Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2017 16:29 Kópavogshæli Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu var stofnað í alvarlega hættu. Þetta kemur fram í niðurstöðum Vistheimilanefndar sem kynnti í dag skýrslu sína um Kópavogshæli. Vistheimilanefnd telur ljóst að börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis hafi í verulegum mæli þurft að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun stóð. Nefndin telur þó ekki tilefni til að álykta, út frá þeim upplýsingum sem til eru, að vistmenn á heimilinu hafi verið beittir kynferðislegu ofbeldi - þrátt fyrir að innlendar sem erlendar rannsóknir bendi til að hætta sé á slíkum brotum á stofnunum eins og Kópavogshæli. „Börn sem vistuð voru á Efra-Seli og á barnadeildum Kópavogshælis hafa í einhverjum mæli þurft að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun stóð. Að mati nefndarinnar liggja fyrir upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi í afmörkuðum tilvikum en fyrirliggjandi gögn þykja ekki gefa nægilegt tilefni til að álykta um líkur á frekara ofbeldi af þessu tagi,“ segir í skýrslunni. „Þá telur nefndin að 23 börnin á Efra-Seli og á barnadeildunum hafi í verulegum mæli þurft að þola illa meðferð, það er líkamlega, tilfinningalega, vitsmunalega og félagslega vanrækslu, svo og vanrækslu varðandi umsjón og öryggi. Nefndin telur ljóst að líkamlegri og andlegri heilsu margra þessara barna hafi verið mikil hætta búin og neikvæðar líkamlegar, sálrænar eða félagslegar afleiðingar þessa verið varanlegar."Sjá einnig: Aðbúnaður á Kópavogshæli rannsakaðurVistheimilanefnd ákvað að rannsaka aðbúnað á Kópavogshæli árið 2012 í kjölfar þrýstings frá almenningi sem og samtökum, til að mynda Þroskahjálp. Nefndin telur að samspil ofbeldis og vanrækslu hafi vakið sérstaka athygli og ljóst sé að börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum þurft að þola ofbeldi af hendi vistmanna og orðið fyrir áverkum, í einhverjum tilvikum með varanlegar eða alvarlegar afleiðingar. „Er hér átt við hvernig skortur á fullnægjandi ytri aðstæðum, greiningu á vanda, lögbundnu uppeldi og umönnun og viðeigandi þjálfun hafi orsakað, haldið við og aukið neikvæða hegðun og erfiðleika vistfólks af ýmsu tagi. Ljóst þykir af sjúkraskrám og viðtölum að sú neikvæða hegðun vistfólks sem af þessu leiddi virðist oft hafa brotist út í átökum og að börn hafi vegna þessa í all verulegum mæli þurft að þola ofbeldi og orðið fyrir áverkum af hendi annars vistfólks,“ eins og það er orðað. Þá megi gera ráð fyrir að börn á Kópavogshæli hafi upplifað eða orðið vitni að margvíslegu ofbeldi og erfiðri hegðun fullorðins fólks og „óhætt að segja að aðstæður á deildunum hafi almennt verið til þess fallnar að vekja talsverðan ótta, kvíða og vanmátt.“ Að sama skapi er starfsfólk Kópavogshælis gagnrýnt í skýrslunni og sagt hafa oft brugðist við með óréttmætum hætti - „svo sem að oflyfja, loka inni, binda eða fjötra barn, til dæmis í koti eða spennitreyju. Lyfjagjöf, refsingum, innilokunum og fjötrunum af ýmsu tagi virðist einnig hafa verið beitt reglubundið til að gera fámennum hópi starfsfólks kleift að halda stjórn og reglu á deildum." Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu var stofnað í alvarlega hættu. Þetta kemur fram í niðurstöðum Vistheimilanefndar sem kynnti í dag skýrslu sína um Kópavogshæli. Vistheimilanefnd telur ljóst að börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis hafi í verulegum mæli þurft að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun stóð. Nefndin telur þó ekki tilefni til að álykta, út frá þeim upplýsingum sem til eru, að vistmenn á heimilinu hafi verið beittir kynferðislegu ofbeldi - þrátt fyrir að innlendar sem erlendar rannsóknir bendi til að hætta sé á slíkum brotum á stofnunum eins og Kópavogshæli. „Börn sem vistuð voru á Efra-Seli og á barnadeildum Kópavogshælis hafa í einhverjum mæli þurft að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun stóð. Að mati nefndarinnar liggja fyrir upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi í afmörkuðum tilvikum en fyrirliggjandi gögn þykja ekki gefa nægilegt tilefni til að álykta um líkur á frekara ofbeldi af þessu tagi,“ segir í skýrslunni. „Þá telur nefndin að 23 börnin á Efra-Seli og á barnadeildunum hafi í verulegum mæli þurft að þola illa meðferð, það er líkamlega, tilfinningalega, vitsmunalega og félagslega vanrækslu, svo og vanrækslu varðandi umsjón og öryggi. Nefndin telur ljóst að líkamlegri og andlegri heilsu margra þessara barna hafi verið mikil hætta búin og neikvæðar líkamlegar, sálrænar eða félagslegar afleiðingar þessa verið varanlegar."Sjá einnig: Aðbúnaður á Kópavogshæli rannsakaðurVistheimilanefnd ákvað að rannsaka aðbúnað á Kópavogshæli árið 2012 í kjölfar þrýstings frá almenningi sem og samtökum, til að mynda Þroskahjálp. Nefndin telur að samspil ofbeldis og vanrækslu hafi vakið sérstaka athygli og ljóst sé að börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum þurft að þola ofbeldi af hendi vistmanna og orðið fyrir áverkum, í einhverjum tilvikum með varanlegar eða alvarlegar afleiðingar. „Er hér átt við hvernig skortur á fullnægjandi ytri aðstæðum, greiningu á vanda, lögbundnu uppeldi og umönnun og viðeigandi þjálfun hafi orsakað, haldið við og aukið neikvæða hegðun og erfiðleika vistfólks af ýmsu tagi. Ljóst þykir af sjúkraskrám og viðtölum að sú neikvæða hegðun vistfólks sem af þessu leiddi virðist oft hafa brotist út í átökum og að börn hafi vegna þessa í all verulegum mæli þurft að þola ofbeldi og orðið fyrir áverkum af hendi annars vistfólks,“ eins og það er orðað. Þá megi gera ráð fyrir að börn á Kópavogshæli hafi upplifað eða orðið vitni að margvíslegu ofbeldi og erfiðri hegðun fullorðins fólks og „óhætt að segja að aðstæður á deildunum hafi almennt verið til þess fallnar að vekja talsverðan ótta, kvíða og vanmátt.“ Að sama skapi er starfsfólk Kópavogshælis gagnrýnt í skýrslunni og sagt hafa oft brugðist við með óréttmætum hætti - „svo sem að oflyfja, loka inni, binda eða fjötra barn, til dæmis í koti eða spennitreyju. Lyfjagjöf, refsingum, innilokunum og fjötrunum af ýmsu tagi virðist einnig hafa verið beitt reglubundið til að gera fámennum hópi starfsfólks kleift að halda stjórn og reglu á deildum." Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira