Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar 10. október 2025 08:16 Lengi hefur verið deilt um veru Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, en á sínum tíma var settur á fót sérstakur starfshópur sem skilað niðurstöðu sinni vorið 2024 þar sem kom meðal annars fram að alvarleg staða væri uppi á fjölmiðlamarkaði og að fyrirferð RÚV á auglýsinga- og samkeppnismarkaði væri óásættanleg. Lagði starfshópurinn til að RÚV yrði tekið af auglýsingamarkaði. Þrátt fyrir þessa afgerandi niðurstöðu starfshópsins hefur enn ekkert gerst í þeim efnum. Ef til vill er það vegna þess að hollvinir RÚV hafa brugðist ókvæða við öllum slíkum áætlunum og haldið því fram að bæta verði RÚV upp tapið verði félagið tekið af auglýsingamarkaði, sérstaklega í ljósi þess að rekstur félagsins hefur ekki verið upp á marga fiska seinustu ár. Í nýjustu fundargerð stjórnar RÚV kemur fram að félagið hafi verið rekið með 160 milljóna kr. halla á fyrstu sex mánuðum ársins og að horfur sé á umtalsverðum hallarekstri á næsta ári og að óbreyttu þurfi að grípa til „frekari ráðstafana“. Þess ber þó að geta að fjárhagsvandræði RÚV, rétt eins og annarra opinberra aðila, eru ekki til komin vegna ónógra tekna, heldur vegna þess hvernig fjármununum er varið. Rekstrartekjur RÚV voru yfir 9 milljarðar kr. árið 2024 skv. ársreikningi félagsins. Þar af námu laun og launatengd gjöld tæpum 3,9 milljörðum. Þar eru ótaldar allar verktakagreiðslur félagsins, en þær hafa numið tæpum milljarði kr. á ári seinustu ár. Þessar tölur verða svo enn ótrúlegri þegar þær eru settar í samanburð við launakostnað annarra ríkisaðila. Dýrari en dómsvaldið og löggjafinn Ríkisvaldið samanstendur af þremur grundvallarstoðum sem nauðsynlegar eru til að viðhalda lýðræðislegri stjórnskipun. Þessar stoðir eru dómsvaldið, framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið. Það vill svo merkilega til að kostnaður við starfsmenn ríkisútvarpsins er hærri en kostnaðurinn við alla starfsmenn dómsvaldsins, þ.e. alla dómara og starfsmenn héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar. Starfsmenn eins fjölmiðils er sem sagt útgjaldafrekari en heil grein ríkisvaldsins, og munar þar rúmum 700 milljónum kr. á árinu 2024. En dómsvaldið er ekki eina grein ríkisvaldsins sem er ódýrari í rekstri en RÚV, því starfsmannakostnaður löggjafans, þ.e. allir þingmenn og starfsmenn Alþingis, er einnig lægri en fjölmiðilsins góða. Munurinn er þó ekki jafn mikill og hjá dómstólunum, eða rétt rúmar 100 milljónir kr. Það kemur heldur spánskt fyrir sjónir að það þurfi fleiri starfsmenn til að halda úti einum fjölmiðli en þarf til að halda úti öllu dómskerfinu eða löggjafarvaldinu eins og það leggur sig. Ráðgátan leyst Af framansögðu er ljóst að vandi RÚV er ekki til kominn vegna skorts á tekjum, enda af nógu að taka þar. Það er því alger fásinna að ætla að „bæta“ RÚV það upp að vera tekið af auglýsingamarkaði, enda hefði RÚV aldrei átt að vera þar til að byrja með. Þess utan eru þessir rúmu sex milljarðar sem félagið fær úr ríkissjóði meira en nóg til að reka eitt stykki fjölmiðil. Því er rétt að beina frekar sjónum að útgjöldum félagsins, en þar kennir ýmissa grasa. Í ársreikningi fyrir árið 2024 kemur fram að starfsmenn RÚV hafi verið 293 í 275 og stöðugildum. Það liggur í augum uppi að ekki er þörf á tæplega 300 starfsmönnum til að reka einn fjölmiðil, sérstaklega í ljósi þess að RÚV er lögum samkvæmt eingöngu skylt að halda úti einni sjónvarpsstöð og tveimur útvarpsstöðvum. Hluti vandans er hins vegar sá að RÚV tekið ákvörðun um að gera sig gildandi á allt öðrum vígstöðum, eins og t.d. í hlaðvarpssenunni, á Instagram, Linkedin og á kínverska njósnamiðlinum TikTok. Hvers vegna er hins vegar ekki vitað. Það er vel skiljanlegt að einhverjir vilji ólmir horfa á Barnaby ráða gátuna í þúsundasta skiptið eða horfa á Gísla Martein ræða við sömu gestina í hverri viku. Ólíkur er smekkur mannanna í þeim efnum. Það þarf hins vegar engan Barnaby, og því síður einhvern starfshóp, til þess að leysa gátuna um hvernig koma má á heilbrigðu fjölmiðlaumhverfi og bæta rekstur RÚV. Það hefur lengi verið vitað að skilvirkasta leiðin að því marki er að taka RÚV af auglýsingamarkaði og endurskipuleggja störf þess. Það eina sem vantar er bara nógu marga stjórnmálamenn sem hafa vilja og þor til þess að leggja það til. Fyrirsjáanleg viðbrögð ríkisstjórnarinnar Þrátt fyrir að ráðgátan um RÚV sé auðleyst kýs ríkisstjórnin að leita annarra leiða til að hrista upp í fjölmiðlamarkaðnum. Og þvert á engar spár var niðurstaðan gamla góða skattahækkunin. Í gær lagði nefnilega menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra fram í samráðsgátt frumvarp til laga um menningarframlag streymisveitna, þar sem mælt er fyrir um splunkunýjan skatt á streymisveitur, jafnt innlendar sem erlendar. Og ekki nóg með að ráðherrann leggi til aukna skattheimtu á einkarekna fjölmiðla þá bítur hann höfuðið af skömminni með því að undanþiggja RÚV frá skattheimtunni og raska þannig enn frekar samkeppni á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þetta eru kaldar kveðjur frá ríkisstjórninni til einkarekinna fjölmiðla. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Helgi Brynjarsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið deilt um veru Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, en á sínum tíma var settur á fót sérstakur starfshópur sem skilað niðurstöðu sinni vorið 2024 þar sem kom meðal annars fram að alvarleg staða væri uppi á fjölmiðlamarkaði og að fyrirferð RÚV á auglýsinga- og samkeppnismarkaði væri óásættanleg. Lagði starfshópurinn til að RÚV yrði tekið af auglýsingamarkaði. Þrátt fyrir þessa afgerandi niðurstöðu starfshópsins hefur enn ekkert gerst í þeim efnum. Ef til vill er það vegna þess að hollvinir RÚV hafa brugðist ókvæða við öllum slíkum áætlunum og haldið því fram að bæta verði RÚV upp tapið verði félagið tekið af auglýsingamarkaði, sérstaklega í ljósi þess að rekstur félagsins hefur ekki verið upp á marga fiska seinustu ár. Í nýjustu fundargerð stjórnar RÚV kemur fram að félagið hafi verið rekið með 160 milljóna kr. halla á fyrstu sex mánuðum ársins og að horfur sé á umtalsverðum hallarekstri á næsta ári og að óbreyttu þurfi að grípa til „frekari ráðstafana“. Þess ber þó að geta að fjárhagsvandræði RÚV, rétt eins og annarra opinberra aðila, eru ekki til komin vegna ónógra tekna, heldur vegna þess hvernig fjármununum er varið. Rekstrartekjur RÚV voru yfir 9 milljarðar kr. árið 2024 skv. ársreikningi félagsins. Þar af námu laun og launatengd gjöld tæpum 3,9 milljörðum. Þar eru ótaldar allar verktakagreiðslur félagsins, en þær hafa numið tæpum milljarði kr. á ári seinustu ár. Þessar tölur verða svo enn ótrúlegri þegar þær eru settar í samanburð við launakostnað annarra ríkisaðila. Dýrari en dómsvaldið og löggjafinn Ríkisvaldið samanstendur af þremur grundvallarstoðum sem nauðsynlegar eru til að viðhalda lýðræðislegri stjórnskipun. Þessar stoðir eru dómsvaldið, framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið. Það vill svo merkilega til að kostnaður við starfsmenn ríkisútvarpsins er hærri en kostnaðurinn við alla starfsmenn dómsvaldsins, þ.e. alla dómara og starfsmenn héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar. Starfsmenn eins fjölmiðils er sem sagt útgjaldafrekari en heil grein ríkisvaldsins, og munar þar rúmum 700 milljónum kr. á árinu 2024. En dómsvaldið er ekki eina grein ríkisvaldsins sem er ódýrari í rekstri en RÚV, því starfsmannakostnaður löggjafans, þ.e. allir þingmenn og starfsmenn Alþingis, er einnig lægri en fjölmiðilsins góða. Munurinn er þó ekki jafn mikill og hjá dómstólunum, eða rétt rúmar 100 milljónir kr. Það kemur heldur spánskt fyrir sjónir að það þurfi fleiri starfsmenn til að halda úti einum fjölmiðli en þarf til að halda úti öllu dómskerfinu eða löggjafarvaldinu eins og það leggur sig. Ráðgátan leyst Af framansögðu er ljóst að vandi RÚV er ekki til kominn vegna skorts á tekjum, enda af nógu að taka þar. Það er því alger fásinna að ætla að „bæta“ RÚV það upp að vera tekið af auglýsingamarkaði, enda hefði RÚV aldrei átt að vera þar til að byrja með. Þess utan eru þessir rúmu sex milljarðar sem félagið fær úr ríkissjóði meira en nóg til að reka eitt stykki fjölmiðil. Því er rétt að beina frekar sjónum að útgjöldum félagsins, en þar kennir ýmissa grasa. Í ársreikningi fyrir árið 2024 kemur fram að starfsmenn RÚV hafi verið 293 í 275 og stöðugildum. Það liggur í augum uppi að ekki er þörf á tæplega 300 starfsmönnum til að reka einn fjölmiðil, sérstaklega í ljósi þess að RÚV er lögum samkvæmt eingöngu skylt að halda úti einni sjónvarpsstöð og tveimur útvarpsstöðvum. Hluti vandans er hins vegar sá að RÚV tekið ákvörðun um að gera sig gildandi á allt öðrum vígstöðum, eins og t.d. í hlaðvarpssenunni, á Instagram, Linkedin og á kínverska njósnamiðlinum TikTok. Hvers vegna er hins vegar ekki vitað. Það er vel skiljanlegt að einhverjir vilji ólmir horfa á Barnaby ráða gátuna í þúsundasta skiptið eða horfa á Gísla Martein ræða við sömu gestina í hverri viku. Ólíkur er smekkur mannanna í þeim efnum. Það þarf hins vegar engan Barnaby, og því síður einhvern starfshóp, til þess að leysa gátuna um hvernig koma má á heilbrigðu fjölmiðlaumhverfi og bæta rekstur RÚV. Það hefur lengi verið vitað að skilvirkasta leiðin að því marki er að taka RÚV af auglýsingamarkaði og endurskipuleggja störf þess. Það eina sem vantar er bara nógu marga stjórnmálamenn sem hafa vilja og þor til þess að leggja það til. Fyrirsjáanleg viðbrögð ríkisstjórnarinnar Þrátt fyrir að ráðgátan um RÚV sé auðleyst kýs ríkisstjórnin að leita annarra leiða til að hrista upp í fjölmiðlamarkaðnum. Og þvert á engar spár var niðurstaðan gamla góða skattahækkunin. Í gær lagði nefnilega menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra fram í samráðsgátt frumvarp til laga um menningarframlag streymisveitna, þar sem mælt er fyrir um splunkunýjan skatt á streymisveitur, jafnt innlendar sem erlendar. Og ekki nóg með að ráðherrann leggi til aukna skattheimtu á einkarekna fjölmiðla þá bítur hann höfuðið af skömminni með því að undanþiggja RÚV frá skattheimtunni og raska þannig enn frekar samkeppni á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þetta eru kaldar kveðjur frá ríkisstjórninni til einkarekinna fjölmiðla. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar