Hverjir eru úti að aka? Vilborg Halldórsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Meðan ekki er veitt nægilegt fé til vegabóta í fjarlægum fjörðum þessa lands – Dýrafjarðargöng – og álíka vegabætur, á þá að ausa fé í að búa til útskot til myndatöku á hringveginum fyrir ferðamenn? Uppbyggingu innviða fyrir túrismann á ekki að taka af skattfé hins almenna borgara. Okkar skattfé greiðir fyrir velferðarkerfið: menntakerfi, heilsugæslu og samgöngur fyrir íbúa landsins. Augljóst er að það þarf að fara strax í vegabætur vegna túrisma og að auka landvörslu. En – Júlli Jóns á Bíldudal á ekki að greiða fyrir þessi myndaútskot eða landvörslu í Reynisfjöru með skertu aðgengi að sinni læknisþjónustu. Gesturinn á að greiða fyrir þá þjónustu sem hann þarf. Ef hann kýs að hunsa varnargirðingar og að lesa ekki á skilti, né lesa upplýsingar sem eru alls staðar… hvort heldur á neti eða í ferðabókum. Nú, þá verður að hafa vit fyrir honum. Slíkur landvörður á að fá sín laun greidd úr sjóði sem gistináttagjald rynni beint í. Alls staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við er tekið gistináttagjald. Hvet ég lesendur til að sannreyna það og fara á netið og reyna að kaupa sér gistingu. Farið er að taka slíkt gjald einnig af Airbnb og þess háttar gistingu. Reykjavík er aðalviðkomustaður ferðamanna – og mikið sem það gæti orðið frábært, ef borgin fengi að innheimta alvöru „city-tax“ eins og aðrar borgir. Mér varð hugsað til þess á síðastliðinni Airwaves-hátíð, að hingað flykkjast ferðamenn til að hlusta á tónlist í borginni. Við eigum frábært tónlistarfólk og tónlistarskóla, hvar það hefur fengið sitt tónlistaruppeldi. Væri nú ekki stórkostlegt ef Reykjavíkurborg gæti notað hluta síns gistináttagjalds – til að greiða tónlistarkennurum mannsæmandi laun? Þar með væri tónlistarneytandinn/ferðamaðurinn að greiða til uppsprettunnar – sem hann svo nýtur. Hvað eru samningarnir annars búnir að vera lausir lengi? Af hverju ætti ég að greiða komugjald í hvert skipti sem ég kem heim til mín? Ég greiði nú þegar flugvallarskatt í hvert skipti. Yfirstjórn ferðamála á Íslandi er búin að vera úti að aka í bókstaflegri merkingu þess orðs allt of lengi. Fóru ekki ferðamálayfirvöld í herferð árið 2010? „Inspired by Iceland“… ekki reyna að afsaka ykkur með því að þessi túristaflaumur komi ykkur í „opna skjöldu“!?Ekkert skipulag Eða borgin – árum saman voru rútufyrirtækin búin að biðla til skipulagsyfirvalda í Reykjavíkurborg um að koma upp „pick- up /drop off“ stæðum og skiltum, þannig að þau gætu selt sínar skoðunarferðir með þessum upphafs- og endareitum. 17. júní 2016 sá ég fyrsta skiltið uppkomið… og því miður hunsa alltof margir bílstjórar þau, vegna þess hve seint þau komu upp. Þegar lappir eru dregnar of lengi… myndast ósiður sem erfitt getur orðið að vinda ofan af. Og bílastæðamál íbúa miðborgar, eigum við að ræða það? Í flestum löndum sem ég þekki til mega aðkomumenn ekki leggja í stæði íbúanna. Við því liggja sektir. En hérlendis má leggja tugþúsundum bílaleigubíla hvar sem hverjum sýnist í íbúðahverfum. Það er enginn rammi, ekkert skipulag. Bílaleigur (einkaframtakið) bara leigja og leigja bílaleigubíla – og 99% þeirra fara inn í 101 Reykjavík. Hvað með kolefnisspor? Eftirlit með löglegum ökuskírteinum og hæfni erlendra bílstjóra er efni í aðra grein. Af hverju eru hlutir enn svona árið 2017? Allt í boði hér, sem ekki myndi líðast annars staðar? Er það af því að við teljum okkur alltaf þurfa að finna upp hjólið? Af hverju er ekki fyrir löngu búið að setja hér á alvöru gistináttagjald, sem rynni í alvöru gistináttasjóð? Skyldi það vera af því að það gæti ruggað bát hóteleigendanna með sína himinháu prísa? Einkaframtakið þarf náttúrulega að greiða út sinn arð – svo betra er að láta bara Júlla Jóns borga á meðan. Hann getur ugglaust dregið það aðeins lengur að fara til læknis. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Meðan ekki er veitt nægilegt fé til vegabóta í fjarlægum fjörðum þessa lands – Dýrafjarðargöng – og álíka vegabætur, á þá að ausa fé í að búa til útskot til myndatöku á hringveginum fyrir ferðamenn? Uppbyggingu innviða fyrir túrismann á ekki að taka af skattfé hins almenna borgara. Okkar skattfé greiðir fyrir velferðarkerfið: menntakerfi, heilsugæslu og samgöngur fyrir íbúa landsins. Augljóst er að það þarf að fara strax í vegabætur vegna túrisma og að auka landvörslu. En – Júlli Jóns á Bíldudal á ekki að greiða fyrir þessi myndaútskot eða landvörslu í Reynisfjöru með skertu aðgengi að sinni læknisþjónustu. Gesturinn á að greiða fyrir þá þjónustu sem hann þarf. Ef hann kýs að hunsa varnargirðingar og að lesa ekki á skilti, né lesa upplýsingar sem eru alls staðar… hvort heldur á neti eða í ferðabókum. Nú, þá verður að hafa vit fyrir honum. Slíkur landvörður á að fá sín laun greidd úr sjóði sem gistináttagjald rynni beint í. Alls staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við er tekið gistináttagjald. Hvet ég lesendur til að sannreyna það og fara á netið og reyna að kaupa sér gistingu. Farið er að taka slíkt gjald einnig af Airbnb og þess háttar gistingu. Reykjavík er aðalviðkomustaður ferðamanna – og mikið sem það gæti orðið frábært, ef borgin fengi að innheimta alvöru „city-tax“ eins og aðrar borgir. Mér varð hugsað til þess á síðastliðinni Airwaves-hátíð, að hingað flykkjast ferðamenn til að hlusta á tónlist í borginni. Við eigum frábært tónlistarfólk og tónlistarskóla, hvar það hefur fengið sitt tónlistaruppeldi. Væri nú ekki stórkostlegt ef Reykjavíkurborg gæti notað hluta síns gistináttagjalds – til að greiða tónlistarkennurum mannsæmandi laun? Þar með væri tónlistarneytandinn/ferðamaðurinn að greiða til uppsprettunnar – sem hann svo nýtur. Hvað eru samningarnir annars búnir að vera lausir lengi? Af hverju ætti ég að greiða komugjald í hvert skipti sem ég kem heim til mín? Ég greiði nú þegar flugvallarskatt í hvert skipti. Yfirstjórn ferðamála á Íslandi er búin að vera úti að aka í bókstaflegri merkingu þess orðs allt of lengi. Fóru ekki ferðamálayfirvöld í herferð árið 2010? „Inspired by Iceland“… ekki reyna að afsaka ykkur með því að þessi túristaflaumur komi ykkur í „opna skjöldu“!?Ekkert skipulag Eða borgin – árum saman voru rútufyrirtækin búin að biðla til skipulagsyfirvalda í Reykjavíkurborg um að koma upp „pick- up /drop off“ stæðum og skiltum, þannig að þau gætu selt sínar skoðunarferðir með þessum upphafs- og endareitum. 17. júní 2016 sá ég fyrsta skiltið uppkomið… og því miður hunsa alltof margir bílstjórar þau, vegna þess hve seint þau komu upp. Þegar lappir eru dregnar of lengi… myndast ósiður sem erfitt getur orðið að vinda ofan af. Og bílastæðamál íbúa miðborgar, eigum við að ræða það? Í flestum löndum sem ég þekki til mega aðkomumenn ekki leggja í stæði íbúanna. Við því liggja sektir. En hérlendis má leggja tugþúsundum bílaleigubíla hvar sem hverjum sýnist í íbúðahverfum. Það er enginn rammi, ekkert skipulag. Bílaleigur (einkaframtakið) bara leigja og leigja bílaleigubíla – og 99% þeirra fara inn í 101 Reykjavík. Hvað með kolefnisspor? Eftirlit með löglegum ökuskírteinum og hæfni erlendra bílstjóra er efni í aðra grein. Af hverju eru hlutir enn svona árið 2017? Allt í boði hér, sem ekki myndi líðast annars staðar? Er það af því að við teljum okkur alltaf þurfa að finna upp hjólið? Af hverju er ekki fyrir löngu búið að setja hér á alvöru gistináttagjald, sem rynni í alvöru gistináttasjóð? Skyldi það vera af því að það gæti ruggað bát hóteleigendanna með sína himinháu prísa? Einkaframtakið þarf náttúrulega að greiða út sinn arð – svo betra er að láta bara Júlla Jóns borga á meðan. Hann getur ugglaust dregið það aðeins lengur að fara til læknis. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar