Vonbrigði með ákvörðun peningastefnunefndar Framkvæmdastjórar SA, SI, SAF og SFS og SVÞ skrifa 16. mars 2017 07:00 Peningastefnunefnd hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum. Það eru mikil vonbrigði fyrir atvinnulífið enda sterk rök fyrir vaxtalækkun í kjölfar afnáms fjármagnshafta. Verðbólga hefur verið undir 2,5% markmiðinu í þrjú ár samfleytt og verðbólguvæntingar eru það einnig. Það segir sína sögu. Sterk rök eru því fyrir lækkun stýrivaxta, einkum þar sem Seðlabankinn hefur í spám sínum byggt á veikara gengi krónunnar en nú er. Öll rök hníga að því að verðbólgu sé ofspáð í nánustu framtíð. Það stefnir í áframhaldandi styrkingu krónunnar verði ekki gripið í taumana. Afnám hafta virðist hafa heppnast vel enda styrktist krónan á fyrsta haftalausa deginum, og miðað við traust innlendra og erlendra markaðsaðila á íslensku efnahagslífi mun hún styrkjast áfram. Vitnisburður um það er innreið erlendra fjárfesta á innlendan hlutabréfamarkað. Hagvöxtur er mikill og viðskiptaafgangur nemur 8% af landsframleiðslu. Nýjar kortaveltutölur sýna hóflegan vöxt einkaneyslu. Þrátt fyrir mikinn vöxt óskuldsettrar einkaneyslu á árinu 2016 er hún í sögulegu lágmarki, sem hlutfall af VLF, og hefur það hlutfall ekki verið lægra frá árinu 1949. Þá eru fjárfestingar í sögulegu meðaltali þrátt fyrir mikla uppsafnaða fjárfestingaþörf. Áframhaldandi hátt vaxtastig og meðfylgjandi ofurstyrkur krónunnar mun grafa undan efnahagslegum stöðugleika. Ytri staða þjóðarbúsins er mjög góð og hefur sjaldan eða aldrei verið betri. Sterkir straumar erlends fjármagns renna inn í efnahagslífið og það skapar svigrúm til vaxtalækkunar. Þótt meginmarkmið Seðlabankans séu lág og stöðug verðbólga er hlutverk hans einnig að stuðla að fjármálastöðugleika, en í því hlýtur að felast að hann sporni gegn óhóflegum efnahagssveiflum. Rök Seðlabankans fyrir miklum vaxtamun gagnvart útlöndum gætu hugsanlega verið að samhliða losun hafta þurfi munurinn að vera mikill til að sporna gegn útflæði fjármagns. En vaxtamunurinn er allt of mikill og ýtir undir innflæði erlends fjármagns og styrkingu krónunnar. Atvinnulífið leggur áherslu á þessi málefnalegu rök. Vonbrigðin með óbreytta stýrivexti eru veruleg.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SAAlmar Guðmundsson framkvæmdastjóri SIHelga Árnadóttir framkvæmdastjóri SAFHeiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFSAndrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Andrés Magnússon Halldór Benjamín Þorbergsson Heiðrún Lind Marteinsdóttir Helga Árnadóttir Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum. Það eru mikil vonbrigði fyrir atvinnulífið enda sterk rök fyrir vaxtalækkun í kjölfar afnáms fjármagnshafta. Verðbólga hefur verið undir 2,5% markmiðinu í þrjú ár samfleytt og verðbólguvæntingar eru það einnig. Það segir sína sögu. Sterk rök eru því fyrir lækkun stýrivaxta, einkum þar sem Seðlabankinn hefur í spám sínum byggt á veikara gengi krónunnar en nú er. Öll rök hníga að því að verðbólgu sé ofspáð í nánustu framtíð. Það stefnir í áframhaldandi styrkingu krónunnar verði ekki gripið í taumana. Afnám hafta virðist hafa heppnast vel enda styrktist krónan á fyrsta haftalausa deginum, og miðað við traust innlendra og erlendra markaðsaðila á íslensku efnahagslífi mun hún styrkjast áfram. Vitnisburður um það er innreið erlendra fjárfesta á innlendan hlutabréfamarkað. Hagvöxtur er mikill og viðskiptaafgangur nemur 8% af landsframleiðslu. Nýjar kortaveltutölur sýna hóflegan vöxt einkaneyslu. Þrátt fyrir mikinn vöxt óskuldsettrar einkaneyslu á árinu 2016 er hún í sögulegu lágmarki, sem hlutfall af VLF, og hefur það hlutfall ekki verið lægra frá árinu 1949. Þá eru fjárfestingar í sögulegu meðaltali þrátt fyrir mikla uppsafnaða fjárfestingaþörf. Áframhaldandi hátt vaxtastig og meðfylgjandi ofurstyrkur krónunnar mun grafa undan efnahagslegum stöðugleika. Ytri staða þjóðarbúsins er mjög góð og hefur sjaldan eða aldrei verið betri. Sterkir straumar erlends fjármagns renna inn í efnahagslífið og það skapar svigrúm til vaxtalækkunar. Þótt meginmarkmið Seðlabankans séu lág og stöðug verðbólga er hlutverk hans einnig að stuðla að fjármálastöðugleika, en í því hlýtur að felast að hann sporni gegn óhóflegum efnahagssveiflum. Rök Seðlabankans fyrir miklum vaxtamun gagnvart útlöndum gætu hugsanlega verið að samhliða losun hafta þurfi munurinn að vera mikill til að sporna gegn útflæði fjármagns. En vaxtamunurinn er allt of mikill og ýtir undir innflæði erlends fjármagns og styrkingu krónunnar. Atvinnulífið leggur áherslu á þessi málefnalegu rök. Vonbrigðin með óbreytta stýrivexti eru veruleg.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SAAlmar Guðmundsson framkvæmdastjóri SIHelga Árnadóttir framkvæmdastjóri SAFHeiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFSAndrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar