Lífið

Fyrsta vændishús heimsins sem státar eingöngu af dúkkum

Samúel Karl Ólason skrifar
Dúkkurnar Leiza, Katy, Lily og Aki.
Dúkkurnar Leiza, Katy, Lily og Aki.
Fyrirtækið LumiDolls er líklegast fyrsta vændisfyrirtæki heimsins sem gerir eingöngu út á kynmök við dúkkur. Að vísu háþróaðar dúkkur úr sílikoni, en klukkustundin með einni þeirra kostar 80 evrur, sem samsvarar rétt tæpum níu þúsund krónum.

LumiDolls státar, samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins, af fjórum dúkkum sem nefnast Katy, Lily, Leiza og Aki.

Í samtali við El Espaniol segir talskona fyrirtækisins að það vilji ekki veita aðrar upplýsingar en fram koma á heimasíðu LumiDolls, fyrr en í lok mánaðarins. Blaðamaður miðilsins brá því á það ráð að fara sem viðskiptavinur.

Þetta var fyrir síðustu helgi, skömmu eftir að fyrirtækið opnaði á föstudeginum. Strax kom í ljós að blaðamaðurinn gat eingöngu fengið tíma með einni dúkkunni strax um kvöldið. Það var fimmta dúkkan sem kallast Gina. Annars væri fullbókað hjá fyrirtækinu um þá helgina.

Fyrirtækið opnaði nú í vikunni í Barcelona á Spáni, en einhverjum þykir það ekki tilviljun. Á vefnum Broadly er bent á að í vikunni hefst tækniráðstefnan Mobile World Congress og borgin mun fyllast af fólki.

LumiDolls lofar því að dúkkurnar séu þrifnar fyrir og eftir hvern viðskiptavin og heitir fyrirtækið einnig trúnaði. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×