Jón Ólafs á góðum spretti Elín Albertsdóttir skrifar 15. mars 2017 10:15 Jón Ólafsson og félagar hans sem verða á sviðinu í Salnum í Kópavogi annað kvöld. MYND/GVA Það eru tíu ár frá því síðasta hljómplata kom frá Jóni Ólafssyni. Nú sendir hann frá sér Fiska. Í haust kemur ný plata með Nýdönsk. Eftir að hafa spilað á píanó í nær 200 sýningum á Mamma Mía þótti Jóni kominn tími til að gera eitthvað frá eigin brjósti. Þeir Björn og Benny eru auðvitað frábærir og öll lögin með Abba en Jón segir það hafa verið kærkomið að setjast niður og semja ný lög. „Stundum kemur þessi þörf upp í hugann, sérstaklega þegar maður hefur lengi verið að flytja tónlist annarra. Á plötunni eru eingöngu lög sem ég ræð við að syngja en þau eru átakalítil og hugguleg. Textarnir eru einlægir og hreinskilnir. Þeir fjalla um tilfinningar, rómantík, langanir og þrár,“ segir hann. Platan kemur bæði út á geisladiski og vínylplötu. „Tvö laganna hafa verið í spilun á útvarpsstöðvum en nú er diskurinn kominn í verslanir auk þess sem hægt er að kaupa hann á Spotify. Ég gerði líka YouTube-vídeó fyrir þá sem fylgjast með þar. Á tónleikunum verður platan spiluð í heild sinni í réttri röð en ég ætla líka að rifja upp gömlu lögin mín,“ segir Jón sem verður með sérvalda hljómsveit með sér í Salnum. Það eru þeir Andri Ólafsson, Bassi Ólafsson, Haraldur V. Sveinbjörnsson, Stefán Hjörleifsson og Stefán Már Magnússon. Jón fyllir venjulega Salinn með tónleikaröð sinni Af fingrum fram. Þar spjallar hann við þekkta tónlistarmenn, núna síðast Egil Ólafsson. Þegar hann er spurður hvort hann muni spjalla við sjálfan sig á þessum tónleikum, svarar hann: „Ég verð ekki mjög málglaður en segi gestum aðeins frá lögunum. Ég reyni að vera skemmtilegur,“ svarar hann. Jón segist nota dagana til að semja. „Ég er svoldið í því núna að semja mörg lög og hratt. Vel síðan það besta úr og hendi hinu,“ segir hann. Í lok mars fer Jón til Kanada ásamt hljómsveitinni Nýdönsk. „Við ætlum að taka upp nýja hljómplötu í Toronto sem kemur síðan út í haust. Platan er búin að vera í undirbúningi en það eru komin nokkur ár frá því að við gerðum Diskó Berlín. Það verður mjög gaman að fara á nýjar slóðir og þjappa hópnum saman. Við erum búnir að vera í rosalega miklu stuði að semja músík. Sjálfur hef ég verið á góðum spretti,“ segir Jón. Hann segist hafa átt ótrúlega skemmtilegan tíma í Borgarleikhúsinu. „Það eru svo æðisleg lög í Mamma Mia auk þess sem leikhúsið er frábær vinnustaður. Ég á von á því að verða í nýrri leiksýningu en ég má ekki fjalla um hana strax. Það er nóg að gera og ég er ákaflega þakklátur fyrir það. Ég er lukkunnar pamfíll,“ segir Jón. „Svo sé ég enga ástæðu til að hætta með Af fingrum fram á meðan nóg er af góðum tónlistarmönnum til að spjalla við.“ Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Það eru tíu ár frá því síðasta hljómplata kom frá Jóni Ólafssyni. Nú sendir hann frá sér Fiska. Í haust kemur ný plata með Nýdönsk. Eftir að hafa spilað á píanó í nær 200 sýningum á Mamma Mía þótti Jóni kominn tími til að gera eitthvað frá eigin brjósti. Þeir Björn og Benny eru auðvitað frábærir og öll lögin með Abba en Jón segir það hafa verið kærkomið að setjast niður og semja ný lög. „Stundum kemur þessi þörf upp í hugann, sérstaklega þegar maður hefur lengi verið að flytja tónlist annarra. Á plötunni eru eingöngu lög sem ég ræð við að syngja en þau eru átakalítil og hugguleg. Textarnir eru einlægir og hreinskilnir. Þeir fjalla um tilfinningar, rómantík, langanir og þrár,“ segir hann. Platan kemur bæði út á geisladiski og vínylplötu. „Tvö laganna hafa verið í spilun á útvarpsstöðvum en nú er diskurinn kominn í verslanir auk þess sem hægt er að kaupa hann á Spotify. Ég gerði líka YouTube-vídeó fyrir þá sem fylgjast með þar. Á tónleikunum verður platan spiluð í heild sinni í réttri röð en ég ætla líka að rifja upp gömlu lögin mín,“ segir Jón sem verður með sérvalda hljómsveit með sér í Salnum. Það eru þeir Andri Ólafsson, Bassi Ólafsson, Haraldur V. Sveinbjörnsson, Stefán Hjörleifsson og Stefán Már Magnússon. Jón fyllir venjulega Salinn með tónleikaröð sinni Af fingrum fram. Þar spjallar hann við þekkta tónlistarmenn, núna síðast Egil Ólafsson. Þegar hann er spurður hvort hann muni spjalla við sjálfan sig á þessum tónleikum, svarar hann: „Ég verð ekki mjög málglaður en segi gestum aðeins frá lögunum. Ég reyni að vera skemmtilegur,“ svarar hann. Jón segist nota dagana til að semja. „Ég er svoldið í því núna að semja mörg lög og hratt. Vel síðan það besta úr og hendi hinu,“ segir hann. Í lok mars fer Jón til Kanada ásamt hljómsveitinni Nýdönsk. „Við ætlum að taka upp nýja hljómplötu í Toronto sem kemur síðan út í haust. Platan er búin að vera í undirbúningi en það eru komin nokkur ár frá því að við gerðum Diskó Berlín. Það verður mjög gaman að fara á nýjar slóðir og þjappa hópnum saman. Við erum búnir að vera í rosalega miklu stuði að semja músík. Sjálfur hef ég verið á góðum spretti,“ segir Jón. Hann segist hafa átt ótrúlega skemmtilegan tíma í Borgarleikhúsinu. „Það eru svo æðisleg lög í Mamma Mia auk þess sem leikhúsið er frábær vinnustaður. Ég á von á því að verða í nýrri leiksýningu en ég má ekki fjalla um hana strax. Það er nóg að gera og ég er ákaflega þakklátur fyrir það. Ég er lukkunnar pamfíll,“ segir Jón. „Svo sé ég enga ástæðu til að hætta með Af fingrum fram á meðan nóg er af góðum tónlistarmönnum til að spjalla við.“
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira