Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir, Halldóra Víðisdóttir og Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifa 10. október 2025 12:46 Til hamingju með alþjóða geðheilbrigðisdaginn sem er 10. október ár hvert.Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn minnir okkur á að heilsa snýst ekki aðeins um líkamlega heilsu, heldur líka geðheilsu. Góð geðheilsa er öllum mikilvæg. Hún felst ekki aðeins í því að vera laus við geðsjúkdóm, heldur í því að líða vel, vera sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt, upplifa jafnvægi, öryggi og ánægju, hvort sem við glímum við geðsjúkdóm eða ekki. Geðheilsa mótar hvernig við ráðum við streitu og áskoranir, myndum tengsl við aðra og tökum heilsusamlegar ákvarðanir. Það er engin heilsa án geðheilsu. Geðheilsa í mannúðarkrísum Þema dagsins í ár er geðheilsa í mannúðarkrísum og minnir okkur á mikilvægi þess að styðja við geðheilsu þeirra sem lifa við erfiðar aðstæður. Þegar samfélög verða fyrir náttúruhamförum, stríði eða átökum fer líf fólks á hvolf. Heimili glatast, fjölskyldur skiljast að og öryggi hverfur. Á síðustu árum hefur fjöldi fólks leitað hingað til lands á flótta frá hamförum vegna stríða og óöryggis í eigin landi og náttúruhamfarir hafa dunið á okkur hér heima með endurteknum eldgosum. Í slíkum aðstæðum verður geðheilsa fólks brothætt. Margir upplifa óöryggi, hræðslu, doða eða kvíða. Börn, aldraðir, einstaklingar með geðsjúkdóma og jaðarsettir hópar eru viðkvæmastir. Þess vegna þarf hjálparviðbragð ekki aðeins að snúast um mat, vatn og lyf, heldur einnig um geðheilsu og sálfélagslegan stuðning. Slíkur stuðningur getur bjargað mannslífum, styrkt fólk til að takast á við áföll og skapað grundvöll fyrir bata og endurreisn samfélaga. Á Landspítala háskólasjúkrahúsi er rekin geðþjónusta í 3. línu heilbrigðisþjónustu. Það þýðir að þar er sérhæfð þjónusta fyrir þá einstaklinga sem ekki hafa geta nýtt sér aðra geðheilbrigðisþjónustu, eru með bráð veikindi eða langvarandi veikindi sem þurfa sérhæfða þjónustu. Þjónustan er fjölbreytt og skiptist í göngudeildarþjónustu, dagdeildir og legudeildir. Á síðustu árum hefur einstaklingum með alvarlega áfallastreitu fjölgað í okkar þjónustu og þjónustan við þann hóp hefur aukist með auknu fjármagni til að sinna einstaklingum með áfallastreitu sérstaklega. Það hefur gert okkur kleift að fjölga sérhæfðu fagfólki og stytta biðlista. Framfarir og áskoranir Nú ríkir aukin bjartsýni í málaflokknum og í geðþjónustu Landspítala. Við erum skrefi nær því að fá nýtt og nútímalegt húsnæði fyrir geðþjónustu Landspítala sem bætir alla umgjörð, þjónustu og aðstöðu fyrir geðheilbrigðisþjónustu til muna. Framkvæmdir á úreltu húsnæði öryggisgeðdeildar lýkur innan skamms sem bætir þjónustu við þann viðkvæma hóp og innan árs mun legurýmum í réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítala fjölga. Jafningjastarf hefur á síðustu árum verið í mikilli sókn innan spítalans. Jafningjar eru starfsfólk með eigin reynslu af geðheilbrigðiskerfinu sem styðja við notendur og bæta þjónustuna. Markmiðið er að jafningi verði starfandi á öllum einingum geðþjónustunnar og er það vel á veg komið. Í byrjun árs var stofnað sérhæft teymi sem sinnir sem öldruðum einstaklingum sem glíma við geðraskanir og mun það bæta geðheilbrigðisþjónustu við aldraða en hingað til höfum við ekki haft slíkt teymi. Á síðustu árum hefur þverfagleg teymisvinna aukist mikið í allri meðferð geðþjónustu Landspítala og samvinna fagstétta hefur þannig aukist. Sálfræðingum og félagsráðgjöfum hefur fjölgað og við höfum aukið áherslu á stuðning við aðstandendur og fjölskyldur og getað boðið upp á nýjar meðferðir eins og hugræna meðferð við röddum. Innihald meðferðar þarf að vera í stöðugri endurskoðun, það þarf að fylgjast með nýjungum og innleiða gagnreyndar meðferðir. Það er hlutverk fagfólks þjónustunnar að fylgjast með nýjungum í meðferð og eftirfylgd og tryggja að notendur fái bestu mögulega þjónustu hverju sinni. Mikilvægt er að rödd notenda sé sterk í stefnumótun og umræðu um nýjungar í meðferð. Á Landspítala viljum við byggja upp þjónustu sem er aðgengileg, mannleg og sveigjanleg og byggir á trausti, bata og von. Höfundar: Halldóra Jónsdóttir, forstöðulæknir geðþjónustu LandspítalaHalldóra Víðisdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðþjónustu LandspítalaJúlíana Guðrún Þórðardóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðþjónustu Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með alþjóða geðheilbrigðisdaginn sem er 10. október ár hvert.Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn minnir okkur á að heilsa snýst ekki aðeins um líkamlega heilsu, heldur líka geðheilsu. Góð geðheilsa er öllum mikilvæg. Hún felst ekki aðeins í því að vera laus við geðsjúkdóm, heldur í því að líða vel, vera sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt, upplifa jafnvægi, öryggi og ánægju, hvort sem við glímum við geðsjúkdóm eða ekki. Geðheilsa mótar hvernig við ráðum við streitu og áskoranir, myndum tengsl við aðra og tökum heilsusamlegar ákvarðanir. Það er engin heilsa án geðheilsu. Geðheilsa í mannúðarkrísum Þema dagsins í ár er geðheilsa í mannúðarkrísum og minnir okkur á mikilvægi þess að styðja við geðheilsu þeirra sem lifa við erfiðar aðstæður. Þegar samfélög verða fyrir náttúruhamförum, stríði eða átökum fer líf fólks á hvolf. Heimili glatast, fjölskyldur skiljast að og öryggi hverfur. Á síðustu árum hefur fjöldi fólks leitað hingað til lands á flótta frá hamförum vegna stríða og óöryggis í eigin landi og náttúruhamfarir hafa dunið á okkur hér heima með endurteknum eldgosum. Í slíkum aðstæðum verður geðheilsa fólks brothætt. Margir upplifa óöryggi, hræðslu, doða eða kvíða. Börn, aldraðir, einstaklingar með geðsjúkdóma og jaðarsettir hópar eru viðkvæmastir. Þess vegna þarf hjálparviðbragð ekki aðeins að snúast um mat, vatn og lyf, heldur einnig um geðheilsu og sálfélagslegan stuðning. Slíkur stuðningur getur bjargað mannslífum, styrkt fólk til að takast á við áföll og skapað grundvöll fyrir bata og endurreisn samfélaga. Á Landspítala háskólasjúkrahúsi er rekin geðþjónusta í 3. línu heilbrigðisþjónustu. Það þýðir að þar er sérhæfð þjónusta fyrir þá einstaklinga sem ekki hafa geta nýtt sér aðra geðheilbrigðisþjónustu, eru með bráð veikindi eða langvarandi veikindi sem þurfa sérhæfða þjónustu. Þjónustan er fjölbreytt og skiptist í göngudeildarþjónustu, dagdeildir og legudeildir. Á síðustu árum hefur einstaklingum með alvarlega áfallastreitu fjölgað í okkar þjónustu og þjónustan við þann hóp hefur aukist með auknu fjármagni til að sinna einstaklingum með áfallastreitu sérstaklega. Það hefur gert okkur kleift að fjölga sérhæfðu fagfólki og stytta biðlista. Framfarir og áskoranir Nú ríkir aukin bjartsýni í málaflokknum og í geðþjónustu Landspítala. Við erum skrefi nær því að fá nýtt og nútímalegt húsnæði fyrir geðþjónustu Landspítala sem bætir alla umgjörð, þjónustu og aðstöðu fyrir geðheilbrigðisþjónustu til muna. Framkvæmdir á úreltu húsnæði öryggisgeðdeildar lýkur innan skamms sem bætir þjónustu við þann viðkvæma hóp og innan árs mun legurýmum í réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítala fjölga. Jafningjastarf hefur á síðustu árum verið í mikilli sókn innan spítalans. Jafningjar eru starfsfólk með eigin reynslu af geðheilbrigðiskerfinu sem styðja við notendur og bæta þjónustuna. Markmiðið er að jafningi verði starfandi á öllum einingum geðþjónustunnar og er það vel á veg komið. Í byrjun árs var stofnað sérhæft teymi sem sinnir sem öldruðum einstaklingum sem glíma við geðraskanir og mun það bæta geðheilbrigðisþjónustu við aldraða en hingað til höfum við ekki haft slíkt teymi. Á síðustu árum hefur þverfagleg teymisvinna aukist mikið í allri meðferð geðþjónustu Landspítala og samvinna fagstétta hefur þannig aukist. Sálfræðingum og félagsráðgjöfum hefur fjölgað og við höfum aukið áherslu á stuðning við aðstandendur og fjölskyldur og getað boðið upp á nýjar meðferðir eins og hugræna meðferð við röddum. Innihald meðferðar þarf að vera í stöðugri endurskoðun, það þarf að fylgjast með nýjungum og innleiða gagnreyndar meðferðir. Það er hlutverk fagfólks þjónustunnar að fylgjast með nýjungum í meðferð og eftirfylgd og tryggja að notendur fái bestu mögulega þjónustu hverju sinni. Mikilvægt er að rödd notenda sé sterk í stefnumótun og umræðu um nýjungar í meðferð. Á Landspítala viljum við byggja upp þjónustu sem er aðgengileg, mannleg og sveigjanleg og byggir á trausti, bata og von. Höfundar: Halldóra Jónsdóttir, forstöðulæknir geðþjónustu LandspítalaHalldóra Víðisdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðþjónustu LandspítalaJúlíana Guðrún Þórðardóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðþjónustu Landspítala
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun