Pönkið þarf ekki blessun 1. mars 2017 14:45 ,,Húsið er bara einstakur tónleikastaður þar sem nándin milli gesta og listamanna skipar sérstakt andrúmsloft. Þar var einfaldlega bara kominn tími á að sinna pönkinu," segir Beggi Smári, skipuleggjandi pönkveislunnar á Dillon á morgun. MYND/STEFÁN Blásið verður til mikillar pönkveislu á morgun fimmtudag á skemmtistaðnum Dillon í Reykjavík þegar fimm ólíkar sveitir stíga á svið, þar á meðal pönkböndin goðsagnakenndu Q4U og Fræbbblarnir. Dillon hefur lengi lagt áherslu á að sinna öllu litrófi íslenskrar tónlistar og er pönkið þar engin undantekning, segir Beggi Smári, skipuleggjandi pönkveislunnar og umsjónarmaður lifandi viðburða á Dillon. „Pönkið hefur alltaf átt heima á Dillon og hnitmiðaðar hátíðir eins og þessar hafa alltaf slegið í gegn hér. Húsið er einstakur tónleikastaður þar sem nándin milli gesta og listamanna skipar sérstakt andrúmsloft. Það var einfaldlega bara kominn tími á að sinna pönkinu.“ Fimm pönkbönd koma fram á morgun. Fyrst ber að nefna íslensku pönksveitirnar Q4U og Fræbbblana sem báðar þarf vart að kynna enda hafa þær átt þátt í að móta íslenska pönktónlist eins og við þekkjum hana í dag að hans sögn.Finnska pönkbandið Turpakäräjät er á tónleikaferð um landið, Set Iceland on fire.Miðaldra tuðarar Hljómsveitin Tuð kemur einnig fram en hún gaf út sína fyrstu plötu í fyrra sem ber heitið Þegiðu! „Svo þeirra eigin orð séu notuð þá eru þeir í Tuð lífsleiðir miðaldra karlmenn sem tuða yfir því helsta sem angrar þá með misalvarlegum textum og grípandi melódíum.“ Dýrðin er öllu eldri en hún hefur starfað frá árinu 1994. „Stefna þeirra í upphafi var að búa til sætt popp en með eintóma bílskúrspönkara innanborðs urðu lætin meiri en góðu hófi gegndi. Niðurstaðan varð því hratt popp-pönk rokk með ballöðuívafi hér og þar. Um miðjan febrúar kom út nýjasta plata þeirra, Your Favorite Band.“Meira en músik Eina erlenda bandið á tónleikunum er frá Finnlandi og heitir Turpakäräjät en sveitin er nú í tónleikaferð um Ísland sem hún kallar „Set Iceland on fire“. Beggi Smári vitnar í Kalle Keinonen, söngvara hljómsveitarinnar: „Pönk er ógnarsterkt tæki til að tjá skoðanir og hugsanir um almenn málefni og persónuleg vandamál. Að segja nei, þetta er ekki rétt! Pönk er tól sem leyfir þér að gera hvað í fjandanum sem þú vilt gera. Þú þarft engan til að veita þér blessun sína fyrir að spila pönk!“Fræbbblana þarf vart að kynna enda áttu þeir þátt í að móta íslenska pönktónlist.Hann býst við góðri stemningu á morgun. „Pönkið er löngu búið að síast inn í músík sem við skilgreinum ekki endilega sem pönk í dag. Unga fólkið hlustar á músík sem er undir sterkum pönkáhrifum þótt það kannski skilgreini sig ekki sem pönkara. Pönkið var og er auðvitað miklu meira en bara músík. Það er viðhorf og lífsstíll. Við eigum eftir að sjá fólk á öllum aldri á fimmtudaginn, bæði á sviðinu og úti í sal.“ Tónleikarnir byrja klukkan 20 og er frítt inn á þá eins og alla tónleika hjá Dillon. Nánari upplýsingar inn á Facebook-síðu Dillon. Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Blásið verður til mikillar pönkveislu á morgun fimmtudag á skemmtistaðnum Dillon í Reykjavík þegar fimm ólíkar sveitir stíga á svið, þar á meðal pönkböndin goðsagnakenndu Q4U og Fræbbblarnir. Dillon hefur lengi lagt áherslu á að sinna öllu litrófi íslenskrar tónlistar og er pönkið þar engin undantekning, segir Beggi Smári, skipuleggjandi pönkveislunnar og umsjónarmaður lifandi viðburða á Dillon. „Pönkið hefur alltaf átt heima á Dillon og hnitmiðaðar hátíðir eins og þessar hafa alltaf slegið í gegn hér. Húsið er einstakur tónleikastaður þar sem nándin milli gesta og listamanna skipar sérstakt andrúmsloft. Það var einfaldlega bara kominn tími á að sinna pönkinu.“ Fimm pönkbönd koma fram á morgun. Fyrst ber að nefna íslensku pönksveitirnar Q4U og Fræbbblana sem báðar þarf vart að kynna enda hafa þær átt þátt í að móta íslenska pönktónlist eins og við þekkjum hana í dag að hans sögn.Finnska pönkbandið Turpakäräjät er á tónleikaferð um landið, Set Iceland on fire.Miðaldra tuðarar Hljómsveitin Tuð kemur einnig fram en hún gaf út sína fyrstu plötu í fyrra sem ber heitið Þegiðu! „Svo þeirra eigin orð séu notuð þá eru þeir í Tuð lífsleiðir miðaldra karlmenn sem tuða yfir því helsta sem angrar þá með misalvarlegum textum og grípandi melódíum.“ Dýrðin er öllu eldri en hún hefur starfað frá árinu 1994. „Stefna þeirra í upphafi var að búa til sætt popp en með eintóma bílskúrspönkara innanborðs urðu lætin meiri en góðu hófi gegndi. Niðurstaðan varð því hratt popp-pönk rokk með ballöðuívafi hér og þar. Um miðjan febrúar kom út nýjasta plata þeirra, Your Favorite Band.“Meira en músik Eina erlenda bandið á tónleikunum er frá Finnlandi og heitir Turpakäräjät en sveitin er nú í tónleikaferð um Ísland sem hún kallar „Set Iceland on fire“. Beggi Smári vitnar í Kalle Keinonen, söngvara hljómsveitarinnar: „Pönk er ógnarsterkt tæki til að tjá skoðanir og hugsanir um almenn málefni og persónuleg vandamál. Að segja nei, þetta er ekki rétt! Pönk er tól sem leyfir þér að gera hvað í fjandanum sem þú vilt gera. Þú þarft engan til að veita þér blessun sína fyrir að spila pönk!“Fræbbblana þarf vart að kynna enda áttu þeir þátt í að móta íslenska pönktónlist.Hann býst við góðri stemningu á morgun. „Pönkið er löngu búið að síast inn í músík sem við skilgreinum ekki endilega sem pönk í dag. Unga fólkið hlustar á músík sem er undir sterkum pönkáhrifum þótt það kannski skilgreini sig ekki sem pönkara. Pönkið var og er auðvitað miklu meira en bara músík. Það er viðhorf og lífsstíll. Við eigum eftir að sjá fólk á öllum aldri á fimmtudaginn, bæði á sviðinu og úti í sal.“ Tónleikarnir byrja klukkan 20 og er frítt inn á þá eins og alla tónleika hjá Dillon. Nánari upplýsingar inn á Facebook-síðu Dillon.
Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira