Fimm börn á tuttugu og níu árum 20. febrúar 2017 17:00 Nanna og yngstu dæturnar tvær. „Ég á fimm börn, tvo stráka og þrjár stelpur. Þau spanna breitt aldursbil, tuttugu og níu ár eru á milli þess elsta og þeirrar yngstu. Planið var ekki að eignast fjölda barna en hins vegar elska ég í dag að eiga svona mörg börn. Ég og fyrrverandi maðurinn minn vorum sextán ára þegar fyrsta barnið okkar fæddist og síðar eignuðumst við tvö börn til viðbótar. Þegar ég kynntist núverandi manninum mínum, Ómari Haukssyni, var hann barnlaus svo við ákváðum að eignast eitt barn saman. Við eigum saman stelpu sem fæddist 2013 og svo bættist yngsta dóttirin við síðastliðinn október. Elsta og yngsta barnið voru ekki plönuð en ekki síður velkomin en hin,“ segar Nanna sem var yfirleitt hraust á meðgöngunni. Hún fékk þó sykursýki í hvert sinn nema þegar hún gekk með næstyngsta barnið. „Á seinustu meðgöngu fann ég reyndar fyrir meiri þreytu en áður, enda orðin fjörutíu og fimm ára og með þriggja ára barn. Að öðru leyti var hver meðganga annarri lík. Ég hef verið hraust og liðið vel á þessum tíma. Alex Emma, fjórða barnið mitt, varð reyndar til við tæknifrjóvgun. Þar sem það tók langan tíma að reyna að verða ólétt af henni var ég aðeins stressaðri á þeirri meðgöngu og hrædd um að missa hana. Sú meðganga var reyndar sú eina þar sem ég fékk ekki meðgöngusykursýki.“Ekki fínt að vera ólétt 16 ára Spurð hvort henni finnist munur á viðhorfi fólks til hennar núna þegar hún átti barn fjörutíu og fimm ára eða þegar hún var sextán svarar Nanna að það hafi ekki þótt mjög fínt af henni að verða ólétt og eignast barn sextán ára. „Ég fékk alveg að heyra það frá fólki á þeim tíma. Mér fannst erfitt að segja foreldrum mínum frá því og ég verð að viðurkenna að ég upplifði smá sömu stemningu þegar ég varð ólétt að Lottu Aniku, yngstu dóttur minni. Kannski það að hún var ekki plönuð en alla vega voru það alveg óþarfa áhyggjur og allir himinlifandi með hana. Maðurinn minn bókaði reyndar „herraklippingu“ í sömu viku og við fengum að vita af óléttunni. Það er sem sagt alveg búið að loka þessum kafla í lífi okkar.“ Nanna ákvað að fá að vita kynið á börnunum, fyrir utan það elsta. „Ég vissi ekki kynið þegar ég gekk með elsta strákinn minn. Ég var bara sextán ára og ekki mikið að spá í þetta. Ég átti von á barni og það kom barn. Það hefur reyndar aldrei skipt höfuðmáli fyrir mig að vita kynið, kannski helst út frá hagsýnisjónarmiðum upp á hvað á að kaupa og hvað má nota aftur.“Nanna er hamingjusöm með barnalánið. Hér eru fjögur af fimm systkinum.Fékk meðgöngusykursýkiSpurð hvort hún hafi farið í meðgöngujóga eða hugað sérstaklega að mataræði og hreyfingu þegar hún gekk með sitt fyrsta barn segir Nanna svo ekki vera. „Þegar ég átti mitt fyrsta barn var ég ekki mikið að spá í neinu slíku, enda of mikið barn sjálf. Ég fékk hins vegar meðgöngusykursýki þrátt fyrir að vera pínulítil og mjög grönn og neyddist því til að hugsa vel um mataræðið. Þar sem ég hef fengið meðgöngusykursýki fjórum sinnum hef ég orðið að hugsa vel um mataræðið. Ég hef aldrei þurft að fá insúlín heldur passað að borða kolvetni í lágmarki og mjög litla skammta í einu. Fyrir mér er þetta frekar jákvætt þar sem ég er ekki mjög dugleg að hugsa um hollustuna dagsdaglega. Þetta kemur mér á rétta braut á meðgöngu.“ Almennt hugsar Nanna Þórdís meira um mataræði og hreyfingu nú en áður. „Þegar ég gekk með tvö yngstu börnin reyndi ég að hreyfa mig reglulega með því að fara út að ganga og tók nokkrar jógasessjónir heima í stofu. Ég er mun meðvitaðri eftir að ég varð eldri um það hversu mikið kraftaverk svona lítil manneskja er og það að margt getur gerst,“ segir hún.Meiri umræða um uppeldi og heilsu„Mér finnst meiri umræða í gangi um uppeldi og heilsu barna í dag, eða ég er að minnsta kosti meðvitaðri um hana. Í uppeldi eldri barna minna spilaði ég þetta meira eftir eyranu en í dag les ég uppeldisráð af miklum áhuga og er meðvitaðri um þá ábyrgð sem fylgir því að móta lítinn einstakling. Ekki það að uppeldi eldri barnanna hafi ekki gengið vel, þau eru öll mjög flott og ég er mjög stolt af því hversu vel heppnuð þau eru.“ Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
„Ég á fimm börn, tvo stráka og þrjár stelpur. Þau spanna breitt aldursbil, tuttugu og níu ár eru á milli þess elsta og þeirrar yngstu. Planið var ekki að eignast fjölda barna en hins vegar elska ég í dag að eiga svona mörg börn. Ég og fyrrverandi maðurinn minn vorum sextán ára þegar fyrsta barnið okkar fæddist og síðar eignuðumst við tvö börn til viðbótar. Þegar ég kynntist núverandi manninum mínum, Ómari Haukssyni, var hann barnlaus svo við ákváðum að eignast eitt barn saman. Við eigum saman stelpu sem fæddist 2013 og svo bættist yngsta dóttirin við síðastliðinn október. Elsta og yngsta barnið voru ekki plönuð en ekki síður velkomin en hin,“ segar Nanna sem var yfirleitt hraust á meðgöngunni. Hún fékk þó sykursýki í hvert sinn nema þegar hún gekk með næstyngsta barnið. „Á seinustu meðgöngu fann ég reyndar fyrir meiri þreytu en áður, enda orðin fjörutíu og fimm ára og með þriggja ára barn. Að öðru leyti var hver meðganga annarri lík. Ég hef verið hraust og liðið vel á þessum tíma. Alex Emma, fjórða barnið mitt, varð reyndar til við tæknifrjóvgun. Þar sem það tók langan tíma að reyna að verða ólétt af henni var ég aðeins stressaðri á þeirri meðgöngu og hrædd um að missa hana. Sú meðganga var reyndar sú eina þar sem ég fékk ekki meðgöngusykursýki.“Ekki fínt að vera ólétt 16 ára Spurð hvort henni finnist munur á viðhorfi fólks til hennar núna þegar hún átti barn fjörutíu og fimm ára eða þegar hún var sextán svarar Nanna að það hafi ekki þótt mjög fínt af henni að verða ólétt og eignast barn sextán ára. „Ég fékk alveg að heyra það frá fólki á þeim tíma. Mér fannst erfitt að segja foreldrum mínum frá því og ég verð að viðurkenna að ég upplifði smá sömu stemningu þegar ég varð ólétt að Lottu Aniku, yngstu dóttur minni. Kannski það að hún var ekki plönuð en alla vega voru það alveg óþarfa áhyggjur og allir himinlifandi með hana. Maðurinn minn bókaði reyndar „herraklippingu“ í sömu viku og við fengum að vita af óléttunni. Það er sem sagt alveg búið að loka þessum kafla í lífi okkar.“ Nanna ákvað að fá að vita kynið á börnunum, fyrir utan það elsta. „Ég vissi ekki kynið þegar ég gekk með elsta strákinn minn. Ég var bara sextán ára og ekki mikið að spá í þetta. Ég átti von á barni og það kom barn. Það hefur reyndar aldrei skipt höfuðmáli fyrir mig að vita kynið, kannski helst út frá hagsýnisjónarmiðum upp á hvað á að kaupa og hvað má nota aftur.“Nanna er hamingjusöm með barnalánið. Hér eru fjögur af fimm systkinum.Fékk meðgöngusykursýkiSpurð hvort hún hafi farið í meðgöngujóga eða hugað sérstaklega að mataræði og hreyfingu þegar hún gekk með sitt fyrsta barn segir Nanna svo ekki vera. „Þegar ég átti mitt fyrsta barn var ég ekki mikið að spá í neinu slíku, enda of mikið barn sjálf. Ég fékk hins vegar meðgöngusykursýki þrátt fyrir að vera pínulítil og mjög grönn og neyddist því til að hugsa vel um mataræðið. Þar sem ég hef fengið meðgöngusykursýki fjórum sinnum hef ég orðið að hugsa vel um mataræðið. Ég hef aldrei þurft að fá insúlín heldur passað að borða kolvetni í lágmarki og mjög litla skammta í einu. Fyrir mér er þetta frekar jákvætt þar sem ég er ekki mjög dugleg að hugsa um hollustuna dagsdaglega. Þetta kemur mér á rétta braut á meðgöngu.“ Almennt hugsar Nanna Þórdís meira um mataræði og hreyfingu nú en áður. „Þegar ég gekk með tvö yngstu börnin reyndi ég að hreyfa mig reglulega með því að fara út að ganga og tók nokkrar jógasessjónir heima í stofu. Ég er mun meðvitaðri eftir að ég varð eldri um það hversu mikið kraftaverk svona lítil manneskja er og það að margt getur gerst,“ segir hún.Meiri umræða um uppeldi og heilsu„Mér finnst meiri umræða í gangi um uppeldi og heilsu barna í dag, eða ég er að minnsta kosti meðvitaðri um hana. Í uppeldi eldri barna minna spilaði ég þetta meira eftir eyranu en í dag les ég uppeldisráð af miklum áhuga og er meðvitaðri um þá ábyrgð sem fylgir því að móta lítinn einstakling. Ekki það að uppeldi eldri barnanna hafi ekki gengið vel, þau eru öll mjög flott og ég er mjög stolt af því hversu vel heppnuð þau eru.“
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira