Þyrluflugmenn geta verið lofthræddir Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 4. mars 2017 11:00 Þorgeir Atli spurði Þórarin Inga flugstjóra hjá Landhelgisgæslunni hvað þeir gerðu þegar þeir þyrftu á klósettið í miðju flugi. Visir/Antonbrink Þorgeir Atli Gunnarsson er á tíunda ári. Hann heimsótti Landhelgisgæsluna á dögunum til að forvitnast um störf þyrluflugmanna og sigmanna. Fyrir svörum sat Þórarinn Ingi Ingason flugstjóri.Þorgeir Atli: Hvað eru margir um borð hjá ykkur og hvað gerir hver?Þórarinn: Við erum fimm um borð. Það er flugstjóri, flugmaður, aftur í kabínu er sigmaður sem fer niður í vírnum. Síðan er flugvirki sem stýrir spilinu og læknir sem sinnir sjúklingum og hann fer líka niður ef það þarf að síga.Þorgeir Atli: Er erfitt að fljúga þyrlu?Þórarinn: Það er tækni sem þarf að læra, eins og læra að keyra, hjóla eða labba jafnvel. Þegar maður er búinn að læra þetta þá er það eðlislægt. En svo getur verið erfitt að fljúga í mismunandi aðstæðum.Þorgeir Atli: Eruð þið einhvern tímann stressaðir áður en þið farið að fljúga?Þórarinn: Já, það kemur stress, við þurfum að hugsa um marga hluti og velta ýmsu fyrir okkur. Þorgeir Atli: En lofthræddir?Þórarinn: Oftast erum við ekki svo langt frá jörðu þannig að ég er sjaldan lofthræddur. En reyndar er ég lofthræddur, það reynir bara ekki mikið á það.Þorgeir Atli: Hvað er skemmtilegt við starfið?Þórarinn: Það er að njóta náttúrufegurðarinnar á Íslandi. Hún er alveg einstök.Þorgeir Atli: Er hættulegt að fljúga þyrlu?Þórarinn: Já, það er hættulegt ef það er ekki gert rétt.Þorgeir Atli: Hvað gerið þið þegar þið eruð að fljúga þyrlu og þurfið að fara á klósettið?Þórarinn: Við erum með svona poka um borð sem við getum pissað í, þá breytist það í gel.Þorgeir Atli: Er sigmaðurinn aldrei hræddur við að fara niður, til dæmis þegar það er vont veður.Þórarinn: Við hugsum um öryggi númer eitt, tvö og þrjú. Við gerum aldrei eitthvað sem er ekki raunhæft. En örugglega hugsar hann mikið um hvernig hann á að gera þetta til að gera þetta vel.Þorgeir Atli: Eruð þið með einhverja hjátrú tengda vinnunni?Þórarinn: Nei, eiginlega ekki. En ef eitthvað fer úrskeiðis og svo fer eitthvað annað úrskeiðis, þá hugsum við samt oft hvort það sé komin af stað einhver keðjuverkun sem leiðir okkur í ógöngur.Þorgeir Atli: Hvað gerið þið þegar þið eruð ekki í útkalli?Þórarinn: Þá erum við að undirbúa okkur, á námskeiði eða á æfingu. Eða að hvíla okkur. Við erum alltaf viðbúnir.Þorgeir Atli: Getið þið lent hvar sem er á þyrlunni?Þórarinn: Ekki á rúmsjó. En eiginlega alls staðar. Ekki á skipum reyndar, nema þau séu af þeirri stærð að það sé hægt. Í flestum tilfellum getum við lent, nema náttúrulega í brekkum og svona. Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Þorgeir Atli Gunnarsson er á tíunda ári. Hann heimsótti Landhelgisgæsluna á dögunum til að forvitnast um störf þyrluflugmanna og sigmanna. Fyrir svörum sat Þórarinn Ingi Ingason flugstjóri.Þorgeir Atli: Hvað eru margir um borð hjá ykkur og hvað gerir hver?Þórarinn: Við erum fimm um borð. Það er flugstjóri, flugmaður, aftur í kabínu er sigmaður sem fer niður í vírnum. Síðan er flugvirki sem stýrir spilinu og læknir sem sinnir sjúklingum og hann fer líka niður ef það þarf að síga.Þorgeir Atli: Er erfitt að fljúga þyrlu?Þórarinn: Það er tækni sem þarf að læra, eins og læra að keyra, hjóla eða labba jafnvel. Þegar maður er búinn að læra þetta þá er það eðlislægt. En svo getur verið erfitt að fljúga í mismunandi aðstæðum.Þorgeir Atli: Eruð þið einhvern tímann stressaðir áður en þið farið að fljúga?Þórarinn: Já, það kemur stress, við þurfum að hugsa um marga hluti og velta ýmsu fyrir okkur. Þorgeir Atli: En lofthræddir?Þórarinn: Oftast erum við ekki svo langt frá jörðu þannig að ég er sjaldan lofthræddur. En reyndar er ég lofthræddur, það reynir bara ekki mikið á það.Þorgeir Atli: Hvað er skemmtilegt við starfið?Þórarinn: Það er að njóta náttúrufegurðarinnar á Íslandi. Hún er alveg einstök.Þorgeir Atli: Er hættulegt að fljúga þyrlu?Þórarinn: Já, það er hættulegt ef það er ekki gert rétt.Þorgeir Atli: Hvað gerið þið þegar þið eruð að fljúga þyrlu og þurfið að fara á klósettið?Þórarinn: Við erum með svona poka um borð sem við getum pissað í, þá breytist það í gel.Þorgeir Atli: Er sigmaðurinn aldrei hræddur við að fara niður, til dæmis þegar það er vont veður.Þórarinn: Við hugsum um öryggi númer eitt, tvö og þrjú. Við gerum aldrei eitthvað sem er ekki raunhæft. En örugglega hugsar hann mikið um hvernig hann á að gera þetta til að gera þetta vel.Þorgeir Atli: Eruð þið með einhverja hjátrú tengda vinnunni?Þórarinn: Nei, eiginlega ekki. En ef eitthvað fer úrskeiðis og svo fer eitthvað annað úrskeiðis, þá hugsum við samt oft hvort það sé komin af stað einhver keðjuverkun sem leiðir okkur í ógöngur.Þorgeir Atli: Hvað gerið þið þegar þið eruð ekki í útkalli?Þórarinn: Þá erum við að undirbúa okkur, á námskeiði eða á æfingu. Eða að hvíla okkur. Við erum alltaf viðbúnir.Þorgeir Atli: Getið þið lent hvar sem er á þyrlunni?Þórarinn: Ekki á rúmsjó. En eiginlega alls staðar. Ekki á skipum reyndar, nema þau séu af þeirri stærð að það sé hægt. Í flestum tilfellum getum við lent, nema náttúrulega í brekkum og svona.
Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning