Leysa heimsvandamálin í rakarastólnum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. mars 2017 20:00 „Ég mun sakna allra minna góðu viðskiptavina,“ segir Sigurpáll Grímsson, hárskerameistari og eigandi Rakarastofunnar Klapparstíg, en stofunni verður lokað um næstu mánaðamót eftir 99 ára rekstur. Við sama tilefni mun hann leggja skærin á hilluna eftir 50 ára feril. Rakarastofan Klapparstíg var stofnuð árið 1918 og er því eitt elsta fyrirtæki landsins. Stofan hefur verið í rekstri við Klapparstíg í 99 ár. Sigurpáll Grímsson tók við rekstri hennar árið 1967. Hann hefur nú selt húsnæðið við Klapparstíg en veit ekki til þess hvers konar rekstur tekur þar við. Sigurpáll ætlar sökum aldurs að setjast í helgan stein þegar stofan lokar eftir tvær vikur en hann verður 72 ára á þessu ári. „Það sækir auðvitað að mér af og til efi. En ég er búinn að taka þessa ákvörðun og setja á þetta dagsetningu þannig að þetta er bara komið,” segir Sigurpáll.Fjölbreytt starf Hann segir starfið krefjandi, þá sérstaklega líkamlega enda þurfi sterka beinabyggingu til að standa lengi við stólinn.Þetta er krefjandi starf eins og þú segir en hvað er það skemmtilegasta við að vera rakari? „Það er eiginlega bara fjölbreytileikinn Maður veit í raun aldrei hvernig dagurinn verður,” segir Sigurpáll.Viðskiptavinur í 79 ár Hann segir að hann muni sakna mest allra sinna góðu viðskiptavina. Einn þeirra leit við í morgun en hann hefur verið fastakúnni Sigurpáls í 30 ár.Það hlýtur nú að vera svolítið erfitt að kveðja viðskiptavini sem eru búnir að vera lengi hjá þér? „Jú það er það. Það var einn hérna í stólnum hjá mér í vikunni sem leið, háaldraður. Hann sagði að hann væri búinn að vera viðskiptavinur á Rakarastofunni Klapparstíg síðan 1938,” segir Sigurpáll.Pólitíkin rædd og leyst í stólnum Og viðskiptavinirnir eru eins misjafnir og þeir eru margir – sumir ræða við hann á mjög persónulegum nótum á meðan aðrir vilja ræða daginn og veginn. Og svo er það pólitíkin. „Sko málið er það að heimspólitíkin og pólitíkin hérna heima eru leyst hérna í þessum rakarastól. Og það er sko enginn vandi að leysa þessi vandamál í stólnum. En það getur orðið svolítið verra að framkvæma hugmyndirnar,” segir Sigurpáll. Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
„Ég mun sakna allra minna góðu viðskiptavina,“ segir Sigurpáll Grímsson, hárskerameistari og eigandi Rakarastofunnar Klapparstíg, en stofunni verður lokað um næstu mánaðamót eftir 99 ára rekstur. Við sama tilefni mun hann leggja skærin á hilluna eftir 50 ára feril. Rakarastofan Klapparstíg var stofnuð árið 1918 og er því eitt elsta fyrirtæki landsins. Stofan hefur verið í rekstri við Klapparstíg í 99 ár. Sigurpáll Grímsson tók við rekstri hennar árið 1967. Hann hefur nú selt húsnæðið við Klapparstíg en veit ekki til þess hvers konar rekstur tekur þar við. Sigurpáll ætlar sökum aldurs að setjast í helgan stein þegar stofan lokar eftir tvær vikur en hann verður 72 ára á þessu ári. „Það sækir auðvitað að mér af og til efi. En ég er búinn að taka þessa ákvörðun og setja á þetta dagsetningu þannig að þetta er bara komið,” segir Sigurpáll.Fjölbreytt starf Hann segir starfið krefjandi, þá sérstaklega líkamlega enda þurfi sterka beinabyggingu til að standa lengi við stólinn.Þetta er krefjandi starf eins og þú segir en hvað er það skemmtilegasta við að vera rakari? „Það er eiginlega bara fjölbreytileikinn Maður veit í raun aldrei hvernig dagurinn verður,” segir Sigurpáll.Viðskiptavinur í 79 ár Hann segir að hann muni sakna mest allra sinna góðu viðskiptavina. Einn þeirra leit við í morgun en hann hefur verið fastakúnni Sigurpáls í 30 ár.Það hlýtur nú að vera svolítið erfitt að kveðja viðskiptavini sem eru búnir að vera lengi hjá þér? „Jú það er það. Það var einn hérna í stólnum hjá mér í vikunni sem leið, háaldraður. Hann sagði að hann væri búinn að vera viðskiptavinur á Rakarastofunni Klapparstíg síðan 1938,” segir Sigurpáll.Pólitíkin rædd og leyst í stólnum Og viðskiptavinirnir eru eins misjafnir og þeir eru margir – sumir ræða við hann á mjög persónulegum nótum á meðan aðrir vilja ræða daginn og veginn. Og svo er það pólitíkin. „Sko málið er það að heimspólitíkin og pólitíkin hérna heima eru leyst hérna í þessum rakarastól. Og það er sko enginn vandi að leysa þessi vandamál í stólnum. En það getur orðið svolítið verra að framkvæma hugmyndirnar,” segir Sigurpáll.
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira