Bæta þarf kjör kennara, hvað sem ASÍ segir Þórður Á. Hjaltested og Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 2. mars 2017 18:25 Enn og aftur hefur forysta Alþýðusambands Íslands (ASÍ) í samstarfi við forystu Samtaka atvinnulífsins (SA) tekið sér þá sjálfskipuðu stöðu að ráðskast með það hvernig launasetningu og launaþróun einstakra stétta á Íslandi er háttað. Í þessu felst að mati Kennarasambands Íslands (KÍ) vanvirðing á samningsrétti annarra hópa og skilningsleysi á hlutfallslegri launastöðu þeirra. Kennarasamband Íslands og BHM eru ekki aðilar að því rammasamkomulagi sem vísað er til í yfirlýsingu ASÍ og SA. KÍ tilgreindi á sínum tíma þrjár ástæður fyrir því að taka ekki þátt. Meðal þeirra var andstaða við launastefnu sem hefði nóvember 2013 sem grunnviðmiðun. Sú viðmiðun hentar ASÍ og SA en ekki félagsmönnum KÍ og fleiri opinberum starfsmönnum. KÍ hefur talað skýrt um það og fært rök fyrir því að laun félagsmanna þurfi að hækka verulega umfram það sem getið er um í rammasamkomulaginu. Samkeppnisstöðu kennarastarfsins verður að laga. Þar liggur undir framtíð íslensks menntakerfis. Um þetta þarf þjóðarsátt. Nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar er afdráttarlaus hvað þetta varðar. Þar eru yfirvöld hvött til að fara í aðgerðir til að sporna við fækkun menntaðra kennara, fá þá kennara sem horfið hafa frá kennslu aftur til starfa í skólum landsins, efla nýliðun í kennarastéttinni og auka aðsókn í kennaranámið. Það má ljóst vera að Kennarasamtökin munu ekki afsala sér samningsréttinum og munu áfram vinna markvisst að því að að lagfæra kjör félagsmanna sinna. Yfirlýsing ASÍ og SA frá 28. febrúar síðastliðnum breytir engu þar um. Yfirlýsing ASÍ og SA er ekki til þess fallin að byggja upp og styrkja menntakerfið, heldur er þvert í mót skaðsamleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur hefur forysta Alþýðusambands Íslands (ASÍ) í samstarfi við forystu Samtaka atvinnulífsins (SA) tekið sér þá sjálfskipuðu stöðu að ráðskast með það hvernig launasetningu og launaþróun einstakra stétta á Íslandi er háttað. Í þessu felst að mati Kennarasambands Íslands (KÍ) vanvirðing á samningsrétti annarra hópa og skilningsleysi á hlutfallslegri launastöðu þeirra. Kennarasamband Íslands og BHM eru ekki aðilar að því rammasamkomulagi sem vísað er til í yfirlýsingu ASÍ og SA. KÍ tilgreindi á sínum tíma þrjár ástæður fyrir því að taka ekki þátt. Meðal þeirra var andstaða við launastefnu sem hefði nóvember 2013 sem grunnviðmiðun. Sú viðmiðun hentar ASÍ og SA en ekki félagsmönnum KÍ og fleiri opinberum starfsmönnum. KÍ hefur talað skýrt um það og fært rök fyrir því að laun félagsmanna þurfi að hækka verulega umfram það sem getið er um í rammasamkomulaginu. Samkeppnisstöðu kennarastarfsins verður að laga. Þar liggur undir framtíð íslensks menntakerfis. Um þetta þarf þjóðarsátt. Nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar er afdráttarlaus hvað þetta varðar. Þar eru yfirvöld hvött til að fara í aðgerðir til að sporna við fækkun menntaðra kennara, fá þá kennara sem horfið hafa frá kennslu aftur til starfa í skólum landsins, efla nýliðun í kennarastéttinni og auka aðsókn í kennaranámið. Það má ljóst vera að Kennarasamtökin munu ekki afsala sér samningsréttinum og munu áfram vinna markvisst að því að að lagfæra kjör félagsmanna sinna. Yfirlýsing ASÍ og SA frá 28. febrúar síðastliðnum breytir engu þar um. Yfirlýsing ASÍ og SA er ekki til þess fallin að byggja upp og styrkja menntakerfið, heldur er þvert í mót skaðsamleg.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar