Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir, Halldóra Víðisdóttir og Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifa 10. október 2025 12:46 Til hamingju með alþjóða geðheilbrigðisdaginn sem er 10. október ár hvert.Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn minnir okkur á að heilsa snýst ekki aðeins um líkamlega heilsu, heldur líka geðheilsu. Góð geðheilsa er öllum mikilvæg. Hún felst ekki aðeins í því að vera laus við geðsjúkdóm, heldur í því að líða vel, vera sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt, upplifa jafnvægi, öryggi og ánægju, hvort sem við glímum við geðsjúkdóm eða ekki. Geðheilsa mótar hvernig við ráðum við streitu og áskoranir, myndum tengsl við aðra og tökum heilsusamlegar ákvarðanir. Það er engin heilsa án geðheilsu. Geðheilsa í mannúðarkrísum Þema dagsins í ár er geðheilsa í mannúðarkrísum og minnir okkur á mikilvægi þess að styðja við geðheilsu þeirra sem lifa við erfiðar aðstæður. Þegar samfélög verða fyrir náttúruhamförum, stríði eða átökum fer líf fólks á hvolf. Heimili glatast, fjölskyldur skiljast að og öryggi hverfur. Á síðustu árum hefur fjöldi fólks leitað hingað til lands á flótta frá hamförum vegna stríða og óöryggis í eigin landi og náttúruhamfarir hafa dunið á okkur hér heima með endurteknum eldgosum. Í slíkum aðstæðum verður geðheilsa fólks brothætt. Margir upplifa óöryggi, hræðslu, doða eða kvíða. Börn, aldraðir, einstaklingar með geðsjúkdóma og jaðarsettir hópar eru viðkvæmastir. Þess vegna þarf hjálparviðbragð ekki aðeins að snúast um mat, vatn og lyf, heldur einnig um geðheilsu og sálfélagslegan stuðning. Slíkur stuðningur getur bjargað mannslífum, styrkt fólk til að takast á við áföll og skapað grundvöll fyrir bata og endurreisn samfélaga. Á Landspítala háskólasjúkrahúsi er rekin geðþjónusta í 3. línu heilbrigðisþjónustu. Það þýðir að þar er sérhæfð þjónusta fyrir þá einstaklinga sem ekki hafa geta nýtt sér aðra geðheilbrigðisþjónustu, eru með bráð veikindi eða langvarandi veikindi sem þurfa sérhæfða þjónustu. Þjónustan er fjölbreytt og skiptist í göngudeildarþjónustu, dagdeildir og legudeildir. Á síðustu árum hefur einstaklingum með alvarlega áfallastreitu fjölgað í okkar þjónustu og þjónustan við þann hóp hefur aukist með auknu fjármagni til að sinna einstaklingum með áfallastreitu sérstaklega. Það hefur gert okkur kleift að fjölga sérhæfðu fagfólki og stytta biðlista. Framfarir og áskoranir Nú ríkir aukin bjartsýni í málaflokknum og í geðþjónustu Landspítala. Við erum skrefi nær því að fá nýtt og nútímalegt húsnæði fyrir geðþjónustu Landspítala sem bætir alla umgjörð, þjónustu og aðstöðu fyrir geðheilbrigðisþjónustu til muna. Framkvæmdir á úreltu húsnæði öryggisgeðdeildar lýkur innan skamms sem bætir þjónustu við þann viðkvæma hóp og innan árs mun legurýmum í réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítala fjölga. Jafningjastarf hefur á síðustu árum verið í mikilli sókn innan spítalans. Jafningjar eru starfsfólk með eigin reynslu af geðheilbrigðiskerfinu sem styðja við notendur og bæta þjónustuna. Markmiðið er að jafningi verði starfandi á öllum einingum geðþjónustunnar og er það vel á veg komið. Í byrjun árs var stofnað sérhæft teymi sem sinnir sem öldruðum einstaklingum sem glíma við geðraskanir og mun það bæta geðheilbrigðisþjónustu við aldraða en hingað til höfum við ekki haft slíkt teymi. Á síðustu árum hefur þverfagleg teymisvinna aukist mikið í allri meðferð geðþjónustu Landspítala og samvinna fagstétta hefur þannig aukist. Sálfræðingum og félagsráðgjöfum hefur fjölgað og við höfum aukið áherslu á stuðning við aðstandendur og fjölskyldur og getað boðið upp á nýjar meðferðir eins og hugræna meðferð við röddum. Innihald meðferðar þarf að vera í stöðugri endurskoðun, það þarf að fylgjast með nýjungum og innleiða gagnreyndar meðferðir. Það er hlutverk fagfólks þjónustunnar að fylgjast með nýjungum í meðferð og eftirfylgd og tryggja að notendur fái bestu mögulega þjónustu hverju sinni. Mikilvægt er að rödd notenda sé sterk í stefnumótun og umræðu um nýjungar í meðferð. Á Landspítala viljum við byggja upp þjónustu sem er aðgengileg, mannleg og sveigjanleg og byggir á trausti, bata og von. Höfundar: Halldóra Jónsdóttir, forstöðulæknir geðþjónustu LandspítalaHalldóra Víðisdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðþjónustu LandspítalaJúlíana Guðrún Þórðardóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðþjónustu Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með alþjóða geðheilbrigðisdaginn sem er 10. október ár hvert.Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn minnir okkur á að heilsa snýst ekki aðeins um líkamlega heilsu, heldur líka geðheilsu. Góð geðheilsa er öllum mikilvæg. Hún felst ekki aðeins í því að vera laus við geðsjúkdóm, heldur í því að líða vel, vera sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt, upplifa jafnvægi, öryggi og ánægju, hvort sem við glímum við geðsjúkdóm eða ekki. Geðheilsa mótar hvernig við ráðum við streitu og áskoranir, myndum tengsl við aðra og tökum heilsusamlegar ákvarðanir. Það er engin heilsa án geðheilsu. Geðheilsa í mannúðarkrísum Þema dagsins í ár er geðheilsa í mannúðarkrísum og minnir okkur á mikilvægi þess að styðja við geðheilsu þeirra sem lifa við erfiðar aðstæður. Þegar samfélög verða fyrir náttúruhamförum, stríði eða átökum fer líf fólks á hvolf. Heimili glatast, fjölskyldur skiljast að og öryggi hverfur. Á síðustu árum hefur fjöldi fólks leitað hingað til lands á flótta frá hamförum vegna stríða og óöryggis í eigin landi og náttúruhamfarir hafa dunið á okkur hér heima með endurteknum eldgosum. Í slíkum aðstæðum verður geðheilsa fólks brothætt. Margir upplifa óöryggi, hræðslu, doða eða kvíða. Börn, aldraðir, einstaklingar með geðsjúkdóma og jaðarsettir hópar eru viðkvæmastir. Þess vegna þarf hjálparviðbragð ekki aðeins að snúast um mat, vatn og lyf, heldur einnig um geðheilsu og sálfélagslegan stuðning. Slíkur stuðningur getur bjargað mannslífum, styrkt fólk til að takast á við áföll og skapað grundvöll fyrir bata og endurreisn samfélaga. Á Landspítala háskólasjúkrahúsi er rekin geðþjónusta í 3. línu heilbrigðisþjónustu. Það þýðir að þar er sérhæfð þjónusta fyrir þá einstaklinga sem ekki hafa geta nýtt sér aðra geðheilbrigðisþjónustu, eru með bráð veikindi eða langvarandi veikindi sem þurfa sérhæfða þjónustu. Þjónustan er fjölbreytt og skiptist í göngudeildarþjónustu, dagdeildir og legudeildir. Á síðustu árum hefur einstaklingum með alvarlega áfallastreitu fjölgað í okkar þjónustu og þjónustan við þann hóp hefur aukist með auknu fjármagni til að sinna einstaklingum með áfallastreitu sérstaklega. Það hefur gert okkur kleift að fjölga sérhæfðu fagfólki og stytta biðlista. Framfarir og áskoranir Nú ríkir aukin bjartsýni í málaflokknum og í geðþjónustu Landspítala. Við erum skrefi nær því að fá nýtt og nútímalegt húsnæði fyrir geðþjónustu Landspítala sem bætir alla umgjörð, þjónustu og aðstöðu fyrir geðheilbrigðisþjónustu til muna. Framkvæmdir á úreltu húsnæði öryggisgeðdeildar lýkur innan skamms sem bætir þjónustu við þann viðkvæma hóp og innan árs mun legurýmum í réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítala fjölga. Jafningjastarf hefur á síðustu árum verið í mikilli sókn innan spítalans. Jafningjar eru starfsfólk með eigin reynslu af geðheilbrigðiskerfinu sem styðja við notendur og bæta þjónustuna. Markmiðið er að jafningi verði starfandi á öllum einingum geðþjónustunnar og er það vel á veg komið. Í byrjun árs var stofnað sérhæft teymi sem sinnir sem öldruðum einstaklingum sem glíma við geðraskanir og mun það bæta geðheilbrigðisþjónustu við aldraða en hingað til höfum við ekki haft slíkt teymi. Á síðustu árum hefur þverfagleg teymisvinna aukist mikið í allri meðferð geðþjónustu Landspítala og samvinna fagstétta hefur þannig aukist. Sálfræðingum og félagsráðgjöfum hefur fjölgað og við höfum aukið áherslu á stuðning við aðstandendur og fjölskyldur og getað boðið upp á nýjar meðferðir eins og hugræna meðferð við röddum. Innihald meðferðar þarf að vera í stöðugri endurskoðun, það þarf að fylgjast með nýjungum og innleiða gagnreyndar meðferðir. Það er hlutverk fagfólks þjónustunnar að fylgjast með nýjungum í meðferð og eftirfylgd og tryggja að notendur fái bestu mögulega þjónustu hverju sinni. Mikilvægt er að rödd notenda sé sterk í stefnumótun og umræðu um nýjungar í meðferð. Á Landspítala viljum við byggja upp þjónustu sem er aðgengileg, mannleg og sveigjanleg og byggir á trausti, bata og von. Höfundar: Halldóra Jónsdóttir, forstöðulæknir geðþjónustu LandspítalaHalldóra Víðisdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðþjónustu LandspítalaJúlíana Guðrún Þórðardóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðþjónustu Landspítala
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun