Vilja selja lyf í matvöruverslunum Snærós Sindradóttir skrifar 6. febrúar 2017 06:00 Á Íslandi eru lyf seld yfir borðið í apótekum, óháð styrk þeirra eða magni. Fréttablaðið/Stefán Hópur um málefni lausasölulyfja innan Samtaka verslunar og þjónustu vill að hömlum verði létt á sölu ákveðinna lyfja. Í dag mega einungis apótek sjá um sölu lyfja og verða lyf að vera innan við afgreiðsluborð. Eina undantekningin frá þessu er sala smárra skammta af níkótínlyfjum. Fréttablaðið greindi frá því árið 2014 að forstjórar Haga og Kaupáss, fyrirtækja sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup og Krónuna, hefðu áhuga á því að taka upp sölu lausasölulyfja í dagvöruverslunum. Sem dæmi um lausasölulyf má nefna væg verkjalyf, ofnæmislyf og magalyf. Brynjúlfur Guðmundsson, forsvarsmaður lausasölulyfjahóps SVÞ, segir að í drögum að nýjum lyfjalögum sem kynnt voru á Alþingi í upphafi síðasta árs hafi verið gert ráð fyrir að Lyfjastofnun gæti veitt leyfi til slíkrar sölu. Þetta atriði hafi þó verið tekið út í meðförum heilbrigðisráðherra með frumvarpið nema með undantekningu fyrir svæði þar sem ekki er apótek í næsta nágrenni. Hópurinn leggur til að lyfjum sem ekki eru lyfseðilsskyld verði skipt í tvennt og þau fari ekki öll sjálfkrafa í almenna sölu heldur séu væg verkjalyf í litlum pakkningum gerð aðgengileg en stærri skammtar verði enn í meðförum apótekanna. „Það sem er möguleiki að fólk geti ofnotað yrði bara í apótekum. Þetta eru bara helstu lyfin sem fólk notar dagsdaglega, ofnæmislyf, kveflyf og hitastillandi fyrir börn. Börn fá ekki bara hita á daginn á milli 9 og 5. Apótek úti á landi eru stundum bara opin nokkra virka daga í viku á milli tíu og tvö. Þetta snýst um að bæta aðgengi og heilbrigði þjóðarinnar,“ segir Brynjúlfur. Í skýrslu sem hópurinn lét vinna fyrir sig til að bera saman íslenskt lyfjasöluumhverfi við umhverfið í nágrannalöndum okkar, kemur fram að salan sé meiri takmörkunum háð hér en gengur og gerist í löndunum í kring. Í Noregi og Svíþjóð er til að mynda sala slíkra lyfja heimil í almennum verslunum og þar er netverslun einnig heimil á lyfjum. Þá tíðkist í fæstum Evrópulöndum að öll lyf séu á bak við afgreiðsluborðið í stað þess að vera í rekkum apótekanna. Það fyrirkomulag komi í veg fyrir að neytendur geti sjálfir gert almennilegan verðsamanburð eða annan samanburð á lyfjunum sem í boði eru. Lóa María Magnúsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, segir að leggja verði áherslu á öryggi við sölu slíkra lyfja. Í öllum apótekum sé alltaf lyfjafræðingur á vakt sem beri ábyrgð á sölunni. „Fari lausasölulyf í almennar verslanir, hver ber þá ábyrgðina? Hver á að tala við sjúklinginn og ræða við hann um önnur lyf og þær hættur sem fylgja því að taka lausasölulyf. Þetta er ekki Smarties,“ segir Lóa. „Í nágrannalöndum okkar hafa komið upp alvarleg eitrunartilvik vegna paracetamols. Það er verið að breyta reglunum þar vegna þess,“ segir hún jafnframt. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Hópur um málefni lausasölulyfja innan Samtaka verslunar og þjónustu vill að hömlum verði létt á sölu ákveðinna lyfja. Í dag mega einungis apótek sjá um sölu lyfja og verða lyf að vera innan við afgreiðsluborð. Eina undantekningin frá þessu er sala smárra skammta af níkótínlyfjum. Fréttablaðið greindi frá því árið 2014 að forstjórar Haga og Kaupáss, fyrirtækja sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup og Krónuna, hefðu áhuga á því að taka upp sölu lausasölulyfja í dagvöruverslunum. Sem dæmi um lausasölulyf má nefna væg verkjalyf, ofnæmislyf og magalyf. Brynjúlfur Guðmundsson, forsvarsmaður lausasölulyfjahóps SVÞ, segir að í drögum að nýjum lyfjalögum sem kynnt voru á Alþingi í upphafi síðasta árs hafi verið gert ráð fyrir að Lyfjastofnun gæti veitt leyfi til slíkrar sölu. Þetta atriði hafi þó verið tekið út í meðförum heilbrigðisráðherra með frumvarpið nema með undantekningu fyrir svæði þar sem ekki er apótek í næsta nágrenni. Hópurinn leggur til að lyfjum sem ekki eru lyfseðilsskyld verði skipt í tvennt og þau fari ekki öll sjálfkrafa í almenna sölu heldur séu væg verkjalyf í litlum pakkningum gerð aðgengileg en stærri skammtar verði enn í meðförum apótekanna. „Það sem er möguleiki að fólk geti ofnotað yrði bara í apótekum. Þetta eru bara helstu lyfin sem fólk notar dagsdaglega, ofnæmislyf, kveflyf og hitastillandi fyrir börn. Börn fá ekki bara hita á daginn á milli 9 og 5. Apótek úti á landi eru stundum bara opin nokkra virka daga í viku á milli tíu og tvö. Þetta snýst um að bæta aðgengi og heilbrigði þjóðarinnar,“ segir Brynjúlfur. Í skýrslu sem hópurinn lét vinna fyrir sig til að bera saman íslenskt lyfjasöluumhverfi við umhverfið í nágrannalöndum okkar, kemur fram að salan sé meiri takmörkunum háð hér en gengur og gerist í löndunum í kring. Í Noregi og Svíþjóð er til að mynda sala slíkra lyfja heimil í almennum verslunum og þar er netverslun einnig heimil á lyfjum. Þá tíðkist í fæstum Evrópulöndum að öll lyf séu á bak við afgreiðsluborðið í stað þess að vera í rekkum apótekanna. Það fyrirkomulag komi í veg fyrir að neytendur geti sjálfir gert almennilegan verðsamanburð eða annan samanburð á lyfjunum sem í boði eru. Lóa María Magnúsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, segir að leggja verði áherslu á öryggi við sölu slíkra lyfja. Í öllum apótekum sé alltaf lyfjafræðingur á vakt sem beri ábyrgð á sölunni. „Fari lausasölulyf í almennar verslanir, hver ber þá ábyrgðina? Hver á að tala við sjúklinginn og ræða við hann um önnur lyf og þær hættur sem fylgja því að taka lausasölulyf. Þetta er ekki Smarties,“ segir Lóa. „Í nágrannalöndum okkar hafa komið upp alvarleg eitrunartilvik vegna paracetamols. Það er verið að breyta reglunum þar vegna þess,“ segir hún jafnframt. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent