Borgar árlega hundrað milljónir fyrir leigubíla Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. febrúar 2017 07:00 Landspítalinn við Hringbraut. vísir/vilhelm Kostnaður Landspítalans vegna leigubíla fyrir starfsfólk nam 94,9 milljónum króna á síðasta ári. Hann var 90,9 milljónir árið áður og 108,4 milljónir árið 2014. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum er aðallega skipt við leigubílastöðina Hreyfil en í gangi er samningur um viðskiptakort milli fyrirtækisins og Landspítala. Einnig er skipt við A-stöðina, Bifreiðastöð Oddeyrar og BSR. Sé kostnaður vegna bílaleigubíla tekinn með var heildarkostnaðurinn 100,8 milljónir í fyrra, 95,6 milljónir árið 2015 og 111,8 milljónir árið 2014. María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landspítalanum, segir að kostnaðurinn skýrist aðallega af því hve víða starfsemi Landspítalans fer fram. „Við erum með okkar starfsemi á sautján stöðum í meira en 100 byggingum. Það er verið að þjóna sjúklingum á flestum af þessum stöðum og það er sama starfsfólkið sem er að þjóna sjúklingum á mismunandi stöðum. Það leiðir til þess að okkar fólk þarf mikið að fara á milli,“ segir María. Þetta leiði bæði til beins kostnaðar fyrir spítalann en líka óbeins kostnaðar þar sem vinnutíma starfsfólks sé illa varið í leigubíl.María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá LandspítalanumMynd/LSHHluti kostnaðar fellur til vegna þess að starfsfólk þarf að komast til eða frá vinnu á tímum þar sem strætisvagnar eru ekki á ferð. Þá eiga starfsmenn rétt á að nota leigubíla á kostnað spítalans. María segir þetta þó skýra aðeins lítinn hluta heildarkostnaðarins. Vaktaskipti séu yfirleitt þegar strætó gengur. „Þegar það er ekki þá reynum við að skipuleggja þetta sérstaklega þannig að sami leigubíllinn taki fleiri en einn starfsmann, ef þess er kostur.“ Landspítalinn nýtir sér ekki bara þjónustu leigubíla og bílaleiga því spítalinn á sjálfur nokkra bíla. Meðal annars á spítalinn bíla sem notaðir eru til að aka starfsfólki milli Fossvogs og Hringbrautar. Slíkar ferðir eru farnar á kortersfresti á dagvinnutíma og eru vel nýttar. „En þó við séum með skutluna á milli þessara stóru staða, Hringbrautar og Fossvogs, þá erum við með starfsemi á svo mörgum öðrum stöðum,“ segir María. Sérfræðingar með aðsetur annaðhvort á Hringbraut eða í Fossvogi þjóni sjúklingum sem eru til dæmis á Kleppi, Grensás, vestur á Landakoti og víðar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Kostnaður Landspítalans vegna leigubíla fyrir starfsfólk nam 94,9 milljónum króna á síðasta ári. Hann var 90,9 milljónir árið áður og 108,4 milljónir árið 2014. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum er aðallega skipt við leigubílastöðina Hreyfil en í gangi er samningur um viðskiptakort milli fyrirtækisins og Landspítala. Einnig er skipt við A-stöðina, Bifreiðastöð Oddeyrar og BSR. Sé kostnaður vegna bílaleigubíla tekinn með var heildarkostnaðurinn 100,8 milljónir í fyrra, 95,6 milljónir árið 2015 og 111,8 milljónir árið 2014. María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landspítalanum, segir að kostnaðurinn skýrist aðallega af því hve víða starfsemi Landspítalans fer fram. „Við erum með okkar starfsemi á sautján stöðum í meira en 100 byggingum. Það er verið að þjóna sjúklingum á flestum af þessum stöðum og það er sama starfsfólkið sem er að þjóna sjúklingum á mismunandi stöðum. Það leiðir til þess að okkar fólk þarf mikið að fara á milli,“ segir María. Þetta leiði bæði til beins kostnaðar fyrir spítalann en líka óbeins kostnaðar þar sem vinnutíma starfsfólks sé illa varið í leigubíl.María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá LandspítalanumMynd/LSHHluti kostnaðar fellur til vegna þess að starfsfólk þarf að komast til eða frá vinnu á tímum þar sem strætisvagnar eru ekki á ferð. Þá eiga starfsmenn rétt á að nota leigubíla á kostnað spítalans. María segir þetta þó skýra aðeins lítinn hluta heildarkostnaðarins. Vaktaskipti séu yfirleitt þegar strætó gengur. „Þegar það er ekki þá reynum við að skipuleggja þetta sérstaklega þannig að sami leigubíllinn taki fleiri en einn starfsmann, ef þess er kostur.“ Landspítalinn nýtir sér ekki bara þjónustu leigubíla og bílaleiga því spítalinn á sjálfur nokkra bíla. Meðal annars á spítalinn bíla sem notaðir eru til að aka starfsfólki milli Fossvogs og Hringbrautar. Slíkar ferðir eru farnar á kortersfresti á dagvinnutíma og eru vel nýttar. „En þó við séum með skutluna á milli þessara stóru staða, Hringbrautar og Fossvogs, þá erum við með starfsemi á svo mörgum öðrum stöðum,“ segir María. Sérfræðingar með aðsetur annaðhvort á Hringbraut eða í Fossvogi þjóni sjúklingum sem eru til dæmis á Kleppi, Grensás, vestur á Landakoti og víðar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira