Tekjumöguleikar fyrir konur Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 18. mars 2017 11:00 Kynjahallinn er útbreiddur í atvinnulífinu,“ segir Ágústa. Visir/Eyþór Öll störf eru kvennastörf,“ eru einkunnarorð átaksins #kvennastarf sem hófst í mars. Myllumerkið hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum en um er að ræða átak og kynningarherferð á vegum Samtaka iðnaðarins og Tækniskólans, í samstarfi við alla iðn- og verkmenntaskóla á Íslandi. Markmið átaksins er að hvetja ungar stúlkur og konur til að skrá sig í nám í svokölluðum „karllægum greinum“. „Það þarf fleiri nemendur í iðn- og tækninám. Kveikjan að þessu átaki er hversu fáar konur stunda nám í vissum geirum iðnaðar. Vinnumarkaðurinn líður fyrir þessa einhæfni. Svo er þetta líka fyrst og fremst bara mikilvægt jafnréttismál sem skólarnir vilja láta sig varða,“ segir Ágústa Sveinsdóttir, hönnuður og markaðsfulltrúi hjá Tækniskólanum og einn talsmanna átaksins. Þegar Ágústa fór að kanna þátttöku stúlkna og kvenna í iðngreinum kom henni lágt hlutfall þeirra á óvart. „Tölfræðin er sláandi svo ekki sé meira sagt, það er ljóst að það er þörf á þessu átaki. Enda er ég viss um að námið og störfin henta konum jafn vel og körlum. Mér finnst líka ólíklegt að bara strákar hafi áhuga á þeim. Tekjumöguleikarnir eru líka góðir,“ bætir hún við. „Ég gerði til að mynda sjálf rannsókn á konum sem starfa sem flugmenn. Ég hafði samband við Félag íslenskra flugmanna, hringdi í öll fyrirtæki á Íslandi sem eru með flugmenn í starfi. Konurnar eru ótrúlega fáar, á mörgum stöðum voru engar starfandi flugmenn. Hlutfallið var best hjá Icelandair, eða um tíu prósent,“ segir Ágústa og nefnir annan geira sem kom henni á óvart hvað fáar konur starfa við. „Það kom mér mikið á óvart hvað það eru fáar konur með sveinspróf í matreiðslu. Maður tengir konur við matargerð, það er alveg á hreinu að þær hafa mikinn áhuga á mat og matargerð. En það sést ekki á vinnumarkaðnum. Þær eru fáar í matariðnaði,“ segir Ágústa sem talaði við bæði stúlkur og konur sem tengjast iðnaðinum. „Sumar þeirra nefndu að barneignir þeirra þættu fyrirstaða. Það er með ólíkindum að svo úrelt viðhorf skuli viðgangast. Karlmenn eiga börn líka, við búum í nútíma samfélagi og það sló mig að konur hafi þurft að mæta þessu gamaldags viðhorfi og eigi því erfiðara með að fá inngöngu. Sumar hafa líka talað um að það sé gert ráð fyrir því að vaktaálag geri þeim erfitt fyrir að halda heimili. Eins og karlmenn haldi ekki líka heimili,“ bendir Ágústa á. Til að byrja með stóð aðeins til að fara í átak tengt námi í Tækniskólanum. Strax við undirbúning þess kom í ljós að þörf væri á almennri vitundarvakningu,. „Maður fór að rýna í tölur og niðurstöðurnar bentu til þess að kynjahallinn væri svo mikill að þörf væri á umræðu og aðgerðum. „Svo kemur í ljós að kynjahallinn er miklu útbreiddari í atvinnulífinu eins og maður hefur séð í þjóðfélagsumræðunni síðastliðna mánuði.“ Hún segir að flest fyrirtæki í dag sýni mikinn velvilja og sum þeirra meira að segja eru mjög spennt fyrir því að fá stelpur til starfa. En þó tala sumar stelpur í iðnnámi um að þær þurfi að berjast meira fyrir sínu. Til dæmis hafa nokkrar stelpur nefnt að þær hafi átt í meiri erfiðleikum með að komast á samning heldur en strákarnir. „Þetta þarf að laga, það þarf að fara yfir aðgangshindranir stelpna í iðnnám. Iðnaðarstörf hafa breyst mikið, efnin eru léttari og tæknin hefur breyst. Iðnaðarstörf eru ekki endilega mikið erfiði,“ segir Ágústa sem segir þátttöku í herferðinni hafa vakið hana til umhugsunar. „Stelpur virðast þurfa að segja hlutina fimm sinnum oftar en strákar. Þeim líður oft eins og þær megi ekki gera mistök og finna fyrir því að það eru gerðar aðrar og meiri kröfur til þeirra en strákanna. Það er að minnsta kosti mitt persónulega mat,“ segir Ágústa.Greinin er hluti af umfjöllun í helgarblaði Fréttablaðsins 18.mars um átakið #kvennastörf. Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Öll störf eru kvennastörf,“ eru einkunnarorð átaksins #kvennastarf sem hófst í mars. Myllumerkið hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum en um er að ræða átak og kynningarherferð á vegum Samtaka iðnaðarins og Tækniskólans, í samstarfi við alla iðn- og verkmenntaskóla á Íslandi. Markmið átaksins er að hvetja ungar stúlkur og konur til að skrá sig í nám í svokölluðum „karllægum greinum“. „Það þarf fleiri nemendur í iðn- og tækninám. Kveikjan að þessu átaki er hversu fáar konur stunda nám í vissum geirum iðnaðar. Vinnumarkaðurinn líður fyrir þessa einhæfni. Svo er þetta líka fyrst og fremst bara mikilvægt jafnréttismál sem skólarnir vilja láta sig varða,“ segir Ágústa Sveinsdóttir, hönnuður og markaðsfulltrúi hjá Tækniskólanum og einn talsmanna átaksins. Þegar Ágústa fór að kanna þátttöku stúlkna og kvenna í iðngreinum kom henni lágt hlutfall þeirra á óvart. „Tölfræðin er sláandi svo ekki sé meira sagt, það er ljóst að það er þörf á þessu átaki. Enda er ég viss um að námið og störfin henta konum jafn vel og körlum. Mér finnst líka ólíklegt að bara strákar hafi áhuga á þeim. Tekjumöguleikarnir eru líka góðir,“ bætir hún við. „Ég gerði til að mynda sjálf rannsókn á konum sem starfa sem flugmenn. Ég hafði samband við Félag íslenskra flugmanna, hringdi í öll fyrirtæki á Íslandi sem eru með flugmenn í starfi. Konurnar eru ótrúlega fáar, á mörgum stöðum voru engar starfandi flugmenn. Hlutfallið var best hjá Icelandair, eða um tíu prósent,“ segir Ágústa og nefnir annan geira sem kom henni á óvart hvað fáar konur starfa við. „Það kom mér mikið á óvart hvað það eru fáar konur með sveinspróf í matreiðslu. Maður tengir konur við matargerð, það er alveg á hreinu að þær hafa mikinn áhuga á mat og matargerð. En það sést ekki á vinnumarkaðnum. Þær eru fáar í matariðnaði,“ segir Ágústa sem talaði við bæði stúlkur og konur sem tengjast iðnaðinum. „Sumar þeirra nefndu að barneignir þeirra þættu fyrirstaða. Það er með ólíkindum að svo úrelt viðhorf skuli viðgangast. Karlmenn eiga börn líka, við búum í nútíma samfélagi og það sló mig að konur hafi þurft að mæta þessu gamaldags viðhorfi og eigi því erfiðara með að fá inngöngu. Sumar hafa líka talað um að það sé gert ráð fyrir því að vaktaálag geri þeim erfitt fyrir að halda heimili. Eins og karlmenn haldi ekki líka heimili,“ bendir Ágústa á. Til að byrja með stóð aðeins til að fara í átak tengt námi í Tækniskólanum. Strax við undirbúning þess kom í ljós að þörf væri á almennri vitundarvakningu,. „Maður fór að rýna í tölur og niðurstöðurnar bentu til þess að kynjahallinn væri svo mikill að þörf væri á umræðu og aðgerðum. „Svo kemur í ljós að kynjahallinn er miklu útbreiddari í atvinnulífinu eins og maður hefur séð í þjóðfélagsumræðunni síðastliðna mánuði.“ Hún segir að flest fyrirtæki í dag sýni mikinn velvilja og sum þeirra meira að segja eru mjög spennt fyrir því að fá stelpur til starfa. En þó tala sumar stelpur í iðnnámi um að þær þurfi að berjast meira fyrir sínu. Til dæmis hafa nokkrar stelpur nefnt að þær hafi átt í meiri erfiðleikum með að komast á samning heldur en strákarnir. „Þetta þarf að laga, það þarf að fara yfir aðgangshindranir stelpna í iðnnám. Iðnaðarstörf hafa breyst mikið, efnin eru léttari og tæknin hefur breyst. Iðnaðarstörf eru ekki endilega mikið erfiði,“ segir Ágústa sem segir þátttöku í herferðinni hafa vakið hana til umhugsunar. „Stelpur virðast þurfa að segja hlutina fimm sinnum oftar en strákar. Þeim líður oft eins og þær megi ekki gera mistök og finna fyrir því að það eru gerðar aðrar og meiri kröfur til þeirra en strákanna. Það er að minnsta kosti mitt persónulega mat,“ segir Ágústa.Greinin er hluti af umfjöllun í helgarblaði Fréttablaðsins 18.mars um átakið #kvennastörf.
Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira