Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar 10. október 2025 13:02 Meirihluti (59%) drengja á framhaldsskólaaldri hefur séð auglýsingar um fjárhættuspil (s.s. póker, spilavíti, veðmál eða bingó) á neti eða samfélagsmiðlum. Helmingi lægra hlutfall stúlkna á sama aldri hefur séð slíkar auglýsingar. Þetta kemur fram í rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands sem nefnist Börn og netmiðlar. Í 4.-7. bekk grunnskóla hafa 27% drengja og 12% stúlkna séð auglýsingar um fjárhættuspil. Í 8.-10. bekk er hlutfallið 35% drengja og 20% stúlkna. Viðskiptaboð (auglýsingar) fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi sem ekki hefur leyfi lögum samkvæmt hér á landi eru óheimil samkvæmt 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Eftirlit með þessum viðskiptaboðum er í höndum Fjölmiðlanefndar en það eftirlit er bundið við fjölmiðla og nær því ekki til samfélagsmiðla. Eftirlit á þeim vettvangi er í höndum lögreglu á grundvelli laga um happdrætti nr. 38/2005. Engin tilviljun að starfsemin sé markaðssett til drengja Af hverju eru strákar líklegri til þess að sjá auglýsingar um fjárhættuspil á netinu? Á samfélagsmiðlum eru það sjaldnast tilviljanir sem ráða för. Er það vegna þess að slíkar auglýsingar tengjast frekar áhugamálum drengja eða eru þeir áhættusæknari og líklegri til þess að eyða fjárhæðum í slíka starfsemi? Á aðeins tveggja ára tímabili frá 2021 til 2023 tvöfaldaðist hlutfall drengja á framhaldsskólaaldri sem hefur séð auglýsingar um fjárhættuspil á neti/samfélagsmiðlum. Á sama tímabili hefur hlutfall drengja sem eyðir peningum í fjárhættuspil rokið upp, frá 3% 2021 í 21% árið 2023. Hlutfall stúlkna sem eyðir peningum í fjárhættuspil fór á sama tíma úr 2% í 1%. Breytt landslag veðmálaauglýsinga Auglýsingar um fjárhættuspil (s.s. póker, spilavíti, veðmál eða bingó) eru ekki nýjar af nálinni. Dreifingarleiðirnar með tilkomu samfélagsmiðla og möguleikarnir til þess að gera þær gagnvirkar í gegnum leiki hafa þó breytt myndinni töluvert síðustu ár. Í sakleysi mínu sit ég að spila leiki á spjaldtölvu þegar að upp skjótast auglýsingar sem birtast mér sem litlir leikir þar sem ég æfi mig að leggja undir fjárhæðir í þeirri von um að vinna tilbúna leikjapeninga. Allt í einu fæ ég síðan gefins inneign til þess að prófa að leggja undir alvöru peninga. Það er samt allt í lagi, þetta eru ekki mínir peningar heldur bara gjöf sem ég fékk… Samkvæmt 1. mgr. 11. gr. laga um happdrætti nr. 38/2005 varðar það sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum ef maður af ásetningi eða stórfelldu gáleysi auglýsir, kynnir eða miðlar hvers konar upplýsingum um happdrætti sem ekki hefur verið veitt leyfi fyrir samkvæmt lögunum eða uppfyllir ekki skilyrði laganna, óháð því hvort starfsemi þess er rekin hérlendis eða erlendis. Jafn algengt og áfengiskaup meðal framhaldsskóladrengja Meðal drengja á framhaldsskólaaldri er sama hlutfall sem hefur eytt peningum í áfengi (21%) og fjárhættuspil (21%). Er þetta farið að snúast um að tilheyra? Þegar að sífellt fleiri vinir mínir detta á veðmálavagninn, stuðlar virðast órjúfanlegur hluti af íþróttaumfjöllun og fyrirmyndirnar mínar skreyta sig með merkjum veðmálafyrirtækja eins og um tískufatnað sé að ræða. Hvar kaupi ég svona peysu og derhúfu? Tæknirisunum ber að fylgja lögum í hverju landi Tæknifyrirtækjunum á borð við Google (YouTube) og Meta (Facebook og Instagram) ber að fylgja landslögum í hverju ríki við birtingu auglýsinga á sínum miðlum. Það ætti að gilda um auglýsingar á veðmálastarfsemi. Þrátt fyrir að Google hafi viðurkennt landslög á Íslandi um þetta efni þá eru auglýsingar á veðmálastarfsemi að birtast á Google Ads og YouTube hér á landi. Eins og staðan er í dag er erfitt að eiga við slíkar auglýsingar þar sem Ísland stendur utan reglugerðar Evrópusambandsins um stafrænar þjónustur (Digital Services Act eða DSA). Erfiður slagur fyrir Ísland utan DSA Unnið er að upptöku DSA-reglugerðarinnar í EES-samninginn á vettvangi EFTA. Þegar til þess kemur að reglugerðin verður innleidd hér á landi verður mikilvægur hluti af verkefnum innlendra eftirlitsaðila að fylgja eftir formlegum kvörtunum notenda vegna brota tæknirisa á reglum DSA og tryggja að slík brot komi til skoðunar hjá framkvæmdastjórn ESB. Meðan reglugerðin hefur ekki verið innleidd er það í höndum okkar notenda að standa saman sem samfélag og tilkynna ólöglegar auglýsingar um veðmálastarfsemi, áfengi og nikótínvörur í þágu verndar barna. Því er mikilvægt að við þekkjum úrræðin og tryggjum fræðslu og forvarnir á þessu sviði. Auk viðskiptaboða fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi þá eru einnig óheimil viðskiptaboð og fjarkaup fyrir tóbaksvörur (nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur) og áfengi, samkvæmt 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Hvað getum við þá gert? Google býður upp á nokkrar leiðir fyrir notendur til að tilkynna auglýsingar sem brjóta gegn stefnu og skilmálum Google. Í fyrsta er hægt að tilkynnaólöglegar auglýsingar með því að smella á merki á auglýsingunni sjálfri: AdChoices og í kjölfarið fylla út viðeigandi valmöguleika. Einnig er hægt að tilkynna auglýsingar sem brjóta í bága við stefnu Google í gegnum eftirfarandi tengil: Report an ad/listing - Ads Help. Í slíku tilviki þarf að fylgja með slóð á auglýsinguna svo að Google geti borið kennsl á hana. Enn fremur er hægt að tilkynna ólöglegt efni á miðlum Google í gegnum eftirfarandi tengil: Report Content On Google - Legal Help. Í slíku tilviki þurfa að fylgja með nákvæmar upplýsingar um auglýsinguna og þau lög sem hið meinta brot varðar. Þá er hægt að tilkynna ólöglegar auglýsingar á YouTube með því að smella á eftirfarandi tengil: Ads on videos you watch - YouTube Help (sjá upplýsingar neðst á síðunni). Stöndum saman um vernd barna og tilkynnum skaðlegt efni Um veðmálastarfsemi ríkja skiptar skoðanir í samfélaginu en efni þessarar greinar er ætlað að varpa fram þeirri spurningu hvort við getum ekki verið sammála um að markaðssetning á veðmálum á ekki heima meðal barna undir 18 ára aldri. Sú staða að drengir séu sérstaklega útsettir fyrir auglýsingum um veðmálastarfsemi og séu mikið líklegri til að eyða peningum í slíka starfsemi er óviðunandi. Einstaklingur er barn til 18 ára aldurs og á rétt á aukinni vernd gegn efni sem telst vera skaðlegt. Saman getum við skapað börnum öruggara umhverfi á netinu. Höfundur er sviðsstjóri Netvís – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Einn situr Geir Bakþankar Skógrækt er ódýr Pétur Halldórsson Skoðun Pólitískarhliðarverkanir Auðunn Arnórsson Fastir pennar Hver borgar? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Gera þarf betur Auðunn Arnórsson Fastir pennar Glósur úr ferð til Brussel Magnús Halldórsson Fastir pennar Kaflaskil Jón Kaldal Fastir pennar Ákvörðun Þórólfs Fastir pennar Skattskrár og ofurlaun Fastir pennar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Meirihluti (59%) drengja á framhaldsskólaaldri hefur séð auglýsingar um fjárhættuspil (s.s. póker, spilavíti, veðmál eða bingó) á neti eða samfélagsmiðlum. Helmingi lægra hlutfall stúlkna á sama aldri hefur séð slíkar auglýsingar. Þetta kemur fram í rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands sem nefnist Börn og netmiðlar. Í 4.-7. bekk grunnskóla hafa 27% drengja og 12% stúlkna séð auglýsingar um fjárhættuspil. Í 8.-10. bekk er hlutfallið 35% drengja og 20% stúlkna. Viðskiptaboð (auglýsingar) fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi sem ekki hefur leyfi lögum samkvæmt hér á landi eru óheimil samkvæmt 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Eftirlit með þessum viðskiptaboðum er í höndum Fjölmiðlanefndar en það eftirlit er bundið við fjölmiðla og nær því ekki til samfélagsmiðla. Eftirlit á þeim vettvangi er í höndum lögreglu á grundvelli laga um happdrætti nr. 38/2005. Engin tilviljun að starfsemin sé markaðssett til drengja Af hverju eru strákar líklegri til þess að sjá auglýsingar um fjárhættuspil á netinu? Á samfélagsmiðlum eru það sjaldnast tilviljanir sem ráða för. Er það vegna þess að slíkar auglýsingar tengjast frekar áhugamálum drengja eða eru þeir áhættusæknari og líklegri til þess að eyða fjárhæðum í slíka starfsemi? Á aðeins tveggja ára tímabili frá 2021 til 2023 tvöfaldaðist hlutfall drengja á framhaldsskólaaldri sem hefur séð auglýsingar um fjárhættuspil á neti/samfélagsmiðlum. Á sama tímabili hefur hlutfall drengja sem eyðir peningum í fjárhættuspil rokið upp, frá 3% 2021 í 21% árið 2023. Hlutfall stúlkna sem eyðir peningum í fjárhættuspil fór á sama tíma úr 2% í 1%. Breytt landslag veðmálaauglýsinga Auglýsingar um fjárhættuspil (s.s. póker, spilavíti, veðmál eða bingó) eru ekki nýjar af nálinni. Dreifingarleiðirnar með tilkomu samfélagsmiðla og möguleikarnir til þess að gera þær gagnvirkar í gegnum leiki hafa þó breytt myndinni töluvert síðustu ár. Í sakleysi mínu sit ég að spila leiki á spjaldtölvu þegar að upp skjótast auglýsingar sem birtast mér sem litlir leikir þar sem ég æfi mig að leggja undir fjárhæðir í þeirri von um að vinna tilbúna leikjapeninga. Allt í einu fæ ég síðan gefins inneign til þess að prófa að leggja undir alvöru peninga. Það er samt allt í lagi, þetta eru ekki mínir peningar heldur bara gjöf sem ég fékk… Samkvæmt 1. mgr. 11. gr. laga um happdrætti nr. 38/2005 varðar það sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum ef maður af ásetningi eða stórfelldu gáleysi auglýsir, kynnir eða miðlar hvers konar upplýsingum um happdrætti sem ekki hefur verið veitt leyfi fyrir samkvæmt lögunum eða uppfyllir ekki skilyrði laganna, óháð því hvort starfsemi þess er rekin hérlendis eða erlendis. Jafn algengt og áfengiskaup meðal framhaldsskóladrengja Meðal drengja á framhaldsskólaaldri er sama hlutfall sem hefur eytt peningum í áfengi (21%) og fjárhættuspil (21%). Er þetta farið að snúast um að tilheyra? Þegar að sífellt fleiri vinir mínir detta á veðmálavagninn, stuðlar virðast órjúfanlegur hluti af íþróttaumfjöllun og fyrirmyndirnar mínar skreyta sig með merkjum veðmálafyrirtækja eins og um tískufatnað sé að ræða. Hvar kaupi ég svona peysu og derhúfu? Tæknirisunum ber að fylgja lögum í hverju landi Tæknifyrirtækjunum á borð við Google (YouTube) og Meta (Facebook og Instagram) ber að fylgja landslögum í hverju ríki við birtingu auglýsinga á sínum miðlum. Það ætti að gilda um auglýsingar á veðmálastarfsemi. Þrátt fyrir að Google hafi viðurkennt landslög á Íslandi um þetta efni þá eru auglýsingar á veðmálastarfsemi að birtast á Google Ads og YouTube hér á landi. Eins og staðan er í dag er erfitt að eiga við slíkar auglýsingar þar sem Ísland stendur utan reglugerðar Evrópusambandsins um stafrænar þjónustur (Digital Services Act eða DSA). Erfiður slagur fyrir Ísland utan DSA Unnið er að upptöku DSA-reglugerðarinnar í EES-samninginn á vettvangi EFTA. Þegar til þess kemur að reglugerðin verður innleidd hér á landi verður mikilvægur hluti af verkefnum innlendra eftirlitsaðila að fylgja eftir formlegum kvörtunum notenda vegna brota tæknirisa á reglum DSA og tryggja að slík brot komi til skoðunar hjá framkvæmdastjórn ESB. Meðan reglugerðin hefur ekki verið innleidd er það í höndum okkar notenda að standa saman sem samfélag og tilkynna ólöglegar auglýsingar um veðmálastarfsemi, áfengi og nikótínvörur í þágu verndar barna. Því er mikilvægt að við þekkjum úrræðin og tryggjum fræðslu og forvarnir á þessu sviði. Auk viðskiptaboða fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi þá eru einnig óheimil viðskiptaboð og fjarkaup fyrir tóbaksvörur (nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur) og áfengi, samkvæmt 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Hvað getum við þá gert? Google býður upp á nokkrar leiðir fyrir notendur til að tilkynna auglýsingar sem brjóta gegn stefnu og skilmálum Google. Í fyrsta er hægt að tilkynnaólöglegar auglýsingar með því að smella á merki á auglýsingunni sjálfri: AdChoices og í kjölfarið fylla út viðeigandi valmöguleika. Einnig er hægt að tilkynna auglýsingar sem brjóta í bága við stefnu Google í gegnum eftirfarandi tengil: Report an ad/listing - Ads Help. Í slíku tilviki þarf að fylgja með slóð á auglýsinguna svo að Google geti borið kennsl á hana. Enn fremur er hægt að tilkynna ólöglegt efni á miðlum Google í gegnum eftirfarandi tengil: Report Content On Google - Legal Help. Í slíku tilviki þurfa að fylgja með nákvæmar upplýsingar um auglýsinguna og þau lög sem hið meinta brot varðar. Þá er hægt að tilkynna ólöglegar auglýsingar á YouTube með því að smella á eftirfarandi tengil: Ads on videos you watch - YouTube Help (sjá upplýsingar neðst á síðunni). Stöndum saman um vernd barna og tilkynnum skaðlegt efni Um veðmálastarfsemi ríkja skiptar skoðanir í samfélaginu en efni þessarar greinar er ætlað að varpa fram þeirri spurningu hvort við getum ekki verið sammála um að markaðssetning á veðmálum á ekki heima meðal barna undir 18 ára aldri. Sú staða að drengir séu sérstaklega útsettir fyrir auglýsingum um veðmálastarfsemi og séu mikið líklegri til að eyða peningum í slíka starfsemi er óviðunandi. Einstaklingur er barn til 18 ára aldurs og á rétt á aukinni vernd gegn efni sem telst vera skaðlegt. Saman getum við skapað börnum öruggara umhverfi á netinu. Höfundur er sviðsstjóri Netvís – Netöryggismiðstöðvar Íslands.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar