Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar 10. október 2025 13:30 Mönnunarvandi leikskólanna er ekkert leyndarmál og hefur aukist á undanförnum árum. Það þurfti eitthvað að gerast og eitthvað að breytast. Kópavogsbær reið á vaðið með Kópavogsmódelinu þar sem vilji var til að setja barnið í fyrsta sæti og bæta starfsaðstæður kennara. Kópavogsmódelið markaði tímamót og leikskólastjórum fannst loksins vera hlustað á þá. Leikskólakennarar geta margt og eru vanir að hlaupa hratt oft á tíðum, en hve lengi geturðu klætt þig í hlaupaskóna án þess að hrasa og meiða þig. Einhverstaðar þarf að stíga niður og skoða aðra lausn. Til þess að leikskólar geti sinnt hlutverki sínu sem menntastofnun og veitt gæðamenntun og þjónustu þá gengur dæmið ekki upp ef kennarar eru með 36 stunda vinnuviku en börnin 40 stunda viðveru og stundum jafnvel lengri. Lausnin liggur ekki í að bæta við stöðum kennara því þeir vaxa svo sannarlega ekki á trjánum. Hlutfall leikskólakennara á er 26% af starfsfólki leikskóla á landsvísu. Þrátt fyrir að í lögum um menntun og stjórnun leikskóla frá árinu 2008 standi að 2/3 starfsfólks eigi að vera kennaramenntuð. Árið 2008 var fyrir 17 árum. Óánægjuraddir hafa hljómað undanfarið sem hafa talað um að það sé byrjað á öfugum enda með Kópavogsmódelinu og öðrum svipuðum leiðum hjá nágrannasveitarfélögum og að ekki séu allir með 36 stunda vinnuviku og því aukist álag á barnafjölskyldur. Ég tel að lausnin á álaginu á barnafjölskyldur sé ekki að finna innan veggja leikskólanna heldur utan þeirra. Því ég og aðrir leikskólastjórar í Kópavogi sjáum gríðarlegan mun á börnunum í leikskólanum eftir að Kópavogsmódelið var innleitt. Dvalartími hefur dregist saman frá þvi að vera 8.1 klst að meðaltali í um 7, 3 klst á dag. Við finnum að börnin er rólegri, minna þreytt og veikindi hafa minnkað. Þeir foreldrar sem ég hef talað við hafa flestir litið á þetta jákvæðum augum og margir hverjir að nýta sér gjaldfrjálsa 6 tíma. Aðrir hafa minnkað vistunartímann. Þeir sem þurfa á lengri vistun að halda græða líka. Dagarnir í leikskólanum byrja rólega og enda rólega. Þar með fá þau börn sem eru með 8 – 9 klst vistun á dag gæðaþjónustu í rólegra umhverfi og eru í nánari samskiptum við kennara sína. Þannig græða allir á Kópavogsmódelinu. Ég vil því kasta boltanum til samfélagsins í heild að leysa vanda barnafjölskyldna. Kannski er lausnin frekar fólgin í því að innleiða 36 stunda vinnuviku fyrir foreldra og forráðamenn á öllum vinnustöðum landsins og lengja fæðingarorlof svo að Ísland geti orðið barnvænt land. Því sama þó einhverjir vilji meina að við höfum byrjað á öfugum enda þá er skrefið stigið og nú þarf að taka næstu skref. Fyrir hönd leikskólastjóra í Kópavogi vil ég segja að nú ætlum við að halda áfram að byggja upp gott leikskólastarf í Kópavogi og barnvænt samfélag. Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Mönnunarvandi leikskólanna er ekkert leyndarmál og hefur aukist á undanförnum árum. Það þurfti eitthvað að gerast og eitthvað að breytast. Kópavogsbær reið á vaðið með Kópavogsmódelinu þar sem vilji var til að setja barnið í fyrsta sæti og bæta starfsaðstæður kennara. Kópavogsmódelið markaði tímamót og leikskólastjórum fannst loksins vera hlustað á þá. Leikskólakennarar geta margt og eru vanir að hlaupa hratt oft á tíðum, en hve lengi geturðu klætt þig í hlaupaskóna án þess að hrasa og meiða þig. Einhverstaðar þarf að stíga niður og skoða aðra lausn. Til þess að leikskólar geti sinnt hlutverki sínu sem menntastofnun og veitt gæðamenntun og þjónustu þá gengur dæmið ekki upp ef kennarar eru með 36 stunda vinnuviku en börnin 40 stunda viðveru og stundum jafnvel lengri. Lausnin liggur ekki í að bæta við stöðum kennara því þeir vaxa svo sannarlega ekki á trjánum. Hlutfall leikskólakennara á er 26% af starfsfólki leikskóla á landsvísu. Þrátt fyrir að í lögum um menntun og stjórnun leikskóla frá árinu 2008 standi að 2/3 starfsfólks eigi að vera kennaramenntuð. Árið 2008 var fyrir 17 árum. Óánægjuraddir hafa hljómað undanfarið sem hafa talað um að það sé byrjað á öfugum enda með Kópavogsmódelinu og öðrum svipuðum leiðum hjá nágrannasveitarfélögum og að ekki séu allir með 36 stunda vinnuviku og því aukist álag á barnafjölskyldur. Ég tel að lausnin á álaginu á barnafjölskyldur sé ekki að finna innan veggja leikskólanna heldur utan þeirra. Því ég og aðrir leikskólastjórar í Kópavogi sjáum gríðarlegan mun á börnunum í leikskólanum eftir að Kópavogsmódelið var innleitt. Dvalartími hefur dregist saman frá þvi að vera 8.1 klst að meðaltali í um 7, 3 klst á dag. Við finnum að börnin er rólegri, minna þreytt og veikindi hafa minnkað. Þeir foreldrar sem ég hef talað við hafa flestir litið á þetta jákvæðum augum og margir hverjir að nýta sér gjaldfrjálsa 6 tíma. Aðrir hafa minnkað vistunartímann. Þeir sem þurfa á lengri vistun að halda græða líka. Dagarnir í leikskólanum byrja rólega og enda rólega. Þar með fá þau börn sem eru með 8 – 9 klst vistun á dag gæðaþjónustu í rólegra umhverfi og eru í nánari samskiptum við kennara sína. Þannig græða allir á Kópavogsmódelinu. Ég vil því kasta boltanum til samfélagsins í heild að leysa vanda barnafjölskyldna. Kannski er lausnin frekar fólgin í því að innleiða 36 stunda vinnuviku fyrir foreldra og forráðamenn á öllum vinnustöðum landsins og lengja fæðingarorlof svo að Ísland geti orðið barnvænt land. Því sama þó einhverjir vilji meina að við höfum byrjað á öfugum enda þá er skrefið stigið og nú þarf að taka næstu skref. Fyrir hönd leikskólastjóra í Kópavogi vil ég segja að nú ætlum við að halda áfram að byggja upp gott leikskólastarf í Kópavogi og barnvænt samfélag. Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar