Meira frelsi í lausasölulyfjum á hinum Norðurlöndunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. mars 2017 18:30 Frumvarp til nýrra lyfjalaga mun rýmka heimildir við sölu á lyfjum í lausasölu verði það í sömu mynd og það var fyrst lagt fram. Hægt verður að kaupa lyf í matvöruverslunum nái það fram að ganga. Danir, Norðmenn og Svíar hafa lengi búið við mun meira frelsi við sölu lausasölulyfja en við Íslendingar. Á Íslandi eru lyf seld yfir borðið í apótekum, óháð styrk þeirra eða magni. Núgildandi lyfjalög tóku gildi 1. júlí 1994 og hefur þeim verið breytt alls 43 sinnum. Þau hafa hins vegar aldrei sætt heildarendurskoðun frá gildistöku þeirra. Í þingmálaskrá núverandi ríkisstjórnar er gert ráð fyrir frumvarpi til nýrra lyfjalaga. Frumvarpið, sem hefur ekki verið lagt fram, felur í sér heildarendurskoðun núgildandi laga með tilliti til stefnumörkunar og þeirra breytinga sem orðið hafa á Evrópulöggjöfinni í þeim tilgangi að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum. Verði frumvarpið svipað og þegar það var fyrst lagt fram verða heimildir til sölu lyfja í lausasölu rýmkaðar og opnað verður á sölu lausasölulyfja í matvöruverslunum. Fallið var frá þessu í útgáfu frumvarpsins sem lögð var fram á Alþingi í apríl 2016. Samkvæmt 31. gr. þess var gert ráð fyrir að ákvæði um sölu þessara lyfja yrði nær óbreytt frá því sem nú er. Einungis yrði heimilað að selja minnstu pakkningar og minnstu styrkleika nikótínlyfja og flúorlyfja sem ekki eru ávísunarskyld í matvöruverslunum. Sætti þetta talsverðri gagnrýni frá SVÞ í innsendri umsögn um frumvarpið. Ekki liggur fyrir hvor leiðin verður farin í hinu nýja frumvarpi. Að hafa óbreytt ástand eða opna á sölu lausasölulyfja í matvöruverslunum. Hinar Norðurlandaþjóðirnar búa við mun meira frelsi við sölu á lyfjum í lausasölu en við Íslendingar. Árið 2001 leyfðu Danir sölu á lausasölulyfjum utan apóteka. Í desember á síðasta ári samþykkti danska þjóðþingið lög sem heimila sjálfval í apótekum og almennum verslunum. Í Noregi var sjálfval lausasölulyfja leyft í apótekum fyrir þremur áratugum. Lausasala lyfja í verslunum var leyfð í Noregi 2003 og sjálfval heimilað 2011. Í Svíþjóð hefur sjálfval lausasölulyfja verið leyft í bæði verslunum og apótekum frá 2009.Brynjúlfur Guðmundsson er forsvarsmaður hóps um málefni lausasölulyfja innan Samtaka verslunar og þjónustu.Vísir/ÞÞMun auka þægindi almennings Brynjúlfur Guðmundsson er forsvarsmaður hóps um málefni lausasölulyfja innan Samtaka verslunar og þjónustu. „Ef sala á lausasölulyfjum verður leyfð í almennum verslunum mun það auka þægindi almennings við að nálgast lausasölulyf, sérstaklega utan opnunartíma apóteka. Það eru margar verslanir á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni sem opnar eru allan sólarhringinn. Að leyfa sjálfval í apótekum mun auka persónuvernd einstaklinga við kaup á lyfjum. Fólk heyrir ekki hvaða lyf beðið er um og einstaklingurinn getur skoðað og borið saman þau lyf sem eru í boði. Hann getur borið saman verð og verið betur upplýstur við ákvörðun um kaup,“ segir Brynjúlfur. Ef heimildir verða rýmkaðar er í raun bara verið að færa umhverfið nær því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. „Það er eðlileg krafa að það séu ekki þrengri reglur á Íslandi en í þeim löndum sem við berum okkur alltaf saman við,“ segir Brynjúlfur. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Frumvarp til nýrra lyfjalaga mun rýmka heimildir við sölu á lyfjum í lausasölu verði það í sömu mynd og það var fyrst lagt fram. Hægt verður að kaupa lyf í matvöruverslunum nái það fram að ganga. Danir, Norðmenn og Svíar hafa lengi búið við mun meira frelsi við sölu lausasölulyfja en við Íslendingar. Á Íslandi eru lyf seld yfir borðið í apótekum, óháð styrk þeirra eða magni. Núgildandi lyfjalög tóku gildi 1. júlí 1994 og hefur þeim verið breytt alls 43 sinnum. Þau hafa hins vegar aldrei sætt heildarendurskoðun frá gildistöku þeirra. Í þingmálaskrá núverandi ríkisstjórnar er gert ráð fyrir frumvarpi til nýrra lyfjalaga. Frumvarpið, sem hefur ekki verið lagt fram, felur í sér heildarendurskoðun núgildandi laga með tilliti til stefnumörkunar og þeirra breytinga sem orðið hafa á Evrópulöggjöfinni í þeim tilgangi að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum. Verði frumvarpið svipað og þegar það var fyrst lagt fram verða heimildir til sölu lyfja í lausasölu rýmkaðar og opnað verður á sölu lausasölulyfja í matvöruverslunum. Fallið var frá þessu í útgáfu frumvarpsins sem lögð var fram á Alþingi í apríl 2016. Samkvæmt 31. gr. þess var gert ráð fyrir að ákvæði um sölu þessara lyfja yrði nær óbreytt frá því sem nú er. Einungis yrði heimilað að selja minnstu pakkningar og minnstu styrkleika nikótínlyfja og flúorlyfja sem ekki eru ávísunarskyld í matvöruverslunum. Sætti þetta talsverðri gagnrýni frá SVÞ í innsendri umsögn um frumvarpið. Ekki liggur fyrir hvor leiðin verður farin í hinu nýja frumvarpi. Að hafa óbreytt ástand eða opna á sölu lausasölulyfja í matvöruverslunum. Hinar Norðurlandaþjóðirnar búa við mun meira frelsi við sölu á lyfjum í lausasölu en við Íslendingar. Árið 2001 leyfðu Danir sölu á lausasölulyfjum utan apóteka. Í desember á síðasta ári samþykkti danska þjóðþingið lög sem heimila sjálfval í apótekum og almennum verslunum. Í Noregi var sjálfval lausasölulyfja leyft í apótekum fyrir þremur áratugum. Lausasala lyfja í verslunum var leyfð í Noregi 2003 og sjálfval heimilað 2011. Í Svíþjóð hefur sjálfval lausasölulyfja verið leyft í bæði verslunum og apótekum frá 2009.Brynjúlfur Guðmundsson er forsvarsmaður hóps um málefni lausasölulyfja innan Samtaka verslunar og þjónustu.Vísir/ÞÞMun auka þægindi almennings Brynjúlfur Guðmundsson er forsvarsmaður hóps um málefni lausasölulyfja innan Samtaka verslunar og þjónustu. „Ef sala á lausasölulyfjum verður leyfð í almennum verslunum mun það auka þægindi almennings við að nálgast lausasölulyf, sérstaklega utan opnunartíma apóteka. Það eru margar verslanir á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni sem opnar eru allan sólarhringinn. Að leyfa sjálfval í apótekum mun auka persónuvernd einstaklinga við kaup á lyfjum. Fólk heyrir ekki hvaða lyf beðið er um og einstaklingurinn getur skoðað og borið saman þau lyf sem eru í boði. Hann getur borið saman verð og verið betur upplýstur við ákvörðun um kaup,“ segir Brynjúlfur. Ef heimildir verða rýmkaðar er í raun bara verið að færa umhverfið nær því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. „Það er eðlileg krafa að það séu ekki þrengri reglur á Íslandi en í þeim löndum sem við berum okkur alltaf saman við,“ segir Brynjúlfur.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira