Sókn írakskra öryggissveita miðar vel áfram í Mosúl Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. mars 2017 19:44 Öryggissveitir Írak eru studdar af Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum. Vísir/AFP Bardagar hafa staðið yfir í vesturhluta Mosúlborgar í Írak í nærri þrjár vikur og miðar sókn írakska öryggissveita, með stuðningi Bandaríkjamanna, vel áfram gegn vígamönnum hryðjuverkasamtakanna Ríkis Íslams. Guardian greinir frá. Rúmlega 45 þúsund almennra borgara flúðu heimili sín í borginni í síðustu viku og voru bardagar um helgina meðal þeirra hörðustu frá upphafi átakanna. Götur í þessum hluta borgarinnar eru gífurlega þröngar og því erfitt fyrir hermenn öryggissveitanna að nýtast við brynvarða bíla í baráttunni við hryðjuverkamennina og gengur sóknin því hægara en ella. Samkvæmt talsmönnum Íraka miðar sveitunum þó vel áfram og telja þeir sig nú vera nálægt því að ná undir sitt vald helstu stjórnarbyggingum sem má finna í hverfinu og nýttar hafa verið sem bækistöðvar hryðjvuerkasamtakanna. Talið er að leiðtogar samtakanna séu löngu flúnir frá borginni en eftir standa rúmlega 5000 bardagamenn, sem taldir eru reiðubúnir til þess að berjast til síðasta blóðdropa. Alþjóðanefnd Rauða krossins hefur tilkynnt að efnavopnum hafi verið beitt í átökunum og er talið að hryðjuverkasamtökin hafi beitt þeim en samtökin hafa áður beitt slíkum vopnum, þar á meðal klóri og öðrum efnum gegn Kúrdum í norðurhluta landsins. Enn á eftir að staðfesta það hvaða efni voru notuð en leifar af slíkum efnum fundust á tólf almennum borgurum. Samkvæmt upplýsingum frá íröksku öryggissveitunum er talið að þrátt fyrir að sóknin hafi gengið vel á undanförnum dögum, sé enn langt í það að átökum í borginni ljúki og telja írakskir hershöfðingjar að orrustan muni geysa áfram að minnsta kosti næstu tvo mánuði, einfaldlega vegna baráttugleði vígamannanna. Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Bardagar hafa staðið yfir í vesturhluta Mosúlborgar í Írak í nærri þrjár vikur og miðar sókn írakska öryggissveita, með stuðningi Bandaríkjamanna, vel áfram gegn vígamönnum hryðjuverkasamtakanna Ríkis Íslams. Guardian greinir frá. Rúmlega 45 þúsund almennra borgara flúðu heimili sín í borginni í síðustu viku og voru bardagar um helgina meðal þeirra hörðustu frá upphafi átakanna. Götur í þessum hluta borgarinnar eru gífurlega þröngar og því erfitt fyrir hermenn öryggissveitanna að nýtast við brynvarða bíla í baráttunni við hryðjuverkamennina og gengur sóknin því hægara en ella. Samkvæmt talsmönnum Íraka miðar sveitunum þó vel áfram og telja þeir sig nú vera nálægt því að ná undir sitt vald helstu stjórnarbyggingum sem má finna í hverfinu og nýttar hafa verið sem bækistöðvar hryðjvuerkasamtakanna. Talið er að leiðtogar samtakanna séu löngu flúnir frá borginni en eftir standa rúmlega 5000 bardagamenn, sem taldir eru reiðubúnir til þess að berjast til síðasta blóðdropa. Alþjóðanefnd Rauða krossins hefur tilkynnt að efnavopnum hafi verið beitt í átökunum og er talið að hryðjuverkasamtökin hafi beitt þeim en samtökin hafa áður beitt slíkum vopnum, þar á meðal klóri og öðrum efnum gegn Kúrdum í norðurhluta landsins. Enn á eftir að staðfesta það hvaða efni voru notuð en leifar af slíkum efnum fundust á tólf almennum borgurum. Samkvæmt upplýsingum frá íröksku öryggissveitunum er talið að þrátt fyrir að sóknin hafi gengið vel á undanförnum dögum, sé enn langt í það að átökum í borginni ljúki og telja írakskir hershöfðingjar að orrustan muni geysa áfram að minnsta kosti næstu tvo mánuði, einfaldlega vegna baráttugleði vígamannanna.
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira