Þótti svið úr bílalúgu BSÍ gómsæt en hákarlinn heillaði ekki Guðný Hrönn skrifar 10. mars 2017 10:15 Matty í miðjunni ásamt teyminu á bak við Dead Set on Life þættina. Mynd/Matty Kanadíski kokkurinn Matty Matheson flaug af landi brott í gær eftir að hafa dvalið á Íslandi í nokkra daga. Hann var hér á landi til að kynnast íslenskri matarmenningu og taka upp sjónvarpsþátt. Eitt af fyrstu verkefnum sjónvarpsstjörnunnar Mattys á Íslandi og tökuliðs hans var að heimsækja Ragnar Eiríksson á Dilli en Dill varð á dögunum fyrsti íslenski veitingastaðurinn til að hljóta Michelin-stjörnu. „Við kíktum á Dill, héngum þar og elduðum smá. Svo höfum við bara verið að skoða Reykjavík og ferðast um Ísland,“ segir Matty. „Við könnuðum matarmenninguna á Íslandi og kynntumst því hversu ung hún í raun og veru er, ef við miðum við önnur lönd. Sérstaklega á það við veitingahúsageirann. Við fengum innsýn í hann og hvernig hlutirnir hafa þróast á síðustu áratugum, hvernig fólk var áður fyrr mestmegnis að borða á börum, búllum eða heima hjá sér. Ég meina, fyrsti fíni veitingastaðurinn á Íslandi var stofnaður fyrir einhverjum sextíu árum, það er ekki langur tími. Svo höfum við verið að skemmta okkur og gera þessa hefðbundnu túristahluti,“ segir Matty sem fór meðal annars að sjá Gullfoss og Geysi og svo baðaði hann sig í Gömlu lauginni við Flúðir. Matty fór svo í bílalúguna á BSÍ og fékk sér svið sem honum þótti afar bragðgóð. „Þau voru gómsæt, mjög góð!“ segir Matty sem borðaði sviðin með bestu lyst, meira að segja augun líka.Þótti hákarlinn ekki ógeðslegur Matty bragðaði einnig á kæstum hákarli. „Uhm, það var allt í lagi bara. Ég held að þetta sé bragð sem maður þurfi að venjast, eitthvað sem maður þarf að hafa borðað alla sína ævi til að kunna að meta. Þetta er einstakur matur að mínu mati en þetta er ekki sá matur sem ég fílaði mest af því sem ég smakkaði í heimsókn minni. Þetta var alls ekki ógeðslegt samt, eins og mörgum þykir þetta.“Matty Matheson flaug af landi brott í gær eftir að hafa kynnt sér íslenska matarmenningu.Mynd/Matty„Það er smá spes að það sé hálfgerð skylda fyrir túrista að smakka kæstan hákarl hér á Íslandi því þetta er bara ammóníaklyktandi fiskbiti. Það er mjög sterk lykt af hákarlinum, svo bítur maður í hann og hann er frekar bragðlaus en svo þegar maður byrjar að tyggja þá er eins og bragðið losni úr læðingi. Einhver sagði mér að ég ætti að prófa þetta með smá ostbita. Kæsti hákarlinn er kannski tilvalinn fyrir þá sem elska mjög sterka osta. En ég hef alveg smakkað osta sem eru mun sterkari en hákarlinn sem ég smakkaði,“ útskýrir Matty sem bjóst við að hákarlinn liti mun verr út en raun bar vitni. „Ég hélt að þetta yrði einhver viðbjóður, eitthvert ógeðslegt kjöt í einhverri tunnu. En svo var þetta bara mjög fallegur, lítill hvítur kjötbiti,“ segir hann og hlær. Matty fór svo auðvitað á Bæjarins bestu. „Jáá?… ég veit ekki. Þetta var fínt en ég veit ekki hvort pulsan er eitthvað miklu betri heldur en á einhverjum öðrum pulsustað,“ segir Matty spurður út í hvernig honum hafi líkað pulsurnar á Bæjarins bestu. „Þetta er góð pulsa, en þeir eru að bjóða upp á sömu pulsuna og margir aðrir staðir. Ég meina?… ég er búinn að fá mjög góðar pulsur á bensínstöðvum. Helsti munurinn er kannski bara sá að það er svo mikið að gera [á Bæjarins bestu] að þeir eru með svo ferskt hráefni. Það er meiri hraði hjá þeim þannig að pulsurnar liggja aldrei lengi í pottinum. En þetta er víst bara einn af þessum hlutum sem maður verður að gera á Íslandi, eitthvað sem er mælt með.“ Þátturinn um heimsókn Mattys til Íslands verður partur af þriðju þáttaröð Vice-þáttanna Dead Set on Life. Þáttaröðin verður sýnd í vor. „Við gefum þættina út einhvern tímann frá apríl til júní. Þannig að það er stutt í það.“ Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Kanadíski kokkurinn Matty Matheson flaug af landi brott í gær eftir að hafa dvalið á Íslandi í nokkra daga. Hann var hér á landi til að kynnast íslenskri matarmenningu og taka upp sjónvarpsþátt. Eitt af fyrstu verkefnum sjónvarpsstjörnunnar Mattys á Íslandi og tökuliðs hans var að heimsækja Ragnar Eiríksson á Dilli en Dill varð á dögunum fyrsti íslenski veitingastaðurinn til að hljóta Michelin-stjörnu. „Við kíktum á Dill, héngum þar og elduðum smá. Svo höfum við bara verið að skoða Reykjavík og ferðast um Ísland,“ segir Matty. „Við könnuðum matarmenninguna á Íslandi og kynntumst því hversu ung hún í raun og veru er, ef við miðum við önnur lönd. Sérstaklega á það við veitingahúsageirann. Við fengum innsýn í hann og hvernig hlutirnir hafa þróast á síðustu áratugum, hvernig fólk var áður fyrr mestmegnis að borða á börum, búllum eða heima hjá sér. Ég meina, fyrsti fíni veitingastaðurinn á Íslandi var stofnaður fyrir einhverjum sextíu árum, það er ekki langur tími. Svo höfum við verið að skemmta okkur og gera þessa hefðbundnu túristahluti,“ segir Matty sem fór meðal annars að sjá Gullfoss og Geysi og svo baðaði hann sig í Gömlu lauginni við Flúðir. Matty fór svo í bílalúguna á BSÍ og fékk sér svið sem honum þótti afar bragðgóð. „Þau voru gómsæt, mjög góð!“ segir Matty sem borðaði sviðin með bestu lyst, meira að segja augun líka.Þótti hákarlinn ekki ógeðslegur Matty bragðaði einnig á kæstum hákarli. „Uhm, það var allt í lagi bara. Ég held að þetta sé bragð sem maður þurfi að venjast, eitthvað sem maður þarf að hafa borðað alla sína ævi til að kunna að meta. Þetta er einstakur matur að mínu mati en þetta er ekki sá matur sem ég fílaði mest af því sem ég smakkaði í heimsókn minni. Þetta var alls ekki ógeðslegt samt, eins og mörgum þykir þetta.“Matty Matheson flaug af landi brott í gær eftir að hafa kynnt sér íslenska matarmenningu.Mynd/Matty„Það er smá spes að það sé hálfgerð skylda fyrir túrista að smakka kæstan hákarl hér á Íslandi því þetta er bara ammóníaklyktandi fiskbiti. Það er mjög sterk lykt af hákarlinum, svo bítur maður í hann og hann er frekar bragðlaus en svo þegar maður byrjar að tyggja þá er eins og bragðið losni úr læðingi. Einhver sagði mér að ég ætti að prófa þetta með smá ostbita. Kæsti hákarlinn er kannski tilvalinn fyrir þá sem elska mjög sterka osta. En ég hef alveg smakkað osta sem eru mun sterkari en hákarlinn sem ég smakkaði,“ útskýrir Matty sem bjóst við að hákarlinn liti mun verr út en raun bar vitni. „Ég hélt að þetta yrði einhver viðbjóður, eitthvert ógeðslegt kjöt í einhverri tunnu. En svo var þetta bara mjög fallegur, lítill hvítur kjötbiti,“ segir hann og hlær. Matty fór svo auðvitað á Bæjarins bestu. „Jáá?… ég veit ekki. Þetta var fínt en ég veit ekki hvort pulsan er eitthvað miklu betri heldur en á einhverjum öðrum pulsustað,“ segir Matty spurður út í hvernig honum hafi líkað pulsurnar á Bæjarins bestu. „Þetta er góð pulsa, en þeir eru að bjóða upp á sömu pulsuna og margir aðrir staðir. Ég meina?… ég er búinn að fá mjög góðar pulsur á bensínstöðvum. Helsti munurinn er kannski bara sá að það er svo mikið að gera [á Bæjarins bestu] að þeir eru með svo ferskt hráefni. Það er meiri hraði hjá þeim þannig að pulsurnar liggja aldrei lengi í pottinum. En þetta er víst bara einn af þessum hlutum sem maður verður að gera á Íslandi, eitthvað sem er mælt með.“ Þátturinn um heimsókn Mattys til Íslands verður partur af þriðju þáttaröð Vice-þáttanna Dead Set on Life. Þáttaröðin verður sýnd í vor. „Við gefum þættina út einhvern tímann frá apríl til júní. Þannig að það er stutt í það.“
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira