Hvað getum við gert? Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 30. janúar 2017 07:00 Leonardo Di Caprio hefur með mynd sinni „Before the Flood“ vakið aukna athygli á loftslagsmálum en myndin var nýlega sýnd á RÚV. En RÚV hefur nýlega staðið fyrir góðri og fróðlegri umfjöllun um loftslagsmál. Í myndinni hans Leonardos er fjallað um staðreyndirnar varðandi loftslagsmál, engar ýkjur. En þegar horft er á slíka mynd vaknar spurningin: hvað get ég gert? Stjórnvöld og fyrirtæki spila lykilhlutverk þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld geta notað fjárhagslega hvata til að stýra markaðnum, sett boð og bönn, ásamt því að fara fram með góðu fordæmi og rutt markaðinn fyrir metnaðargjörnum lausnum í umhverfismálum. Einnig geta yfirvöld hjálpað okkur að velja rétt og auðveldað okkur að verða umhverfisvæn. Fyrirtæki geta sýnt samfélagslega ábyrgð, dregið úr losun og verið hluti af lausninni með því að framleiða vörur og veita þjónustu sem veldur lágmarks losun. En hvað get ég gert? Það er ótal margt sem hægt er að gera til þess að draga úr losun. Mikið hefur verið talað um matarsóun. Með því að nýta matinn okkar vel erum við að draga úr losun, allt skiptir máli. Ef allir gera eitthvað þá erum við fljót að tala um fleiri þúsund kíló á ári. Auðlindanotkun er minni við grænmetisbúskap en vegna framleiðslu á kjötvörum. Þó svo að maður verði ekki alveg vegan þá er hægt að draga eitthvað úr kjötneyslu, en síðustu ár hefur kjötneysla heldur verið að aukast. Íslendingar flytja inn mikið magn af neysluvörum frá löndum þar sem umhverfiskröfur eru ekki eins strangar og á Íslandi og orkunotkunin háð bruna á jarðefnaeldsneyti. Um 85% af allri orkunotkun í heiminum eru byggð á jarðefnaeldsneyti. Þannig að þegar við kaupum innfluttar vörur getum við nánast gert ráð fyrir því að framleiðsla vörunnar hafi valdið losun á gróðurhúsaloftegundum. Í þessu samhengi sést mikilvægi þess að draga almennt úr neyslu á nýjum vörum. Líftími vara er ekki eins langur og hann var áður. Fatnaður verður fljótt snjáður og nýja þvottavélin á líklegast ekki eftir að endast eins lengi og þvottavélin hennar ömmu, sem var orðin meira en 40 ára. Það er afar slæmt fyrir umhverfið að það þurfi að framleiða t.d. þrjú pör af skóm í staðinn fyrir eitt par. Með því að lagfæra, nýta skiptimarkaði, kaupa notað erum við að draga úr losun á koltvísýringi vegna framleiðslu og flutnings á varningi. Hver ferð skiptir máli Í samgöngumálum getum við sameinast í bíla þegar verið er að skutla krökkum í frístundir eða fara til vinnu, hjólað, gengið eða notað almenningssamgöngur. Hver ferð skiptir máli. Rafmagnsbílar og aðrir bílar sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti eru einnig hluti af lausninni, þó að það sé ekki sjálfbært að allir fari og kaupi sér nýjan bíl þegar tekið er tillit til alls framleiðsluferlisins. Flugumferðin í heiminum er sífellt að aukast og stendur fyrir um 3,5 prósentum af heildarlosun á gróðurhúsaloftegundum í heiminum. Þegar verið er að plana fríið eða vinnuferð, þá er kannski hægt að velja annan farkost en flug einhvern hluta ferðarinnar? Eða taka vinnufundinn í gegnum Skype? Það er líka hægt að láta gott af sér leiða í hinum ýmsu verkefnum t.d. á vegum Landverndar sem tengjast skógrækt eða endurheimt votlendis. Di Caprio kemur líka inn á eyðingu regnskóganna þar sem verið er að ryðja regnskóga til ræktunar á pálmaolíu. Með því að sniðganga pálmaolíu, getum við sem neytendur reynt að stuðla að minni eftirspurn eftir henni sem vonandi skilar sér til matvælaframleiðenda sem þá finna nýjar lausnir. Við neytendur höfum vald til þess að breyta. Þó svo að loftslagsbreytingarnar sem við erum að sjá nú þegar séu fremur ógnvekjandi, þá megum við ekki gefast upp, við þurfum bara að bretta upp ermarnar. Enginn getur gert allt, en við getum öll gert eitthvað.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Leonardo Di Caprio hefur með mynd sinni „Before the Flood“ vakið aukna athygli á loftslagsmálum en myndin var nýlega sýnd á RÚV. En RÚV hefur nýlega staðið fyrir góðri og fróðlegri umfjöllun um loftslagsmál. Í myndinni hans Leonardos er fjallað um staðreyndirnar varðandi loftslagsmál, engar ýkjur. En þegar horft er á slíka mynd vaknar spurningin: hvað get ég gert? Stjórnvöld og fyrirtæki spila lykilhlutverk þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld geta notað fjárhagslega hvata til að stýra markaðnum, sett boð og bönn, ásamt því að fara fram með góðu fordæmi og rutt markaðinn fyrir metnaðargjörnum lausnum í umhverfismálum. Einnig geta yfirvöld hjálpað okkur að velja rétt og auðveldað okkur að verða umhverfisvæn. Fyrirtæki geta sýnt samfélagslega ábyrgð, dregið úr losun og verið hluti af lausninni með því að framleiða vörur og veita þjónustu sem veldur lágmarks losun. En hvað get ég gert? Það er ótal margt sem hægt er að gera til þess að draga úr losun. Mikið hefur verið talað um matarsóun. Með því að nýta matinn okkar vel erum við að draga úr losun, allt skiptir máli. Ef allir gera eitthvað þá erum við fljót að tala um fleiri þúsund kíló á ári. Auðlindanotkun er minni við grænmetisbúskap en vegna framleiðslu á kjötvörum. Þó svo að maður verði ekki alveg vegan þá er hægt að draga eitthvað úr kjötneyslu, en síðustu ár hefur kjötneysla heldur verið að aukast. Íslendingar flytja inn mikið magn af neysluvörum frá löndum þar sem umhverfiskröfur eru ekki eins strangar og á Íslandi og orkunotkunin háð bruna á jarðefnaeldsneyti. Um 85% af allri orkunotkun í heiminum eru byggð á jarðefnaeldsneyti. Þannig að þegar við kaupum innfluttar vörur getum við nánast gert ráð fyrir því að framleiðsla vörunnar hafi valdið losun á gróðurhúsaloftegundum. Í þessu samhengi sést mikilvægi þess að draga almennt úr neyslu á nýjum vörum. Líftími vara er ekki eins langur og hann var áður. Fatnaður verður fljótt snjáður og nýja þvottavélin á líklegast ekki eftir að endast eins lengi og þvottavélin hennar ömmu, sem var orðin meira en 40 ára. Það er afar slæmt fyrir umhverfið að það þurfi að framleiða t.d. þrjú pör af skóm í staðinn fyrir eitt par. Með því að lagfæra, nýta skiptimarkaði, kaupa notað erum við að draga úr losun á koltvísýringi vegna framleiðslu og flutnings á varningi. Hver ferð skiptir máli Í samgöngumálum getum við sameinast í bíla þegar verið er að skutla krökkum í frístundir eða fara til vinnu, hjólað, gengið eða notað almenningssamgöngur. Hver ferð skiptir máli. Rafmagnsbílar og aðrir bílar sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti eru einnig hluti af lausninni, þó að það sé ekki sjálfbært að allir fari og kaupi sér nýjan bíl þegar tekið er tillit til alls framleiðsluferlisins. Flugumferðin í heiminum er sífellt að aukast og stendur fyrir um 3,5 prósentum af heildarlosun á gróðurhúsaloftegundum í heiminum. Þegar verið er að plana fríið eða vinnuferð, þá er kannski hægt að velja annan farkost en flug einhvern hluta ferðarinnar? Eða taka vinnufundinn í gegnum Skype? Það er líka hægt að láta gott af sér leiða í hinum ýmsu verkefnum t.d. á vegum Landverndar sem tengjast skógrækt eða endurheimt votlendis. Di Caprio kemur líka inn á eyðingu regnskóganna þar sem verið er að ryðja regnskóga til ræktunar á pálmaolíu. Með því að sniðganga pálmaolíu, getum við sem neytendur reynt að stuðla að minni eftirspurn eftir henni sem vonandi skilar sér til matvælaframleiðenda sem þá finna nýjar lausnir. Við neytendur höfum vald til þess að breyta. Þó svo að loftslagsbreytingarnar sem við erum að sjá nú þegar séu fremur ógnvekjandi, þá megum við ekki gefast upp, við þurfum bara að bretta upp ermarnar. Enginn getur gert allt, en við getum öll gert eitthvað.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar