18 ára reykvísk YouTube-stjarna og með tugi milljóna áhorfa: „Fæ eitthvað borgað en ég vinn líka aðrar vinnur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2017 14:00 Didda er að slá í gegn á YouTube. „Ég byrjaði að gera myndbönd þegar ég var í kringum tíu eða ellefu ára. Áhuginn kom eftir að ég var með í stuttmynd sem krakkar úr árganginum voru að búa til. Ég byrjaði seinna að setja inn myndbönd á YouTube,“ segir Sigríður Þóra Flygenring, 18 ára ung kona sem búsett er í Reykjavík. Sigríður kallar sig Didda á YouTube og má segja að hún sé YouTube-stjarna. Didda byrjaði á YouTube árið 2010 og hefur hún um sextíu þúsund fylgjendur. Myndböndin hennar hafa yfir 36 milljónir áhorfa. „Ég gerði mér fyrst ekki grein fyrir því að hver sem er gæti horft á þessi myndbönd, en svo eignaðist ég vini og áhorfendur og þá fór ég að búa til myndbönd sérstaklega fyrir YouTube.“ Hún segir að flest myndböndin sé einhverskonar samanblanda af raunveruleikanum og ímyndunarafli hennar. „Mér finnst gaman að sýna heiminn á fyndinn hátt og skreyti oft myndböndin með teikningum. Ég hef eiginlega verið á YouTube síðan ég var barn og á það til að gera bara myndbönd eins og ég er vön að gera. Svo einmitt núna er ég að reyna að breyta til og fullorðnast aðeins og finna út hvað ég vil búa til.“ Hún segir að ekkert eitt sérstakt myndband hafi skapað vinsældir hennar og hafi rásin stækkað hægt og bítandi. Didda segist fá smávegis greitt frá YouTube.Þarf líka að vinna „Ég fæ eitthvað borgað en ég vinn líka aðrar vinnur og er í skóla. Ég gæti ef til vill gert YouTube að vinnunni minni í framtíðinni en ég veit ekki hvort það sé eitthvað sem ég stefni endilega á að gera.“ Didda segist eiga nokkra aðdáendur. „Ég hef séð nokkrar aðdáendasíður og komment. Ég hef líka hitt nokkra áhorfendur og þau eru öll frekar slök, sem er mjög næs því ég sé mig sjálfa ekkert sem neina YouTube stjörnu,“ segir Sigríður og bætir við að það sé virkilega gaman að standa í þessu. „Væri líklegast ekki að gera þetta nema það væri gaman. Helst er þá gaman bara að fá feedback frá áhorfendum og líka að kynnast öðru fólki sem er að gera það sama. Ég hef eignast marga vini í gegnum YouTube og hef líka verið svo heppin að fá að hitta þá. Ég hef líka verið boðin í að taka þátt í nokkrum pallborðsumræðum á VidCon í Bandaríkjunum og Amsterdam, sem er virkilega skemmtilegt og gott tækifæri.“ Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá Diddu: Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira
„Ég byrjaði að gera myndbönd þegar ég var í kringum tíu eða ellefu ára. Áhuginn kom eftir að ég var með í stuttmynd sem krakkar úr árganginum voru að búa til. Ég byrjaði seinna að setja inn myndbönd á YouTube,“ segir Sigríður Þóra Flygenring, 18 ára ung kona sem búsett er í Reykjavík. Sigríður kallar sig Didda á YouTube og má segja að hún sé YouTube-stjarna. Didda byrjaði á YouTube árið 2010 og hefur hún um sextíu þúsund fylgjendur. Myndböndin hennar hafa yfir 36 milljónir áhorfa. „Ég gerði mér fyrst ekki grein fyrir því að hver sem er gæti horft á þessi myndbönd, en svo eignaðist ég vini og áhorfendur og þá fór ég að búa til myndbönd sérstaklega fyrir YouTube.“ Hún segir að flest myndböndin sé einhverskonar samanblanda af raunveruleikanum og ímyndunarafli hennar. „Mér finnst gaman að sýna heiminn á fyndinn hátt og skreyti oft myndböndin með teikningum. Ég hef eiginlega verið á YouTube síðan ég var barn og á það til að gera bara myndbönd eins og ég er vön að gera. Svo einmitt núna er ég að reyna að breyta til og fullorðnast aðeins og finna út hvað ég vil búa til.“ Hún segir að ekkert eitt sérstakt myndband hafi skapað vinsældir hennar og hafi rásin stækkað hægt og bítandi. Didda segist fá smávegis greitt frá YouTube.Þarf líka að vinna „Ég fæ eitthvað borgað en ég vinn líka aðrar vinnur og er í skóla. Ég gæti ef til vill gert YouTube að vinnunni minni í framtíðinni en ég veit ekki hvort það sé eitthvað sem ég stefni endilega á að gera.“ Didda segist eiga nokkra aðdáendur. „Ég hef séð nokkrar aðdáendasíður og komment. Ég hef líka hitt nokkra áhorfendur og þau eru öll frekar slök, sem er mjög næs því ég sé mig sjálfa ekkert sem neina YouTube stjörnu,“ segir Sigríður og bætir við að það sé virkilega gaman að standa í þessu. „Væri líklegast ekki að gera þetta nema það væri gaman. Helst er þá gaman bara að fá feedback frá áhorfendum og líka að kynnast öðru fólki sem er að gera það sama. Ég hef eignast marga vini í gegnum YouTube og hef líka verið svo heppin að fá að hitta þá. Ég hef líka verið boðin í að taka þátt í nokkrum pallborðsumræðum á VidCon í Bandaríkjunum og Amsterdam, sem er virkilega skemmtilegt og gott tækifæri.“ Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá Diddu:
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira