Lyf eiga heima í apótekum Sigurbjörn Gunnarsson skrifar 17. febrúar 2017 07:00 Að undanförnu hefur verið umræða um hvort selja ætti lausasölulyf í almennum verslunum. Upphaf umræðunnar er komið frá svokölluðum lausasöluhópi SVÞ en í þeim hópi eru fáeinir heildsalar sem flytja inn lausasölulyf. Þeirra markmið er eins og einn heildsalinn orðaði það „að stækka markaðinn“ þ.e. að selja meira. Nú er það svo að lyf eru engin venjuleg vara og jafnvel þó að lausasölulyf fáist keypt í apótekum án lyfseðils eru þau vandmeðfarin bæði hvað varðar meðhöndlun og afgreiðslu. Vissulega eru reglur um sölu lausasölulyfja mismunandi eftir löndum og sum þeirra má kaupa í almennum verslunum erlendis. Mikil umræða hefur hins vegar verið víða síðustu misseri, m.a. á Norðurlöndunum og Bretlandi, um ofnotkun þessara lyfja sem hefur farið vaxandi, einkum verkjalyfja s.s. paracetamols og ibuprofens. Alvarlegir skaðar og jafnvel dauðsföll hafa orðið algengari með auknu aðgengi og aukinni sölu þessara lyfja. Vegna þessa hefur t.d. í Svíþjóð verið hætt sölu paracetamols í töfluformi í almennum verslunum. Reglulega kemur fram í fjölmiðlum að neysla ýmissa lyfja sé meiri hér á landi en í öðrum löndum og stundum meiri en góðu hófi gegnir. Það væri því að bæta gráu ofan á svart að heimila sölu lausasölulyfja í almennum verslunum sem mundi án efa leiða til stóraukinnar neyslu þeirra. Ég tek undir með Lyfjafræðingafélaginu og fleiri fagaðilum sem hafa bent á nauðsyn faglegrar afgreiðslu lausasölulyfja sem annarra lyfja. Þar að auki má benda á að gott eftirlit þarf að vera með því að ekki séu afgreiddir of stórir skammtar. Áðurnefndur hópur heildsala lét gera könnun um kaup á lausasölulyfjum sem vitnað hefur verið til í fjölmiðlum. Merkilegasta niðurstaða könnunarinnar, sem reyndar lítið hefur verið getið um, er að 65% svarenda telja mikilvægt að geta fengið ráðgjöf við kaup á lausasölulyfjum og ef þeim sem svara hvorki né er bætt við er þetta yfir 80% svarenda. Ráðgjöf um lyf fæst hjá fagfólki sem starfar í apótekum en ekki hjá unglingum á kassa í stórmarkaði með fullri virðingu fyrir þeim.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið umræða um hvort selja ætti lausasölulyf í almennum verslunum. Upphaf umræðunnar er komið frá svokölluðum lausasöluhópi SVÞ en í þeim hópi eru fáeinir heildsalar sem flytja inn lausasölulyf. Þeirra markmið er eins og einn heildsalinn orðaði það „að stækka markaðinn“ þ.e. að selja meira. Nú er það svo að lyf eru engin venjuleg vara og jafnvel þó að lausasölulyf fáist keypt í apótekum án lyfseðils eru þau vandmeðfarin bæði hvað varðar meðhöndlun og afgreiðslu. Vissulega eru reglur um sölu lausasölulyfja mismunandi eftir löndum og sum þeirra má kaupa í almennum verslunum erlendis. Mikil umræða hefur hins vegar verið víða síðustu misseri, m.a. á Norðurlöndunum og Bretlandi, um ofnotkun þessara lyfja sem hefur farið vaxandi, einkum verkjalyfja s.s. paracetamols og ibuprofens. Alvarlegir skaðar og jafnvel dauðsföll hafa orðið algengari með auknu aðgengi og aukinni sölu þessara lyfja. Vegna þessa hefur t.d. í Svíþjóð verið hætt sölu paracetamols í töfluformi í almennum verslunum. Reglulega kemur fram í fjölmiðlum að neysla ýmissa lyfja sé meiri hér á landi en í öðrum löndum og stundum meiri en góðu hófi gegnir. Það væri því að bæta gráu ofan á svart að heimila sölu lausasölulyfja í almennum verslunum sem mundi án efa leiða til stóraukinnar neyslu þeirra. Ég tek undir með Lyfjafræðingafélaginu og fleiri fagaðilum sem hafa bent á nauðsyn faglegrar afgreiðslu lausasölulyfja sem annarra lyfja. Þar að auki má benda á að gott eftirlit þarf að vera með því að ekki séu afgreiddir of stórir skammtar. Áðurnefndur hópur heildsala lét gera könnun um kaup á lausasölulyfjum sem vitnað hefur verið til í fjölmiðlum. Merkilegasta niðurstaða könnunarinnar, sem reyndar lítið hefur verið getið um, er að 65% svarenda telja mikilvægt að geta fengið ráðgjöf við kaup á lausasölulyfjum og ef þeim sem svara hvorki né er bætt við er þetta yfir 80% svarenda. Ráðgjöf um lyf fæst hjá fagfólki sem starfar í apótekum en ekki hjá unglingum á kassa í stórmarkaði með fullri virðingu fyrir þeim.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar