Úthlutun ekki í takt við fjöldann Sæunn Gísladóttir skrifar 25. mars 2017 07:00 Fjárhæð úr sjóðnum deilt með fjölda ferðamanna Útdeiling fjármuna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða eftir landshlutum er ekki í takt við dreifingu ferðamanna. Þingvellir, sem rúmur helmingur ferðamanna sótti heim síðasta sumar, fær enga fjárveitingu annað árið í röð og ekkert fer til suðausturhluta landsins. Alls eru veittir styrkir til 58 verkefna hringinn í kringum landið og nemur heildarfjárhæð styrkja 610 milljónum króna. Ef skoðuð er heildarfjárhæð á hvern landshluta, deilt með fjölda ferðamanna sem heimsóttu svæðið sumarið 2016 samkvæmt tölum Ferðamálastofu, má sjá að þar gætir mikils misræmis. Dreifingin er allt frá 57,5 krónum á hvern ferðamann í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar til 518,8 króna á hvern ferðamann á hálendinu.Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.vísir/vilhelmVísir greindi frá því í gær að Þingvöllum hefur nú í tvígang verið synjað um fjárveitingu úr sjóðnum. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að sótt hafi verið um styrki fyrir alveg bráðnauðsynlegt verkefni, að koma upp vatnssalernum á Þingvöllum. Hann segir sjóðinn skelfilegt fyrirbrigði og telur að Þingvellir ættu einfaldlega að fá meira fé á fjárlögum. Suðurland, sem tók á móti 70 prósentum ferðamanna sumarið 2016 samkvæmt Ferðamálastofu, fær 93,7 milljónir úr sjóðnum, eða 15 prósent af þeim 610 milljónum sem skipt var. Það er 198,1 króna á hvern ferðamann 2016, sem er mun minna en á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. „Það er auðvitað mjög sérkennilegt. En þannig hefur þetta alltaf verið. Þegar menn eru hér að tala um að lagfæra einbreiðar brýr ætla menn ekki að lagfæra þá einbreiðu brú sem flestir ferðamenn fara um sem er yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Misskiptingin er mikil,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Mýrdalshreppur hlaut á síðasta ári styrk úr sjóðnum.vísir/vilhelmEf útdeilingin er skoðuð má sjá að fé rennur til margra vinsælla áfangastaða á Suðurlandi, til Gullfosss og Geysis, Reykjadals og Skóga. Þó er lítið sem ekkert um styrki frá miðju Suðurlandi og austur á land. Að sögn Ásgeirs sótti Mýrdalshreppur ekki um úr sjóðnum að sinni. „Við fengum úthlutað til framkvæmda í Dyrhólaey í fyrra sem er ekki búið að ljúka og sóttum því ekki um í ár.“ Ásgeir telur að full þörf sé þó fyrir meira fé til uppbyggingar í sveitarfélaginu. „Við erum hér í 500 manna sveitarfélagi og erum að taka á móti 1,5 milljónum ferðamanna. Það segir sig sjálft að það þarf verulega að taka til hendinni hér. Það þarf miklu meiri peninga í uppbyggingu á þessum ferðamannastöðum. Þá er ég að tala um allt. Það sem er stóra málið hér eru vegirnir, útskot veganna, og bílastæðamál.“ Ásgeir segir að mikil umræða hafi farið fram um hvernig sé best að ná í meira fé, til dæmis í gegnum fjárlög. Hann telur þó að einfaldasta leiðin sé að taka af ferðamönnum innkomugjald þegar þeir koma til landsins. „Það er einfalda leiðin til að taka inn peninga til að deila út til framkvæmda á þessum stöðum,“ segir Ásgeir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Útdeiling fjármuna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða eftir landshlutum er ekki í takt við dreifingu ferðamanna. Þingvellir, sem rúmur helmingur ferðamanna sótti heim síðasta sumar, fær enga fjárveitingu annað árið í röð og ekkert fer til suðausturhluta landsins. Alls eru veittir styrkir til 58 verkefna hringinn í kringum landið og nemur heildarfjárhæð styrkja 610 milljónum króna. Ef skoðuð er heildarfjárhæð á hvern landshluta, deilt með fjölda ferðamanna sem heimsóttu svæðið sumarið 2016 samkvæmt tölum Ferðamálastofu, má sjá að þar gætir mikils misræmis. Dreifingin er allt frá 57,5 krónum á hvern ferðamann í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar til 518,8 króna á hvern ferðamann á hálendinu.Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.vísir/vilhelmVísir greindi frá því í gær að Þingvöllum hefur nú í tvígang verið synjað um fjárveitingu úr sjóðnum. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að sótt hafi verið um styrki fyrir alveg bráðnauðsynlegt verkefni, að koma upp vatnssalernum á Þingvöllum. Hann segir sjóðinn skelfilegt fyrirbrigði og telur að Þingvellir ættu einfaldlega að fá meira fé á fjárlögum. Suðurland, sem tók á móti 70 prósentum ferðamanna sumarið 2016 samkvæmt Ferðamálastofu, fær 93,7 milljónir úr sjóðnum, eða 15 prósent af þeim 610 milljónum sem skipt var. Það er 198,1 króna á hvern ferðamann 2016, sem er mun minna en á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. „Það er auðvitað mjög sérkennilegt. En þannig hefur þetta alltaf verið. Þegar menn eru hér að tala um að lagfæra einbreiðar brýr ætla menn ekki að lagfæra þá einbreiðu brú sem flestir ferðamenn fara um sem er yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Misskiptingin er mikil,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Mýrdalshreppur hlaut á síðasta ári styrk úr sjóðnum.vísir/vilhelmEf útdeilingin er skoðuð má sjá að fé rennur til margra vinsælla áfangastaða á Suðurlandi, til Gullfosss og Geysis, Reykjadals og Skóga. Þó er lítið sem ekkert um styrki frá miðju Suðurlandi og austur á land. Að sögn Ásgeirs sótti Mýrdalshreppur ekki um úr sjóðnum að sinni. „Við fengum úthlutað til framkvæmda í Dyrhólaey í fyrra sem er ekki búið að ljúka og sóttum því ekki um í ár.“ Ásgeir telur að full þörf sé þó fyrir meira fé til uppbyggingar í sveitarfélaginu. „Við erum hér í 500 manna sveitarfélagi og erum að taka á móti 1,5 milljónum ferðamanna. Það segir sig sjálft að það þarf verulega að taka til hendinni hér. Það þarf miklu meiri peninga í uppbyggingu á þessum ferðamannastöðum. Þá er ég að tala um allt. Það sem er stóra málið hér eru vegirnir, útskot veganna, og bílastæðamál.“ Ásgeir segir að mikil umræða hafi farið fram um hvernig sé best að ná í meira fé, til dæmis í gegnum fjárlög. Hann telur þó að einfaldasta leiðin sé að taka af ferðamönnum innkomugjald þegar þeir koma til landsins. „Það er einfalda leiðin til að taka inn peninga til að deila út til framkvæmda á þessum stöðum,“ segir Ásgeir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent