Breyttur persónuleiki eftir skelfilegt bílslys: „Þú veist ekki hvað þú átt að gera eða hvert þú átt að fara“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. febrúar 2017 20:00 14. október árið 2014 var örlagaríkur dagur fyrir feðgana Kristófer Auðunsson og Auðun Pálsson. Kristófer, sem þá var 17 ára og í blóma lífsins, lenti í mjög alvarlegu umferðarslysi á Gullinbrú í Grafarvogi er bifreið sem hann ók valt. Eftir það gjörbreyttist líf Kristófers sem hlaut miklar heilablæðingar. Hann breytti um persónuleika og hefur þurft á mikilli endurhæfingu að halda. Auðun er mjög gagnrýnin á kerfið og vill að breytingar verði gerðar en engin langtímameðferð er í boði fyrir fólk sem fær heilaskaða. mynd/anton brinkKristófer slasaðist mjög alvarlega, hlaut líkamlega áverka og miklar heilablæðingar. Hann lá í nokkra daga á gjörgæsludeild og var síðan fluttur á barnadeild Landspítalans þar sem hann dvaldi í nokkrar vikur. Kristófer man ekki neitt eftir slysinu. Höfuðáverkinn sem Kristófer hlaut í slysinu, ásamt öðrum áverkum, hafa hamlað lífi hans til muna. Hann þurfti að hætta í skóla og vinnu. Hvorki Kristófer né foreldrar hans áttuðu sig almennilega á alvarleika og afleiðingum slyssins fyrr en þó nokkru eftir það. Frá því slysið átti sér stað og til dagsins í dag hefur það tekið mikið á fjölskylduna. Auðun segir að það vanti allt aðhald og leiðbeiningar fyrir fólk sem fær heilaskaða. Hann biðlar því til yfirvalda að gera eitthvað til að bæta þennan málaflokk. Feðgarnir vilja þakka öllum þeim sem komu að málinu: Vegfarendum, sem hjálpuðu til við að velta bílnum, lögreglu, slökkviliði, starfsfólki á bráðamóttöku, sem veittu fyrstu hjálp, starfsfólki á Gensásdeild og á Reykjalundi. Án þessa fagfólks væri Kristófer ekki á þeim stað sem hann er í dag. Hægt er að horfa á viðtal við feðgana í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
14. október árið 2014 var örlagaríkur dagur fyrir feðgana Kristófer Auðunsson og Auðun Pálsson. Kristófer, sem þá var 17 ára og í blóma lífsins, lenti í mjög alvarlegu umferðarslysi á Gullinbrú í Grafarvogi er bifreið sem hann ók valt. Eftir það gjörbreyttist líf Kristófers sem hlaut miklar heilablæðingar. Hann breytti um persónuleika og hefur þurft á mikilli endurhæfingu að halda. Auðun er mjög gagnrýnin á kerfið og vill að breytingar verði gerðar en engin langtímameðferð er í boði fyrir fólk sem fær heilaskaða. mynd/anton brinkKristófer slasaðist mjög alvarlega, hlaut líkamlega áverka og miklar heilablæðingar. Hann lá í nokkra daga á gjörgæsludeild og var síðan fluttur á barnadeild Landspítalans þar sem hann dvaldi í nokkrar vikur. Kristófer man ekki neitt eftir slysinu. Höfuðáverkinn sem Kristófer hlaut í slysinu, ásamt öðrum áverkum, hafa hamlað lífi hans til muna. Hann þurfti að hætta í skóla og vinnu. Hvorki Kristófer né foreldrar hans áttuðu sig almennilega á alvarleika og afleiðingum slyssins fyrr en þó nokkru eftir það. Frá því slysið átti sér stað og til dagsins í dag hefur það tekið mikið á fjölskylduna. Auðun segir að það vanti allt aðhald og leiðbeiningar fyrir fólk sem fær heilaskaða. Hann biðlar því til yfirvalda að gera eitthvað til að bæta þennan málaflokk. Feðgarnir vilja þakka öllum þeim sem komu að málinu: Vegfarendum, sem hjálpuðu til við að velta bílnum, lögreglu, slökkviliði, starfsfólki á bráðamóttöku, sem veittu fyrstu hjálp, starfsfólki á Gensásdeild og á Reykjalundi. Án þessa fagfólks væri Kristófer ekki á þeim stað sem hann er í dag. Hægt er að horfa á viðtal við feðgana í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira