Báðu borgaryfirvöld að loka Heiðmörk Svavar Hávarðsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Eftirlitsmaður Veitna taldi á stuttum tíma för eftir fjórtán bíla sem ekið höfðu utan vegar á viðkvæmu vatnsverndarsvæði Heiðmerkur. Mynd/Hafsteinn Björgvinsson Orkuveita Reykjavíkur fór fram á það við borgaryfirvöld í mars 2013 að vegum í Heiðmörk yrði lokað fyrir gegnumakstri vélknúinna farartækja. Ástæða þessarar beiðni var að tryggja vatnsvernd á svæðinu. Bréfið, sem Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna (dótturfyrirtækis OR), skrifaði tekur til þess að með lokuninni geti Orkuveitan betur rækt skyldur sínar gagnvart íbúum höfuðborgarinnar og „tryggt gott neysluvatn fyrir höfuðborgarbúa til langrar framtíðar“. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær fara heilbrigðiseftirlitin á höfuðborgarsvæðinu þess eindregið á leit við fólk að aka ekki um vatnsverndarsvæðið í Heiðmörk í erfiðum vetrarskilyrðum eins og mynduðust eftir snjóaveðrið á sunnudag. Vegirnir eru mjög varasamir enda engin vetrarþjónusta. Ítrekuð óhöpp hafa orðið á þessu viðkvæma svæði en olíu- og efnamengun er talin ein aðalógnin við öryggi vatnsbóla.Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri VeitnaÖll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sækja vatn í grunnvatnsstraumana í hraununum í Heiðmörk. Þó kemur fram í bréfinu að óljóst virðist hver eigi að sjá um vegina sem þar eru. Þeir séu ekki á vegaskrá Vegagerðarinnar og ekki sé ljóst hvort þeir séu á ábyrgð sveitarfélaganna. Hún vísar í heimild í vegalögum sem leyfir landeigendum að loka slíkum óskilgreindum vegum um jarðir sínar, þó þannig að viðkomandi sveitarstjórn verður að heimila það. Þá lýsir hún því ófremdarástandi sem þá þegar ríki en vegirnir í Heiðmörk eru sjaldan eða ekki hreinsaðir af snjó og mikil svell og hálka myndast þegar hlánar. „Bílar hafa farið út af veginum og olía lekið niður en með snarræði hefur tekist að moka olíumenguðum jarðvegi í burtu,“ segir í bréfi Ingu Dóru til borgarstjórnar. Ennfremur að „starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa oft séð för eftir bíla sem farið hafa út af veginum en þeir verið dregnir burtu án þess að óhappið hafi verið tilkynnt.“Hólmfríður SigurðardóttirEins og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær hefur ástandið verið slæmt síðustu daga, og síst batnað frá þeim tíma sem bréfið var skrifað. Bíll fór þar á hvolf í vikunni og eftirlitsmaður Veitna á svæðinu hefur séð ummerki um fjölda óhappa, þar sem bílar hafa farið út af og einnig þar sem bílstjórar reyna á bíla sína með spóli og utanvegaakstri. Undanfarin misseri virðist vatnsbólunum einnig stafa aukin ógn af flugumferð. Flugvél var nauðlent í Heiðmörk í desember síðastliðnum og útsýnisflug hefur aukist yfir svæðinu. Þegar haft var samband við OR í ljósi þeirrar fréttar sem birt var í gær sagði umhverfisstjórinn, Hólmfríður Sigurðardóttir, að allir íbúar og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu fengju neysluvatn sitt úr Heiðmörk og nágrenni. „Það er öllum mjög mikilvægt að við stöndum vörð um þau einstöku náttúrugæði sem heilnæmt og ómeðhöndlað vatn er, þannig að komandi kynslóðir geti notið þeirra,” segir Hólmfríður sem játar því að óskin um lokanir fyrir alla almenna umferð eigi enn við. Reykjavíkurborg varð ekki við ósk Orkuveitunnar um að loka vegum í Heiðmörk, en gaf fyrirheit um tilteknar umbætur. Hverjar þær urðu hefur Fréttablaðið ekki upplýsingar um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ítrekuð óhöpp sem geta ógnað vatnsvernd Óhöpp á vatnsverndarsvæðinu í Heiðmörk eru tíð þegar mikill snjór og hálka er á svæðinu. Vanbúnir bílar og ofsaakstur eru meðal ástæðna. Hagsmunirnir sem eru undir eru gríðarlegir. Eftirlitsmaður Veitna taldi ummerki eftir 15 bíl 3. mars 2017 07:00 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur fór fram á það við borgaryfirvöld í mars 2013 að vegum í Heiðmörk yrði lokað fyrir gegnumakstri vélknúinna farartækja. Ástæða þessarar beiðni var að tryggja vatnsvernd á svæðinu. Bréfið, sem Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna (dótturfyrirtækis OR), skrifaði tekur til þess að með lokuninni geti Orkuveitan betur rækt skyldur sínar gagnvart íbúum höfuðborgarinnar og „tryggt gott neysluvatn fyrir höfuðborgarbúa til langrar framtíðar“. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær fara heilbrigðiseftirlitin á höfuðborgarsvæðinu þess eindregið á leit við fólk að aka ekki um vatnsverndarsvæðið í Heiðmörk í erfiðum vetrarskilyrðum eins og mynduðust eftir snjóaveðrið á sunnudag. Vegirnir eru mjög varasamir enda engin vetrarþjónusta. Ítrekuð óhöpp hafa orðið á þessu viðkvæma svæði en olíu- og efnamengun er talin ein aðalógnin við öryggi vatnsbóla.Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri VeitnaÖll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sækja vatn í grunnvatnsstraumana í hraununum í Heiðmörk. Þó kemur fram í bréfinu að óljóst virðist hver eigi að sjá um vegina sem þar eru. Þeir séu ekki á vegaskrá Vegagerðarinnar og ekki sé ljóst hvort þeir séu á ábyrgð sveitarfélaganna. Hún vísar í heimild í vegalögum sem leyfir landeigendum að loka slíkum óskilgreindum vegum um jarðir sínar, þó þannig að viðkomandi sveitarstjórn verður að heimila það. Þá lýsir hún því ófremdarástandi sem þá þegar ríki en vegirnir í Heiðmörk eru sjaldan eða ekki hreinsaðir af snjó og mikil svell og hálka myndast þegar hlánar. „Bílar hafa farið út af veginum og olía lekið niður en með snarræði hefur tekist að moka olíumenguðum jarðvegi í burtu,“ segir í bréfi Ingu Dóru til borgarstjórnar. Ennfremur að „starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa oft séð för eftir bíla sem farið hafa út af veginum en þeir verið dregnir burtu án þess að óhappið hafi verið tilkynnt.“Hólmfríður SigurðardóttirEins og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær hefur ástandið verið slæmt síðustu daga, og síst batnað frá þeim tíma sem bréfið var skrifað. Bíll fór þar á hvolf í vikunni og eftirlitsmaður Veitna á svæðinu hefur séð ummerki um fjölda óhappa, þar sem bílar hafa farið út af og einnig þar sem bílstjórar reyna á bíla sína með spóli og utanvegaakstri. Undanfarin misseri virðist vatnsbólunum einnig stafa aukin ógn af flugumferð. Flugvél var nauðlent í Heiðmörk í desember síðastliðnum og útsýnisflug hefur aukist yfir svæðinu. Þegar haft var samband við OR í ljósi þeirrar fréttar sem birt var í gær sagði umhverfisstjórinn, Hólmfríður Sigurðardóttir, að allir íbúar og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu fengju neysluvatn sitt úr Heiðmörk og nágrenni. „Það er öllum mjög mikilvægt að við stöndum vörð um þau einstöku náttúrugæði sem heilnæmt og ómeðhöndlað vatn er, þannig að komandi kynslóðir geti notið þeirra,” segir Hólmfríður sem játar því að óskin um lokanir fyrir alla almenna umferð eigi enn við. Reykjavíkurborg varð ekki við ósk Orkuveitunnar um að loka vegum í Heiðmörk, en gaf fyrirheit um tilteknar umbætur. Hverjar þær urðu hefur Fréttablaðið ekki upplýsingar um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ítrekuð óhöpp sem geta ógnað vatnsvernd Óhöpp á vatnsverndarsvæðinu í Heiðmörk eru tíð þegar mikill snjór og hálka er á svæðinu. Vanbúnir bílar og ofsaakstur eru meðal ástæðna. Hagsmunirnir sem eru undir eru gríðarlegir. Eftirlitsmaður Veitna taldi ummerki eftir 15 bíl 3. mars 2017 07:00 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Sjá meira
Ítrekuð óhöpp sem geta ógnað vatnsvernd Óhöpp á vatnsverndarsvæðinu í Heiðmörk eru tíð þegar mikill snjór og hálka er á svæðinu. Vanbúnir bílar og ofsaakstur eru meðal ástæðna. Hagsmunirnir sem eru undir eru gríðarlegir. Eftirlitsmaður Veitna taldi ummerki eftir 15 bíl 3. mars 2017 07:00