Edda varð svo hrifin af Roller Derby að hún setti upp sólgleraugu í miðri útsendingu Birgir Olgeirsson skrifar 10. mars 2017 20:45 Edda Andrésdóttir ásamt þeim Gabríelu Sif Beck og Salóme Petru Kolbeinsdóttur úr Ragnarökum. Vísir Það var heldur betur líf og fjör í fréttasetti Stöðvar 2 í kvöld þar sem fréttamaðurinn Edda Andrésdóttir tók á móti þeim Night Fury og Mia Flawless úr eina Roller Derby-liði landsins Ragnarökum. Night Fury og Mia Flawless eru keppnisnöfn þeirra Salóme Petru Kolbeinsdóttur og Gabríellu Sif Beck sem útskýrðu fyrir Eddu og áhorfendum hvaða Roller Derby, eða hjólaskautaat, er.Innslagið má sjá hér fyrir neðan:Í hjólaskautaati eru fimm liðsmenn í hverju liði inn á í einu. Allir keppendur eru búnir hjólaskautum en engir boltar eru með í leiknum heldur fást stig með því að hringa andstæðingana.Mia Flawless og Night Fury.VísirNafnið fengið úr einni af uppáhalds kvikmynd hennar Gabríella sagði frá því að liðsmenn veldu keppnisnöfn sín úr dægurmenningu. Pulp Fiction er ein af uppáhaldskvikmyndum hennar og þar er að finna persónuna Mia Wallace, leikin af Uma Thurman. Hún ákvað þó að leika sér aðeins að nafninu og kalla sig Miu Flawless því hún vildi vera góð með sig á vellinum. Hún sagði að í daglegu lífi vandi hún sig að vera ekki fyrir fólki en á vellinum er takmarkið að vera fyrir öðrum. Salóme Petra sagðist hafa prófað margar íþróttir en ekki fundið sig almennilega í neinni þeirra. „Svo var mér bent á þetta og ég varð ástfangin af öllu, íþróttinni og samfélaginu og liðsmönnum. Ég gat verið meira ég sjálf, þarna var ég svo velkomin og leið ótrúlega vel,“ sagði Salóme.Fann kærustu sína í Roller Derby Edda spurði hvort hún hefði orðið bókstaflega ástfangin af liðsfélögunum en svo var ekki. Hins vegar var það Gabríella sem fann kærustuna sína í Roller Derby. Edda var svo hrifin af búningum þeirra að hún bað þær um að setja upp hjálmana og góma og setti svo sjálf á sig sólgleraugu áður en hún hóf að lesa veðurfréttirnar. Þess má geta að Ragnarök taka á móti kanadíska liðinu Los Coños í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi klukkan 17 á morgun. Nánari upplýsingar um leikinn má finna hér. Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Það var heldur betur líf og fjör í fréttasetti Stöðvar 2 í kvöld þar sem fréttamaðurinn Edda Andrésdóttir tók á móti þeim Night Fury og Mia Flawless úr eina Roller Derby-liði landsins Ragnarökum. Night Fury og Mia Flawless eru keppnisnöfn þeirra Salóme Petru Kolbeinsdóttur og Gabríellu Sif Beck sem útskýrðu fyrir Eddu og áhorfendum hvaða Roller Derby, eða hjólaskautaat, er.Innslagið má sjá hér fyrir neðan:Í hjólaskautaati eru fimm liðsmenn í hverju liði inn á í einu. Allir keppendur eru búnir hjólaskautum en engir boltar eru með í leiknum heldur fást stig með því að hringa andstæðingana.Mia Flawless og Night Fury.VísirNafnið fengið úr einni af uppáhalds kvikmynd hennar Gabríella sagði frá því að liðsmenn veldu keppnisnöfn sín úr dægurmenningu. Pulp Fiction er ein af uppáhaldskvikmyndum hennar og þar er að finna persónuna Mia Wallace, leikin af Uma Thurman. Hún ákvað þó að leika sér aðeins að nafninu og kalla sig Miu Flawless því hún vildi vera góð með sig á vellinum. Hún sagði að í daglegu lífi vandi hún sig að vera ekki fyrir fólki en á vellinum er takmarkið að vera fyrir öðrum. Salóme Petra sagðist hafa prófað margar íþróttir en ekki fundið sig almennilega í neinni þeirra. „Svo var mér bent á þetta og ég varð ástfangin af öllu, íþróttinni og samfélaginu og liðsmönnum. Ég gat verið meira ég sjálf, þarna var ég svo velkomin og leið ótrúlega vel,“ sagði Salóme.Fann kærustu sína í Roller Derby Edda spurði hvort hún hefði orðið bókstaflega ástfangin af liðsfélögunum en svo var ekki. Hins vegar var það Gabríella sem fann kærustuna sína í Roller Derby. Edda var svo hrifin af búningum þeirra að hún bað þær um að setja upp hjálmana og góma og setti svo sjálf á sig sólgleraugu áður en hún hóf að lesa veðurfréttirnar. Þess má geta að Ragnarök taka á móti kanadíska liðinu Los Coños í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi klukkan 17 á morgun. Nánari upplýsingar um leikinn má finna hér.
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira