Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2017 16:29 Kópavogshæli Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu var stofnað í alvarlega hættu. Þetta kemur fram í niðurstöðum Vistheimilanefndar sem kynnti í dag skýrslu sína um Kópavogshæli. Vistheimilanefnd telur ljóst að börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis hafi í verulegum mæli þurft að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun stóð. Nefndin telur þó ekki tilefni til að álykta, út frá þeim upplýsingum sem til eru, að vistmenn á heimilinu hafi verið beittir kynferðislegu ofbeldi - þrátt fyrir að innlendar sem erlendar rannsóknir bendi til að hætta sé á slíkum brotum á stofnunum eins og Kópavogshæli. „Börn sem vistuð voru á Efra-Seli og á barnadeildum Kópavogshælis hafa í einhverjum mæli þurft að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun stóð. Að mati nefndarinnar liggja fyrir upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi í afmörkuðum tilvikum en fyrirliggjandi gögn þykja ekki gefa nægilegt tilefni til að álykta um líkur á frekara ofbeldi af þessu tagi,“ segir í skýrslunni. „Þá telur nefndin að 23 börnin á Efra-Seli og á barnadeildunum hafi í verulegum mæli þurft að þola illa meðferð, það er líkamlega, tilfinningalega, vitsmunalega og félagslega vanrækslu, svo og vanrækslu varðandi umsjón og öryggi. Nefndin telur ljóst að líkamlegri og andlegri heilsu margra þessara barna hafi verið mikil hætta búin og neikvæðar líkamlegar, sálrænar eða félagslegar afleiðingar þessa verið varanlegar."Sjá einnig: Aðbúnaður á Kópavogshæli rannsakaðurVistheimilanefnd ákvað að rannsaka aðbúnað á Kópavogshæli árið 2012 í kjölfar þrýstings frá almenningi sem og samtökum, til að mynda Þroskahjálp. Nefndin telur að samspil ofbeldis og vanrækslu hafi vakið sérstaka athygli og ljóst sé að börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum þurft að þola ofbeldi af hendi vistmanna og orðið fyrir áverkum, í einhverjum tilvikum með varanlegar eða alvarlegar afleiðingar. „Er hér átt við hvernig skortur á fullnægjandi ytri aðstæðum, greiningu á vanda, lögbundnu uppeldi og umönnun og viðeigandi þjálfun hafi orsakað, haldið við og aukið neikvæða hegðun og erfiðleika vistfólks af ýmsu tagi. Ljóst þykir af sjúkraskrám og viðtölum að sú neikvæða hegðun vistfólks sem af þessu leiddi virðist oft hafa brotist út í átökum og að börn hafi vegna þessa í all verulegum mæli þurft að þola ofbeldi og orðið fyrir áverkum af hendi annars vistfólks,“ eins og það er orðað. Þá megi gera ráð fyrir að börn á Kópavogshæli hafi upplifað eða orðið vitni að margvíslegu ofbeldi og erfiðri hegðun fullorðins fólks og „óhætt að segja að aðstæður á deildunum hafi almennt verið til þess fallnar að vekja talsverðan ótta, kvíða og vanmátt.“ Að sama skapi er starfsfólk Kópavogshælis gagnrýnt í skýrslunni og sagt hafa oft brugðist við með óréttmætum hætti - „svo sem að oflyfja, loka inni, binda eða fjötra barn, til dæmis í koti eða spennitreyju. Lyfjagjöf, refsingum, innilokunum og fjötrunum af ýmsu tagi virðist einnig hafa verið beitt reglubundið til að gera fámennum hópi starfsfólks kleift að halda stjórn og reglu á deildum." Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér. Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu var stofnað í alvarlega hættu. Þetta kemur fram í niðurstöðum Vistheimilanefndar sem kynnti í dag skýrslu sína um Kópavogshæli. Vistheimilanefnd telur ljóst að börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis hafi í verulegum mæli þurft að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun stóð. Nefndin telur þó ekki tilefni til að álykta, út frá þeim upplýsingum sem til eru, að vistmenn á heimilinu hafi verið beittir kynferðislegu ofbeldi - þrátt fyrir að innlendar sem erlendar rannsóknir bendi til að hætta sé á slíkum brotum á stofnunum eins og Kópavogshæli. „Börn sem vistuð voru á Efra-Seli og á barnadeildum Kópavogshælis hafa í einhverjum mæli þurft að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun stóð. Að mati nefndarinnar liggja fyrir upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi í afmörkuðum tilvikum en fyrirliggjandi gögn þykja ekki gefa nægilegt tilefni til að álykta um líkur á frekara ofbeldi af þessu tagi,“ segir í skýrslunni. „Þá telur nefndin að 23 börnin á Efra-Seli og á barnadeildunum hafi í verulegum mæli þurft að þola illa meðferð, það er líkamlega, tilfinningalega, vitsmunalega og félagslega vanrækslu, svo og vanrækslu varðandi umsjón og öryggi. Nefndin telur ljóst að líkamlegri og andlegri heilsu margra þessara barna hafi verið mikil hætta búin og neikvæðar líkamlegar, sálrænar eða félagslegar afleiðingar þessa verið varanlegar."Sjá einnig: Aðbúnaður á Kópavogshæli rannsakaðurVistheimilanefnd ákvað að rannsaka aðbúnað á Kópavogshæli árið 2012 í kjölfar þrýstings frá almenningi sem og samtökum, til að mynda Þroskahjálp. Nefndin telur að samspil ofbeldis og vanrækslu hafi vakið sérstaka athygli og ljóst sé að börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum þurft að þola ofbeldi af hendi vistmanna og orðið fyrir áverkum, í einhverjum tilvikum með varanlegar eða alvarlegar afleiðingar. „Er hér átt við hvernig skortur á fullnægjandi ytri aðstæðum, greiningu á vanda, lögbundnu uppeldi og umönnun og viðeigandi þjálfun hafi orsakað, haldið við og aukið neikvæða hegðun og erfiðleika vistfólks af ýmsu tagi. Ljóst þykir af sjúkraskrám og viðtölum að sú neikvæða hegðun vistfólks sem af þessu leiddi virðist oft hafa brotist út í átökum og að börn hafi vegna þessa í all verulegum mæli þurft að þola ofbeldi og orðið fyrir áverkum af hendi annars vistfólks,“ eins og það er orðað. Þá megi gera ráð fyrir að börn á Kópavogshæli hafi upplifað eða orðið vitni að margvíslegu ofbeldi og erfiðri hegðun fullorðins fólks og „óhætt að segja að aðstæður á deildunum hafi almennt verið til þess fallnar að vekja talsverðan ótta, kvíða og vanmátt.“ Að sama skapi er starfsfólk Kópavogshælis gagnrýnt í skýrslunni og sagt hafa oft brugðist við með óréttmætum hætti - „svo sem að oflyfja, loka inni, binda eða fjötra barn, til dæmis í koti eða spennitreyju. Lyfjagjöf, refsingum, innilokunum og fjötrunum af ýmsu tagi virðist einnig hafa verið beitt reglubundið til að gera fámennum hópi starfsfólks kleift að halda stjórn og reglu á deildum." Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.
Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent