Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir, Halldóra Víðisdóttir og Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifa 10. október 2025 12:46 Til hamingju með alþjóða geðheilbrigðisdaginn sem er 10. október ár hvert.Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn minnir okkur á að heilsa snýst ekki aðeins um líkamlega heilsu, heldur líka geðheilsu. Góð geðheilsa er öllum mikilvæg. Hún felst ekki aðeins í því að vera laus við geðsjúkdóm, heldur í því að líða vel, vera sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt, upplifa jafnvægi, öryggi og ánægju, hvort sem við glímum við geðsjúkdóm eða ekki. Geðheilsa mótar hvernig við ráðum við streitu og áskoranir, myndum tengsl við aðra og tökum heilsusamlegar ákvarðanir. Það er engin heilsa án geðheilsu. Geðheilsa í mannúðarkrísum Þema dagsins í ár er geðheilsa í mannúðarkrísum og minnir okkur á mikilvægi þess að styðja við geðheilsu þeirra sem lifa við erfiðar aðstæður. Þegar samfélög verða fyrir náttúruhamförum, stríði eða átökum fer líf fólks á hvolf. Heimili glatast, fjölskyldur skiljast að og öryggi hverfur. Á síðustu árum hefur fjöldi fólks leitað hingað til lands á flótta frá hamförum vegna stríða og óöryggis í eigin landi og náttúruhamfarir hafa dunið á okkur hér heima með endurteknum eldgosum. Í slíkum aðstæðum verður geðheilsa fólks brothætt. Margir upplifa óöryggi, hræðslu, doða eða kvíða. Börn, aldraðir, einstaklingar með geðsjúkdóma og jaðarsettir hópar eru viðkvæmastir. Þess vegna þarf hjálparviðbragð ekki aðeins að snúast um mat, vatn og lyf, heldur einnig um geðheilsu og sálfélagslegan stuðning. Slíkur stuðningur getur bjargað mannslífum, styrkt fólk til að takast á við áföll og skapað grundvöll fyrir bata og endurreisn samfélaga. Á Landspítala háskólasjúkrahúsi er rekin geðþjónusta í 3. línu heilbrigðisþjónustu. Það þýðir að þar er sérhæfð þjónusta fyrir þá einstaklinga sem ekki hafa geta nýtt sér aðra geðheilbrigðisþjónustu, eru með bráð veikindi eða langvarandi veikindi sem þurfa sérhæfða þjónustu. Þjónustan er fjölbreytt og skiptist í göngudeildarþjónustu, dagdeildir og legudeildir. Á síðustu árum hefur einstaklingum með alvarlega áfallastreitu fjölgað í okkar þjónustu og þjónustan við þann hóp hefur aukist með auknu fjármagni til að sinna einstaklingum með áfallastreitu sérstaklega. Það hefur gert okkur kleift að fjölga sérhæfðu fagfólki og stytta biðlista. Framfarir og áskoranir Nú ríkir aukin bjartsýni í málaflokknum og í geðþjónustu Landspítala. Við erum skrefi nær því að fá nýtt og nútímalegt húsnæði fyrir geðþjónustu Landspítala sem bætir alla umgjörð, þjónustu og aðstöðu fyrir geðheilbrigðisþjónustu til muna. Framkvæmdir á úreltu húsnæði öryggisgeðdeildar lýkur innan skamms sem bætir þjónustu við þann viðkvæma hóp og innan árs mun legurýmum í réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítala fjölga. Jafningjastarf hefur á síðustu árum verið í mikilli sókn innan spítalans. Jafningjar eru starfsfólk með eigin reynslu af geðheilbrigðiskerfinu sem styðja við notendur og bæta þjónustuna. Markmiðið er að jafningi verði starfandi á öllum einingum geðþjónustunnar og er það vel á veg komið. Í byrjun árs var stofnað sérhæft teymi sem sinnir sem öldruðum einstaklingum sem glíma við geðraskanir og mun það bæta geðheilbrigðisþjónustu við aldraða en hingað til höfum við ekki haft slíkt teymi. Á síðustu árum hefur þverfagleg teymisvinna aukist mikið í allri meðferð geðþjónustu Landspítala og samvinna fagstétta hefur þannig aukist. Sálfræðingum og félagsráðgjöfum hefur fjölgað og við höfum aukið áherslu á stuðning við aðstandendur og fjölskyldur og getað boðið upp á nýjar meðferðir eins og hugræna meðferð við röddum. Innihald meðferðar þarf að vera í stöðugri endurskoðun, það þarf að fylgjast með nýjungum og innleiða gagnreyndar meðferðir. Það er hlutverk fagfólks þjónustunnar að fylgjast með nýjungum í meðferð og eftirfylgd og tryggja að notendur fái bestu mögulega þjónustu hverju sinni. Mikilvægt er að rödd notenda sé sterk í stefnumótun og umræðu um nýjungar í meðferð. Á Landspítala viljum við byggja upp þjónustu sem er aðgengileg, mannleg og sveigjanleg og byggir á trausti, bata og von. Höfundar: Halldóra Jónsdóttir, forstöðulæknir geðþjónustu LandspítalaHalldóra Víðisdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðþjónustu LandspítalaJúlíana Guðrún Þórðardóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðþjónustu Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með alþjóða geðheilbrigðisdaginn sem er 10. október ár hvert.Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn minnir okkur á að heilsa snýst ekki aðeins um líkamlega heilsu, heldur líka geðheilsu. Góð geðheilsa er öllum mikilvæg. Hún felst ekki aðeins í því að vera laus við geðsjúkdóm, heldur í því að líða vel, vera sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt, upplifa jafnvægi, öryggi og ánægju, hvort sem við glímum við geðsjúkdóm eða ekki. Geðheilsa mótar hvernig við ráðum við streitu og áskoranir, myndum tengsl við aðra og tökum heilsusamlegar ákvarðanir. Það er engin heilsa án geðheilsu. Geðheilsa í mannúðarkrísum Þema dagsins í ár er geðheilsa í mannúðarkrísum og minnir okkur á mikilvægi þess að styðja við geðheilsu þeirra sem lifa við erfiðar aðstæður. Þegar samfélög verða fyrir náttúruhamförum, stríði eða átökum fer líf fólks á hvolf. Heimili glatast, fjölskyldur skiljast að og öryggi hverfur. Á síðustu árum hefur fjöldi fólks leitað hingað til lands á flótta frá hamförum vegna stríða og óöryggis í eigin landi og náttúruhamfarir hafa dunið á okkur hér heima með endurteknum eldgosum. Í slíkum aðstæðum verður geðheilsa fólks brothætt. Margir upplifa óöryggi, hræðslu, doða eða kvíða. Börn, aldraðir, einstaklingar með geðsjúkdóma og jaðarsettir hópar eru viðkvæmastir. Þess vegna þarf hjálparviðbragð ekki aðeins að snúast um mat, vatn og lyf, heldur einnig um geðheilsu og sálfélagslegan stuðning. Slíkur stuðningur getur bjargað mannslífum, styrkt fólk til að takast á við áföll og skapað grundvöll fyrir bata og endurreisn samfélaga. Á Landspítala háskólasjúkrahúsi er rekin geðþjónusta í 3. línu heilbrigðisþjónustu. Það þýðir að þar er sérhæfð þjónusta fyrir þá einstaklinga sem ekki hafa geta nýtt sér aðra geðheilbrigðisþjónustu, eru með bráð veikindi eða langvarandi veikindi sem þurfa sérhæfða þjónustu. Þjónustan er fjölbreytt og skiptist í göngudeildarþjónustu, dagdeildir og legudeildir. Á síðustu árum hefur einstaklingum með alvarlega áfallastreitu fjölgað í okkar þjónustu og þjónustan við þann hóp hefur aukist með auknu fjármagni til að sinna einstaklingum með áfallastreitu sérstaklega. Það hefur gert okkur kleift að fjölga sérhæfðu fagfólki og stytta biðlista. Framfarir og áskoranir Nú ríkir aukin bjartsýni í málaflokknum og í geðþjónustu Landspítala. Við erum skrefi nær því að fá nýtt og nútímalegt húsnæði fyrir geðþjónustu Landspítala sem bætir alla umgjörð, þjónustu og aðstöðu fyrir geðheilbrigðisþjónustu til muna. Framkvæmdir á úreltu húsnæði öryggisgeðdeildar lýkur innan skamms sem bætir þjónustu við þann viðkvæma hóp og innan árs mun legurýmum í réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítala fjölga. Jafningjastarf hefur á síðustu árum verið í mikilli sókn innan spítalans. Jafningjar eru starfsfólk með eigin reynslu af geðheilbrigðiskerfinu sem styðja við notendur og bæta þjónustuna. Markmiðið er að jafningi verði starfandi á öllum einingum geðþjónustunnar og er það vel á veg komið. Í byrjun árs var stofnað sérhæft teymi sem sinnir sem öldruðum einstaklingum sem glíma við geðraskanir og mun það bæta geðheilbrigðisþjónustu við aldraða en hingað til höfum við ekki haft slíkt teymi. Á síðustu árum hefur þverfagleg teymisvinna aukist mikið í allri meðferð geðþjónustu Landspítala og samvinna fagstétta hefur þannig aukist. Sálfræðingum og félagsráðgjöfum hefur fjölgað og við höfum aukið áherslu á stuðning við aðstandendur og fjölskyldur og getað boðið upp á nýjar meðferðir eins og hugræna meðferð við röddum. Innihald meðferðar þarf að vera í stöðugri endurskoðun, það þarf að fylgjast með nýjungum og innleiða gagnreyndar meðferðir. Það er hlutverk fagfólks þjónustunnar að fylgjast með nýjungum í meðferð og eftirfylgd og tryggja að notendur fái bestu mögulega þjónustu hverju sinni. Mikilvægt er að rödd notenda sé sterk í stefnumótun og umræðu um nýjungar í meðferð. Á Landspítala viljum við byggja upp þjónustu sem er aðgengileg, mannleg og sveigjanleg og byggir á trausti, bata og von. Höfundar: Halldóra Jónsdóttir, forstöðulæknir geðþjónustu LandspítalaHalldóra Víðisdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðþjónustu LandspítalaJúlíana Guðrún Þórðardóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðþjónustu Landspítala
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun