Jón Ólafs á góðum spretti Elín Albertsdóttir skrifar 15. mars 2017 10:15 Jón Ólafsson og félagar hans sem verða á sviðinu í Salnum í Kópavogi annað kvöld. MYND/GVA Það eru tíu ár frá því síðasta hljómplata kom frá Jóni Ólafssyni. Nú sendir hann frá sér Fiska. Í haust kemur ný plata með Nýdönsk. Eftir að hafa spilað á píanó í nær 200 sýningum á Mamma Mía þótti Jóni kominn tími til að gera eitthvað frá eigin brjósti. Þeir Björn og Benny eru auðvitað frábærir og öll lögin með Abba en Jón segir það hafa verið kærkomið að setjast niður og semja ný lög. „Stundum kemur þessi þörf upp í hugann, sérstaklega þegar maður hefur lengi verið að flytja tónlist annarra. Á plötunni eru eingöngu lög sem ég ræð við að syngja en þau eru átakalítil og hugguleg. Textarnir eru einlægir og hreinskilnir. Þeir fjalla um tilfinningar, rómantík, langanir og þrár,“ segir hann. Platan kemur bæði út á geisladiski og vínylplötu. „Tvö laganna hafa verið í spilun á útvarpsstöðvum en nú er diskurinn kominn í verslanir auk þess sem hægt er að kaupa hann á Spotify. Ég gerði líka YouTube-vídeó fyrir þá sem fylgjast með þar. Á tónleikunum verður platan spiluð í heild sinni í réttri röð en ég ætla líka að rifja upp gömlu lögin mín,“ segir Jón sem verður með sérvalda hljómsveit með sér í Salnum. Það eru þeir Andri Ólafsson, Bassi Ólafsson, Haraldur V. Sveinbjörnsson, Stefán Hjörleifsson og Stefán Már Magnússon. Jón fyllir venjulega Salinn með tónleikaröð sinni Af fingrum fram. Þar spjallar hann við þekkta tónlistarmenn, núna síðast Egil Ólafsson. Þegar hann er spurður hvort hann muni spjalla við sjálfan sig á þessum tónleikum, svarar hann: „Ég verð ekki mjög málglaður en segi gestum aðeins frá lögunum. Ég reyni að vera skemmtilegur,“ svarar hann. Jón segist nota dagana til að semja. „Ég er svoldið í því núna að semja mörg lög og hratt. Vel síðan það besta úr og hendi hinu,“ segir hann. Í lok mars fer Jón til Kanada ásamt hljómsveitinni Nýdönsk. „Við ætlum að taka upp nýja hljómplötu í Toronto sem kemur síðan út í haust. Platan er búin að vera í undirbúningi en það eru komin nokkur ár frá því að við gerðum Diskó Berlín. Það verður mjög gaman að fara á nýjar slóðir og þjappa hópnum saman. Við erum búnir að vera í rosalega miklu stuði að semja músík. Sjálfur hef ég verið á góðum spretti,“ segir Jón. Hann segist hafa átt ótrúlega skemmtilegan tíma í Borgarleikhúsinu. „Það eru svo æðisleg lög í Mamma Mia auk þess sem leikhúsið er frábær vinnustaður. Ég á von á því að verða í nýrri leiksýningu en ég má ekki fjalla um hana strax. Það er nóg að gera og ég er ákaflega þakklátur fyrir það. Ég er lukkunnar pamfíll,“ segir Jón. „Svo sé ég enga ástæðu til að hætta með Af fingrum fram á meðan nóg er af góðum tónlistarmönnum til að spjalla við.“ Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira
Það eru tíu ár frá því síðasta hljómplata kom frá Jóni Ólafssyni. Nú sendir hann frá sér Fiska. Í haust kemur ný plata með Nýdönsk. Eftir að hafa spilað á píanó í nær 200 sýningum á Mamma Mía þótti Jóni kominn tími til að gera eitthvað frá eigin brjósti. Þeir Björn og Benny eru auðvitað frábærir og öll lögin með Abba en Jón segir það hafa verið kærkomið að setjast niður og semja ný lög. „Stundum kemur þessi þörf upp í hugann, sérstaklega þegar maður hefur lengi verið að flytja tónlist annarra. Á plötunni eru eingöngu lög sem ég ræð við að syngja en þau eru átakalítil og hugguleg. Textarnir eru einlægir og hreinskilnir. Þeir fjalla um tilfinningar, rómantík, langanir og þrár,“ segir hann. Platan kemur bæði út á geisladiski og vínylplötu. „Tvö laganna hafa verið í spilun á útvarpsstöðvum en nú er diskurinn kominn í verslanir auk þess sem hægt er að kaupa hann á Spotify. Ég gerði líka YouTube-vídeó fyrir þá sem fylgjast með þar. Á tónleikunum verður platan spiluð í heild sinni í réttri röð en ég ætla líka að rifja upp gömlu lögin mín,“ segir Jón sem verður með sérvalda hljómsveit með sér í Salnum. Það eru þeir Andri Ólafsson, Bassi Ólafsson, Haraldur V. Sveinbjörnsson, Stefán Hjörleifsson og Stefán Már Magnússon. Jón fyllir venjulega Salinn með tónleikaröð sinni Af fingrum fram. Þar spjallar hann við þekkta tónlistarmenn, núna síðast Egil Ólafsson. Þegar hann er spurður hvort hann muni spjalla við sjálfan sig á þessum tónleikum, svarar hann: „Ég verð ekki mjög málglaður en segi gestum aðeins frá lögunum. Ég reyni að vera skemmtilegur,“ svarar hann. Jón segist nota dagana til að semja. „Ég er svoldið í því núna að semja mörg lög og hratt. Vel síðan það besta úr og hendi hinu,“ segir hann. Í lok mars fer Jón til Kanada ásamt hljómsveitinni Nýdönsk. „Við ætlum að taka upp nýja hljómplötu í Toronto sem kemur síðan út í haust. Platan er búin að vera í undirbúningi en það eru komin nokkur ár frá því að við gerðum Diskó Berlín. Það verður mjög gaman að fara á nýjar slóðir og þjappa hópnum saman. Við erum búnir að vera í rosalega miklu stuði að semja músík. Sjálfur hef ég verið á góðum spretti,“ segir Jón. Hann segist hafa átt ótrúlega skemmtilegan tíma í Borgarleikhúsinu. „Það eru svo æðisleg lög í Mamma Mia auk þess sem leikhúsið er frábær vinnustaður. Ég á von á því að verða í nýrri leiksýningu en ég má ekki fjalla um hana strax. Það er nóg að gera og ég er ákaflega þakklátur fyrir það. Ég er lukkunnar pamfíll,“ segir Jón. „Svo sé ég enga ástæðu til að hætta með Af fingrum fram á meðan nóg er af góðum tónlistarmönnum til að spjalla við.“
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira