Dansprufur fyrir risatónleika Páls Óskars fara fram á sunnudaginn 4. febrúar 2017 07:00 Stella Rósenkranz og Páll Óskar sjá um alla sviðsetningu á tónleikunum. „Ég er mjög spennt fyrir prufum, og hlakka til að sjá alla dansarana dansa við Stanslaust stuð, sem er eitt af mínum uppáhaldslögum. Það er svo sexí og framsækið lag. Prufurnar fara fram í World Class í Laugum á sunnudaginn,“ segir danshöfundurinn og listræni stjórnandinn Stella Rósenkranz, en hún mun sjá um dansprufurnar fyrir risatónleika Páls Óskars sem fram fara í Laugardalshöll 16. september. Stella sér um daglegan rekstur Dansstúdíós World Class, alla sviðsetningu á The Voice Ísland, nokkur atriði í Söngvakeppni Sjónvarpsins ásamt því að vinna með Páli Óskari að sviðsetningu tónleikana. „Það er mjög gaman að vinna að mörgum verkefnum í einu, þetta snýst alltaf bara um tímastjórnun. Það er frábært að vinna með Palla, við höfum unnið svo oft saman að við erum orðin rosa náin og skiljum hvort annað,“ segir Stella. Átján ára aldurstakmark er í prufurnar sem hefjast kl. 13.00. „Það á þá við um alla þá sem ná 18 ára aldri á árinu. Allir velkomnir og skráning fer nú fram í gegnum event-inn á Facebook-i Sena Live,“ segir Stella. Leitað er að tólf strákum og fjórum stelpum, prufurnar eru opnar öllum, burtséð frá dansstíl og fyrri reynslu. „Ég vonast til að sjá mikið af dönsurum með mismunandi bakgrunn í dansi. Við erum að leita að allri flórunni af dansstílum, því fjölbreyttara því betra. Við erum að leita að ákveðnum krafti og persónulegum stíl dansara frekar en að eltast við „besta“ dansarann,“ útskýrir Stella og bætir við að tónleikarnir verði kaflaskiptir og þau leiti að mismunandi dönsurum í ákveðna kafla á tónleikunum. Ertu með einhver góð ráð fyrir þá sem ætla að skella sér í prufurnar? „Já, bara að vera 100% þú sjálfur. Við Palli getum ekki beðið eftir að sitja og fá að horfa á íslenska dansara gjörsamlega taka gólfið. Ég þrífst á því að horfa á góða dansara sýna hvað þeir geta. Þetta á bara að vera eitt gott partí, jákvætt og gaman. Svo ef þú ert með einhverjar efasemdir, kastaðu þeim út um gluggann og mættu. Þú munt ekki sjá eftir því,“ segir Stella. gudrunjona@frettabladid.is Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
„Ég er mjög spennt fyrir prufum, og hlakka til að sjá alla dansarana dansa við Stanslaust stuð, sem er eitt af mínum uppáhaldslögum. Það er svo sexí og framsækið lag. Prufurnar fara fram í World Class í Laugum á sunnudaginn,“ segir danshöfundurinn og listræni stjórnandinn Stella Rósenkranz, en hún mun sjá um dansprufurnar fyrir risatónleika Páls Óskars sem fram fara í Laugardalshöll 16. september. Stella sér um daglegan rekstur Dansstúdíós World Class, alla sviðsetningu á The Voice Ísland, nokkur atriði í Söngvakeppni Sjónvarpsins ásamt því að vinna með Páli Óskari að sviðsetningu tónleikana. „Það er mjög gaman að vinna að mörgum verkefnum í einu, þetta snýst alltaf bara um tímastjórnun. Það er frábært að vinna með Palla, við höfum unnið svo oft saman að við erum orðin rosa náin og skiljum hvort annað,“ segir Stella. Átján ára aldurstakmark er í prufurnar sem hefjast kl. 13.00. „Það á þá við um alla þá sem ná 18 ára aldri á árinu. Allir velkomnir og skráning fer nú fram í gegnum event-inn á Facebook-i Sena Live,“ segir Stella. Leitað er að tólf strákum og fjórum stelpum, prufurnar eru opnar öllum, burtséð frá dansstíl og fyrri reynslu. „Ég vonast til að sjá mikið af dönsurum með mismunandi bakgrunn í dansi. Við erum að leita að allri flórunni af dansstílum, því fjölbreyttara því betra. Við erum að leita að ákveðnum krafti og persónulegum stíl dansara frekar en að eltast við „besta“ dansarann,“ útskýrir Stella og bætir við að tónleikarnir verði kaflaskiptir og þau leiti að mismunandi dönsurum í ákveðna kafla á tónleikunum. Ertu með einhver góð ráð fyrir þá sem ætla að skella sér í prufurnar? „Já, bara að vera 100% þú sjálfur. Við Palli getum ekki beðið eftir að sitja og fá að horfa á íslenska dansara gjörsamlega taka gólfið. Ég þrífst á því að horfa á góða dansara sýna hvað þeir geta. Þetta á bara að vera eitt gott partí, jákvætt og gaman. Svo ef þú ert með einhverjar efasemdir, kastaðu þeim út um gluggann og mættu. Þú munt ekki sjá eftir því,“ segir Stella. gudrunjona@frettabladid.is
Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira