Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar 10. október 2025 18:01 Hinn sterki getur á auðveldan hátt unnið hér um bil öll dómsmál gegn sér fjárhagslega veikari aðila með því að fara eftir lögum frá hinu háttvirta Alþingi. Flestir telja að dómsmál gangi út á það sem er rétt eða rangt. Mikill hluti þess getur hins vegar gengið út á að aðili málsins sé með sífelld mótmæli og kröfur, sérstaklega ef hann er með veikari málstað. Næstum allur rekstur dómsmáls getur farið í það. Þetta gerist í raun þannig að fjárhagslega sterkari aðili málsins nýtir sér ákveðnar lagasetningar Alþingis hinum sterka í vil og þvælist af ásetningi fyrir framgangi málsins. Lagasetningar Alþingis hinum sterka í vil felast í fjölda smáatriða og einnig í heilu lagabálkunum. Til dæmis get ég ekki betur séð en að málskostnaðartrygging og löggeymsla séu beinlínis lögleiddar til þess að hinn sterki geti reynt að koma í veg fyrir framgang dómsmáls hjá einstaklingum úr röðum almennings. Hann getur þegar í upphafi máls krafist tryggingar á greiðslu málskostnaðar, vinni hann málið, og gert þá gjaldþrota á ódýran hátt setji þeir ekki tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar sé dómi áfrýjað (löggeymsla). Að þvælast af ásetningi fyrir framgangi málsins felst í því að hinn sterki geri það einfaldlega umfangsmeira og dýrara og gerir hinum aðilanum rekstur þess eins erfiðan og mögulegt er. Þetta gerir málið auðvitað einnig dýrara fyrir hann sjálfan en tiltölulega miklu dýrara fyrir hinn veikari fjárhagslega. Hann á minna fé að sækja í. Þetta á sérstaklega við þegar mikill munur er á því hve langt er upp í þá upphæð sem hvor aðilinn fyrir sig hefur efni á að setja í rekstur málsins. Uppskriftin við að tefja mál og gera þau umfangsmeiri eru einkum eftirfarandi: Í fyrsta lagi að flækja málið eftir því sem smugur eru finnanlegar en lögin og framkvæmd þeirra gera það að verkum að þær eru fyrir hendi í ríkulegum mæli. Sé hann með veikari málstað getur flækjan bætt þá stöðu. Meira að segja er líklegt að hún geri það. Í öðru lagi að byggja á tilfærslu raunverulegra málavaxta eða á ósannindum um þá sem furðu oft ná betur til eyrna dómara en sannleikurinn þó hann sé studdur sönnunum.Hvorutveggja kallar á einhvers konar viðbrögð hins aðilans sem einmitt geta gefið tilefni til deilna sem geta tafið málið úr hófi og gert það enn dýrara. Sá sem vill tefja mál og þenja það út getur sjálfur verið með hugmyndir um hvernig hann kemur fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Hann getur einnig notað aðferð sem má að mörgu leyti líkja við veiðar. Hann kastar fram agni, í formi alls konar mótmæla, tillagna, krafna og ásakana í þeirri von (eða vissu) að hinn aðilinn eða dómarinn „bíti á agnið“ og komi með viðbrögð sem gefi tilefni til tafa í málinu og væntanlega um leið kostnaðar. Hann getur einnig mótmælt öllu sem þú leggur til málanna sama hvað það er. Ekki er víst að meira þurfi til en kröfur eða mótmæli sem eru þess eðlis að þú hljótir að bregðast við. Samkvæmt minni reynslu hefur það engin áhrif á dómarann, dóm hans eða gang málsins yfirleitt hvort bragðið heppnast eða ekki. Sama þótt tilgangurinn hafi greinilega verið sá allan tímann að tefja málið og auka þannig umstang og kostnað fyrir báða aðila og ríkið. Hér ríkir nefnilega réttlæti hins sterka. Rekstur dómsmáls er meðal annars af þessu orsökum afar dýr þar sem kostnaðurinn er illfyrirsjáanlegur. Lögin eru þannig að um meiri háttar áhættu er að ræða sem í minnsta lagi snýst um milljónir króna, upphæðir sem skiptir aðra en sterkefnað fólk miklu máli. Þarna finnst mér vera aðal hvatningin í lögunum um dómskerfið og framkvæmd þeirra, það er að lögmenn hafi mikið upp úr sér. Lögin frá Alþingi eru bara þannig. Hvar í heiminum annars staðar en í dómskerfinu er þremur ætlað að stjórna verkefni þar sem allir þrír ráða ferðinni hver fyrir sig nema helst dómarinn sem aðeins virðist grípa inn í eftir að í óumdeilt óefni er komið. Viljir þú taka áhættu í lífinu sem að minnsta kosti hleypur á milljóna króna, er ein leið að fara í dómsmál.Ég sé ekki betur en að löggjöf Alþingis verði svona áfram þangað til einhver aðili fær það hlutverk að gæta hagsmuna almennings á Alþingi. Mér virðist í fljótu bragði umboðsmaður Alþingis passa í hlutverkið. Reynslan sýnir að einstakir Alþingismenn gera það alls ekki. Það kallar sjálft til fjölda aðila til þess að gæta hagsmuna hinna ríku og stórfyrirtækja. Ég get ekki betur séð en að svona verði þetta þangað til einn aðili fær í hendur ábyrgðina á því að dómsmál gangi vel og örugglega og eins hnökralaust og verða má. Ég sé engan annan en dómarann til þess að taka það að sér. Alþingis er að sjá um lagasetninguna þar að lútandi. Aðalatriðið er samt sem áður að fólk hætti að óbreyttu að sjá dómstóla í því ljósi að þeir séu óháðar, réttsýnar og réttlátar stofnanir þegar einstaklingur úr hópi almennings á í hlut gegn sér þjóðfélagslega sterkari aðila. Sé ofangreindum aðferðum beitt til hins ýtrasta á einstaklingur úr röðum almennings ekki bara litla möguleika gegn sér fjársterkari aðila. Hann á nánast enga möguleika. Þannig eru bara lögin frá Alþingi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn sterki getur á auðveldan hátt unnið hér um bil öll dómsmál gegn sér fjárhagslega veikari aðila með því að fara eftir lögum frá hinu háttvirta Alþingi. Flestir telja að dómsmál gangi út á það sem er rétt eða rangt. Mikill hluti þess getur hins vegar gengið út á að aðili málsins sé með sífelld mótmæli og kröfur, sérstaklega ef hann er með veikari málstað. Næstum allur rekstur dómsmáls getur farið í það. Þetta gerist í raun þannig að fjárhagslega sterkari aðili málsins nýtir sér ákveðnar lagasetningar Alþingis hinum sterka í vil og þvælist af ásetningi fyrir framgangi málsins. Lagasetningar Alþingis hinum sterka í vil felast í fjölda smáatriða og einnig í heilu lagabálkunum. Til dæmis get ég ekki betur séð en að málskostnaðartrygging og löggeymsla séu beinlínis lögleiddar til þess að hinn sterki geti reynt að koma í veg fyrir framgang dómsmáls hjá einstaklingum úr röðum almennings. Hann getur þegar í upphafi máls krafist tryggingar á greiðslu málskostnaðar, vinni hann málið, og gert þá gjaldþrota á ódýran hátt setji þeir ekki tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar sé dómi áfrýjað (löggeymsla). Að þvælast af ásetningi fyrir framgangi málsins felst í því að hinn sterki geri það einfaldlega umfangsmeira og dýrara og gerir hinum aðilanum rekstur þess eins erfiðan og mögulegt er. Þetta gerir málið auðvitað einnig dýrara fyrir hann sjálfan en tiltölulega miklu dýrara fyrir hinn veikari fjárhagslega. Hann á minna fé að sækja í. Þetta á sérstaklega við þegar mikill munur er á því hve langt er upp í þá upphæð sem hvor aðilinn fyrir sig hefur efni á að setja í rekstur málsins. Uppskriftin við að tefja mál og gera þau umfangsmeiri eru einkum eftirfarandi: Í fyrsta lagi að flækja málið eftir því sem smugur eru finnanlegar en lögin og framkvæmd þeirra gera það að verkum að þær eru fyrir hendi í ríkulegum mæli. Sé hann með veikari málstað getur flækjan bætt þá stöðu. Meira að segja er líklegt að hún geri það. Í öðru lagi að byggja á tilfærslu raunverulegra málavaxta eða á ósannindum um þá sem furðu oft ná betur til eyrna dómara en sannleikurinn þó hann sé studdur sönnunum.Hvorutveggja kallar á einhvers konar viðbrögð hins aðilans sem einmitt geta gefið tilefni til deilna sem geta tafið málið úr hófi og gert það enn dýrara. Sá sem vill tefja mál og þenja það út getur sjálfur verið með hugmyndir um hvernig hann kemur fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Hann getur einnig notað aðferð sem má að mörgu leyti líkja við veiðar. Hann kastar fram agni, í formi alls konar mótmæla, tillagna, krafna og ásakana í þeirri von (eða vissu) að hinn aðilinn eða dómarinn „bíti á agnið“ og komi með viðbrögð sem gefi tilefni til tafa í málinu og væntanlega um leið kostnaðar. Hann getur einnig mótmælt öllu sem þú leggur til málanna sama hvað það er. Ekki er víst að meira þurfi til en kröfur eða mótmæli sem eru þess eðlis að þú hljótir að bregðast við. Samkvæmt minni reynslu hefur það engin áhrif á dómarann, dóm hans eða gang málsins yfirleitt hvort bragðið heppnast eða ekki. Sama þótt tilgangurinn hafi greinilega verið sá allan tímann að tefja málið og auka þannig umstang og kostnað fyrir báða aðila og ríkið. Hér ríkir nefnilega réttlæti hins sterka. Rekstur dómsmáls er meðal annars af þessu orsökum afar dýr þar sem kostnaðurinn er illfyrirsjáanlegur. Lögin eru þannig að um meiri háttar áhættu er að ræða sem í minnsta lagi snýst um milljónir króna, upphæðir sem skiptir aðra en sterkefnað fólk miklu máli. Þarna finnst mér vera aðal hvatningin í lögunum um dómskerfið og framkvæmd þeirra, það er að lögmenn hafi mikið upp úr sér. Lögin frá Alþingi eru bara þannig. Hvar í heiminum annars staðar en í dómskerfinu er þremur ætlað að stjórna verkefni þar sem allir þrír ráða ferðinni hver fyrir sig nema helst dómarinn sem aðeins virðist grípa inn í eftir að í óumdeilt óefni er komið. Viljir þú taka áhættu í lífinu sem að minnsta kosti hleypur á milljóna króna, er ein leið að fara í dómsmál.Ég sé ekki betur en að löggjöf Alþingis verði svona áfram þangað til einhver aðili fær það hlutverk að gæta hagsmuna almennings á Alþingi. Mér virðist í fljótu bragði umboðsmaður Alþingis passa í hlutverkið. Reynslan sýnir að einstakir Alþingismenn gera það alls ekki. Það kallar sjálft til fjölda aðila til þess að gæta hagsmuna hinna ríku og stórfyrirtækja. Ég get ekki betur séð en að svona verði þetta þangað til einn aðili fær í hendur ábyrgðina á því að dómsmál gangi vel og örugglega og eins hnökralaust og verða má. Ég sé engan annan en dómarann til þess að taka það að sér. Alþingis er að sjá um lagasetninguna þar að lútandi. Aðalatriðið er samt sem áður að fólk hætti að óbreyttu að sjá dómstóla í því ljósi að þeir séu óháðar, réttsýnar og réttlátar stofnanir þegar einstaklingur úr hópi almennings á í hlut gegn sér þjóðfélagslega sterkari aðila. Sé ofangreindum aðferðum beitt til hins ýtrasta á einstaklingur úr röðum almennings ekki bara litla möguleika gegn sér fjársterkari aðila. Hann á nánast enga möguleika. Þannig eru bara lögin frá Alþingi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar