Vitnaði í Big Bang Theory í ræðustól Alþingis: „Fjör með fánum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 21:45 Viktor Orri Valgarðsson í ræðustól Alþingis í dag. Viktor Orri Valgarðsson, þingmaður Pírata, vakti kátínu annarra þingmanna í dag þegar hann kvaddi sér hljóðs í umræðu um frumvarp sex þingmanna Vinstri grænna þess efnis að ekki verði lengur refsivert að móðga erlenda þjóðhöfðingja. Vitnaði hann í sjónvarpsþáttinn Big Bang Theory og bauð upp á leik sem hann kallaði „Fjör með fánum“ með Viktori Orra Valgarðssyni. Þingmaðurinn fagnaði því að frumvarpið væri komið fram og sagði að 95. grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um þessa refsiverðu háttsemi, væri löngu orðin úrelt. Í greininni er þó ekki aðeins kveðið á um að ekki megi móðga erlenda þjóðhöfðingja heldur er einnig refsivert að smána þjóðfána erlends ríkis, fána Sameinuðu þjóðanna eða Evrópuráðsins. Í þessu samhengi dró Viktor Orri fram mynd af fána Sameinuðu þjóðanna.„Ef mér finnst fáni Sameinuðu þjóðanna ekki vera fallegur eða vel hannaður og ég lýsi þeirri skoðun minni opinberlega þá varðar það við almenn hegningarlög að smána þennan fána. Við erum sem sagt komin í uppsetningu Alþingis á „Fun with flags“ með Sheldon Cooper eða „Fjör með fánum“ með Viktori Orra Valgarðssyni eins og ég kýs að kalla það,“ sagði þingmaðurinn og uppskar hlátur í þingsal. Hann sýndi svo einnig fána Evrópuráðsins og svo tvo fána sem Atli Jasonarson vinur hans hafði hannað en þeir ímyndaðir fánar og ekki til í alvöru. Vildi Viktor Orri benda á fáránleika í því að mega smána fána Atla en ekki fána Evrópuráðsins. „Þetta er að hluta til til gamans gert en einnig til að vekja athygli á fáránleika þessarar löggjafar.“ Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira
Viktor Orri Valgarðsson, þingmaður Pírata, vakti kátínu annarra þingmanna í dag þegar hann kvaddi sér hljóðs í umræðu um frumvarp sex þingmanna Vinstri grænna þess efnis að ekki verði lengur refsivert að móðga erlenda þjóðhöfðingja. Vitnaði hann í sjónvarpsþáttinn Big Bang Theory og bauð upp á leik sem hann kallaði „Fjör með fánum“ með Viktori Orra Valgarðssyni. Þingmaðurinn fagnaði því að frumvarpið væri komið fram og sagði að 95. grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um þessa refsiverðu háttsemi, væri löngu orðin úrelt. Í greininni er þó ekki aðeins kveðið á um að ekki megi móðga erlenda þjóðhöfðingja heldur er einnig refsivert að smána þjóðfána erlends ríkis, fána Sameinuðu þjóðanna eða Evrópuráðsins. Í þessu samhengi dró Viktor Orri fram mynd af fána Sameinuðu þjóðanna.„Ef mér finnst fáni Sameinuðu þjóðanna ekki vera fallegur eða vel hannaður og ég lýsi þeirri skoðun minni opinberlega þá varðar það við almenn hegningarlög að smána þennan fána. Við erum sem sagt komin í uppsetningu Alþingis á „Fun with flags“ með Sheldon Cooper eða „Fjör með fánum“ með Viktori Orra Valgarðssyni eins og ég kýs að kalla það,“ sagði þingmaðurinn og uppskar hlátur í þingsal. Hann sýndi svo einnig fána Evrópuráðsins og svo tvo fána sem Atli Jasonarson vinur hans hafði hannað en þeir ímyndaðir fánar og ekki til í alvöru. Vildi Viktor Orri benda á fáránleika í því að mega smána fána Atla en ekki fána Evrópuráðsins. „Þetta er að hluta til til gamans gert en einnig til að vekja athygli á fáránleika þessarar löggjafar.“
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira