílagrímsguðfræði. Auk þess höfum við sett upp merkingar og stikað leiðina frá Bæ í Skálholt svo fólk geti gengið þessa leið á eigin vegum. Við höfum ekki verið ein í þessu, við höfum notið ýmissa styrkja og velvildar góðra manna.“ Elínborg hefur einnig verið í samstarfi við Margréti Njarðvík hjá ferðaskrifstofunni Mundo og Ferðafélag Íslands. „Í vetur höfum við Margrét í Mundo verið að undirbúa pílagríma fyrir Jakobsveginn og gengið eina dagleið í senn á milli Bæjar og Skálholts. Í sumar mun Pílagrímafélagið í samstarfi við Ferðafélag Íslands ganga alla leiðina á sex dögum. Við blöndum saman útivist og hreyfingu, sem gerir öllum gott, og andlegri rækt.“ Elínborg segir það ákveðinn lífsstíl að vera pílagrímur í nútímanum. „Þetta snýst um að efla líkama og anda, einfalda líf sitt, vera nægjusamur og lifa hófstilltu lífi í sátt við náttúruna og umhverfið. Lifa góðu lífi og vera almennileg manneskja.“ Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira
Elínborg Sturludóttir prestur hefur sérhæft sig í pílagrímsfræðum. Hún stendur að sex daga pílagrímagöngu milli Bæjar í Borgarfirði og Skálholts í sumar. Pílagrímslíf snýst um að vera almennilega manneskja. Elínborg fékk ársleyfi frá störfum sem prestur í Stafholti í fyrra og vinnur nú að meistararitgerð um pílagrímaguðfræði og -ferðir. „Pílagrímsgöngur hafa verið stundaðar í öllum trúarbrögðum frá örófi alda og var rík hefð í kristinni trú á miðöldum að ganga á helga staði. Í Evrópu var helst gengið til Rómar, Santiago De Compostela á Spáni og Niðaróss í Noregi,“ segir Elínborg en fólk hafði mismunandi ástæður fyrir því að leggja slíka göngu á sig. „Sumir voru í ævintýraleit, aðrir vildu efla sig í trúnni. Margir trúðu að helgir staðir byggju yfir lækningamætti og fóru þangað í von um að geta læknast af sjúkdómum. Síðan var farið í yfirbótargöngu en það voru oft menn sem höfðu brotið af sér og hétu að ganga á ákveðinn stað til þess að snúa við blaðinu." Spegill af lífinu sjálfuPílagrímsgöngur lögðust nær af en í kringum síðustu aldamót jókst áhugi á þeim og þá helst Jakobsveginum. „Það var eins og fólk hefði uppgötvað fjársjóð og sá hvað þetta er ótrúlega magnað. Pílagrímsganga er mjög heilandi og breytir jafnvel lífi fólks. Líkt og áður er fólk í ævintýraleit, aðrir að vinna úr sorg eða erfiðri lífsreynslu, sumir standa á krossgötum og vilja taka nýja stefnu í lífinu. Svo er fólk sem upplifir að það er komið í öngstræti og verður að finna nýja leið til að lifa.“ Flestir ganga frá Frakklandi yfir Pírenafjöllin og til Santiago De Compostela, rúma 800 kílómetra. Elínborg segir gönguna eins og spegilmynd af lífinu sjálfu, frá vöggu til grafar. „Fólk upplifir magnað, kærleiksríkt samfélag þar sem aðrir vilja hjálpa því að komast á leiðarenda og ég hef upplifað það sjálf. Í nútímalífi er mikil streita, margir brenna út, fólk er undir gríðarlegu álagi og stundataflan svo stíf að margir sjá ekki út úr augum. Á svona göngu sér fólk hvað skiptir raunverulegu máli í lífinu. Það gengur frá ákveðnum lífsstíl og finnur merkingu og tilgang,“ útskýrir Elínborg sem hefur gengið fyrstu tvo áfanga Jakobsvegarins. „Ég hef líka gengið gamla pílagrímsleið á Jótlandi sem heitir Hervejen, um Ólafsveginn í Noregi, hluta af gömlu pílagrímsleiðinni Via Francigena á Ítalíu sem liggur til Rómar. Evrópa er í raun sundurskorin af gömlum pílagrímsleiðum.“Stikuðu leiðinaÍ sumar stendur Elínborg að pílagrímsgöngu á milli Bæjar í Borgarfirði og Skálholts í sjöunda sinn. „Ég fékk kollega mína hér í héraðinu þá sr. Geir Waage og sr. Flóka Kristinsson til að standa með mér fyrir gönguferðum á milli kirkna um allt héraðið fyrir nokkrum árum og er skemmst frá því að segja að þessar göngur urðu mjög vinsælar. Það tók nokkra sunnudaga. Svo varð úr að við gengum með hóp úr Borgarfirði alla leið í Skálholt og það höfum við gert undanfarin ár. Frá 2004 hefur verið farin pílagrímsganga frá Þingvöllum á Skálholtshátíð. Okkur hafði um skeið dreymt um að lengja göngurnar, en við höfðum þessa erlendu fyrirmynd. Við stofnuðum félagið Pílagrímar, ásamt Huldu Guðmundsdóttur, guðfræðingi og kirkjubónda á Fitjum, og félagsskapurinn hefur staðið fyrir fræðslu um pílagrímsferðir og ráðstefnu um pílagrímsguðfræði. Auk þess höfum við sett upp merkingar og stikað leiðina frá Bæ í Skálholt svo fólk geti gengið þessa leið á eigin vegum. Við höfum ekki verið ein í þessu, við höfum notið ýmissa styrkja og velvildar góðra manna.“ Elínborg hefur einnig verið í samstarfi við Margréti Njarðvík hjá ferðaskrifstofunni Mundo og Ferðafélag Íslands. „Í vetur höfum við Margrét í Mundo verið að undirbúa pílagríma fyrir Jakobsveginn og gengið eina dagleið í senn á milli Bæjar og Skálholts. Í sumar mun Pílagrímafélagið í samstarfi við Ferðafélag Íslands ganga alla leiðina á sex dögum. Við blöndum saman útivist og hreyfingu, sem gerir öllum gott, og andlegri rækt.“ Elínborg segir það ákveðinn lífsstíl að vera pílagrímur í nútímanum. „Þetta snýst um að efla líkama og anda, einfalda líf sitt, vera nægjusamur og lifa hófstilltu lífi í sátt við náttúruna og umhverfið. Lifa góðu lífi og vera almennileg manneskja.“
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira