Margir keyptu gjaldeyri í dag Höskuldur Kári Schram skrifar 13. mars 2017 18:54 Gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum heims lækkaði um allt að þrjú prósent í dag og þá var meira um að fólk væri að koma í útibú bankanna til að kaupa gjaldeyri. Sérfræðingur hjá Íslandsbanka segir erfitt að meta hvernig gengið muni þróast á næstu dögum. Forystumenn ríkisstjórnin kynntu í gær þá ákvörðun um að afnema gjaldeyrihöftin og tekur þessi ákvörðun gildi á morgun. Markaðurinn brást strax við þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun og byrjaði gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum að síga. Krónan veiktist mest um allt að 4 prósent en styrktist hins vegar þegar leið á daginn. Þegar lokað var fyrir viðskipti hafði evran hækkað um 3 krónur eða 2,49 prósent. Pundið hækkaði um rúmar 4 krónur eða tæp þrjú prósent. Bandaríkjadollar um tæpar þrjár krónur eða 2,43 prósent og danska krónan um hálfa krónu eða 2,49 prósent. Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir að breytingarnar í dag hafi ekki komið á óvart. „Hér var áherslan fyrst og fremst að opna fyrir útflæði. Það eru ennþá ákveðnar hömlur á innflæði inn í íslensk ríkisskuldabréf sem menn hljóta í framhaldinu að fara að skoða,“ segir Páll. Þá töluvert um að fólk væri að koma í útibú bankanna til að kaupa gjaldeyri og voru viðskiptin nokkuð meiri en á venjulegum degi samkvæmt upplýsingum frá bönkunum. Í flestum tilvikum var fólk að kaupa gjaldeyri vegna utanlandsferða og má ætla að margir óttist að krónan muni veikjast eitthvað á næstu vikum og vilji því ganga frá gjaldeyriskaupum sem fyrst. Jón Bjarki Bentsson hjá Greiningu Íslandsbanka segir erfitt að meta hvernig gengið muni þróast á næstu dögum. „Ég held að við getum sé töluverðar sveiflur á næstu dögum,“ segir Jón. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum heims lækkaði um allt að þrjú prósent í dag og þá var meira um að fólk væri að koma í útibú bankanna til að kaupa gjaldeyri. Sérfræðingur hjá Íslandsbanka segir erfitt að meta hvernig gengið muni þróast á næstu dögum. Forystumenn ríkisstjórnin kynntu í gær þá ákvörðun um að afnema gjaldeyrihöftin og tekur þessi ákvörðun gildi á morgun. Markaðurinn brást strax við þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun og byrjaði gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum að síga. Krónan veiktist mest um allt að 4 prósent en styrktist hins vegar þegar leið á daginn. Þegar lokað var fyrir viðskipti hafði evran hækkað um 3 krónur eða 2,49 prósent. Pundið hækkaði um rúmar 4 krónur eða tæp þrjú prósent. Bandaríkjadollar um tæpar þrjár krónur eða 2,43 prósent og danska krónan um hálfa krónu eða 2,49 prósent. Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir að breytingarnar í dag hafi ekki komið á óvart. „Hér var áherslan fyrst og fremst að opna fyrir útflæði. Það eru ennþá ákveðnar hömlur á innflæði inn í íslensk ríkisskuldabréf sem menn hljóta í framhaldinu að fara að skoða,“ segir Páll. Þá töluvert um að fólk væri að koma í útibú bankanna til að kaupa gjaldeyri og voru viðskiptin nokkuð meiri en á venjulegum degi samkvæmt upplýsingum frá bönkunum. Í flestum tilvikum var fólk að kaupa gjaldeyri vegna utanlandsferða og má ætla að margir óttist að krónan muni veikjast eitthvað á næstu vikum og vilji því ganga frá gjaldeyriskaupum sem fyrst. Jón Bjarki Bentsson hjá Greiningu Íslandsbanka segir erfitt að meta hvernig gengið muni þróast á næstu dögum. „Ég held að við getum sé töluverðar sveiflur á næstu dögum,“ segir Jón.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira