Hvað getum við gert? Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 30. janúar 2017 07:00 Leonardo Di Caprio hefur með mynd sinni „Before the Flood“ vakið aukna athygli á loftslagsmálum en myndin var nýlega sýnd á RÚV. En RÚV hefur nýlega staðið fyrir góðri og fróðlegri umfjöllun um loftslagsmál. Í myndinni hans Leonardos er fjallað um staðreyndirnar varðandi loftslagsmál, engar ýkjur. En þegar horft er á slíka mynd vaknar spurningin: hvað get ég gert? Stjórnvöld og fyrirtæki spila lykilhlutverk þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld geta notað fjárhagslega hvata til að stýra markaðnum, sett boð og bönn, ásamt því að fara fram með góðu fordæmi og rutt markaðinn fyrir metnaðargjörnum lausnum í umhverfismálum. Einnig geta yfirvöld hjálpað okkur að velja rétt og auðveldað okkur að verða umhverfisvæn. Fyrirtæki geta sýnt samfélagslega ábyrgð, dregið úr losun og verið hluti af lausninni með því að framleiða vörur og veita þjónustu sem veldur lágmarks losun. En hvað get ég gert? Það er ótal margt sem hægt er að gera til þess að draga úr losun. Mikið hefur verið talað um matarsóun. Með því að nýta matinn okkar vel erum við að draga úr losun, allt skiptir máli. Ef allir gera eitthvað þá erum við fljót að tala um fleiri þúsund kíló á ári. Auðlindanotkun er minni við grænmetisbúskap en vegna framleiðslu á kjötvörum. Þó svo að maður verði ekki alveg vegan þá er hægt að draga eitthvað úr kjötneyslu, en síðustu ár hefur kjötneysla heldur verið að aukast. Íslendingar flytja inn mikið magn af neysluvörum frá löndum þar sem umhverfiskröfur eru ekki eins strangar og á Íslandi og orkunotkunin háð bruna á jarðefnaeldsneyti. Um 85% af allri orkunotkun í heiminum eru byggð á jarðefnaeldsneyti. Þannig að þegar við kaupum innfluttar vörur getum við nánast gert ráð fyrir því að framleiðsla vörunnar hafi valdið losun á gróðurhúsaloftegundum. Í þessu samhengi sést mikilvægi þess að draga almennt úr neyslu á nýjum vörum. Líftími vara er ekki eins langur og hann var áður. Fatnaður verður fljótt snjáður og nýja þvottavélin á líklegast ekki eftir að endast eins lengi og þvottavélin hennar ömmu, sem var orðin meira en 40 ára. Það er afar slæmt fyrir umhverfið að það þurfi að framleiða t.d. þrjú pör af skóm í staðinn fyrir eitt par. Með því að lagfæra, nýta skiptimarkaði, kaupa notað erum við að draga úr losun á koltvísýringi vegna framleiðslu og flutnings á varningi. Hver ferð skiptir máli Í samgöngumálum getum við sameinast í bíla þegar verið er að skutla krökkum í frístundir eða fara til vinnu, hjólað, gengið eða notað almenningssamgöngur. Hver ferð skiptir máli. Rafmagnsbílar og aðrir bílar sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti eru einnig hluti af lausninni, þó að það sé ekki sjálfbært að allir fari og kaupi sér nýjan bíl þegar tekið er tillit til alls framleiðsluferlisins. Flugumferðin í heiminum er sífellt að aukast og stendur fyrir um 3,5 prósentum af heildarlosun á gróðurhúsaloftegundum í heiminum. Þegar verið er að plana fríið eða vinnuferð, þá er kannski hægt að velja annan farkost en flug einhvern hluta ferðarinnar? Eða taka vinnufundinn í gegnum Skype? Það er líka hægt að láta gott af sér leiða í hinum ýmsu verkefnum t.d. á vegum Landverndar sem tengjast skógrækt eða endurheimt votlendis. Di Caprio kemur líka inn á eyðingu regnskóganna þar sem verið er að ryðja regnskóga til ræktunar á pálmaolíu. Með því að sniðganga pálmaolíu, getum við sem neytendur reynt að stuðla að minni eftirspurn eftir henni sem vonandi skilar sér til matvælaframleiðenda sem þá finna nýjar lausnir. Við neytendur höfum vald til þess að breyta. Þó svo að loftslagsbreytingarnar sem við erum að sjá nú þegar séu fremur ógnvekjandi, þá megum við ekki gefast upp, við þurfum bara að bretta upp ermarnar. Enginn getur gert allt, en við getum öll gert eitthvað.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Leonardo Di Caprio hefur með mynd sinni „Before the Flood“ vakið aukna athygli á loftslagsmálum en myndin var nýlega sýnd á RÚV. En RÚV hefur nýlega staðið fyrir góðri og fróðlegri umfjöllun um loftslagsmál. Í myndinni hans Leonardos er fjallað um staðreyndirnar varðandi loftslagsmál, engar ýkjur. En þegar horft er á slíka mynd vaknar spurningin: hvað get ég gert? Stjórnvöld og fyrirtæki spila lykilhlutverk þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld geta notað fjárhagslega hvata til að stýra markaðnum, sett boð og bönn, ásamt því að fara fram með góðu fordæmi og rutt markaðinn fyrir metnaðargjörnum lausnum í umhverfismálum. Einnig geta yfirvöld hjálpað okkur að velja rétt og auðveldað okkur að verða umhverfisvæn. Fyrirtæki geta sýnt samfélagslega ábyrgð, dregið úr losun og verið hluti af lausninni með því að framleiða vörur og veita þjónustu sem veldur lágmarks losun. En hvað get ég gert? Það er ótal margt sem hægt er að gera til þess að draga úr losun. Mikið hefur verið talað um matarsóun. Með því að nýta matinn okkar vel erum við að draga úr losun, allt skiptir máli. Ef allir gera eitthvað þá erum við fljót að tala um fleiri þúsund kíló á ári. Auðlindanotkun er minni við grænmetisbúskap en vegna framleiðslu á kjötvörum. Þó svo að maður verði ekki alveg vegan þá er hægt að draga eitthvað úr kjötneyslu, en síðustu ár hefur kjötneysla heldur verið að aukast. Íslendingar flytja inn mikið magn af neysluvörum frá löndum þar sem umhverfiskröfur eru ekki eins strangar og á Íslandi og orkunotkunin háð bruna á jarðefnaeldsneyti. Um 85% af allri orkunotkun í heiminum eru byggð á jarðefnaeldsneyti. Þannig að þegar við kaupum innfluttar vörur getum við nánast gert ráð fyrir því að framleiðsla vörunnar hafi valdið losun á gróðurhúsaloftegundum. Í þessu samhengi sést mikilvægi þess að draga almennt úr neyslu á nýjum vörum. Líftími vara er ekki eins langur og hann var áður. Fatnaður verður fljótt snjáður og nýja þvottavélin á líklegast ekki eftir að endast eins lengi og þvottavélin hennar ömmu, sem var orðin meira en 40 ára. Það er afar slæmt fyrir umhverfið að það þurfi að framleiða t.d. þrjú pör af skóm í staðinn fyrir eitt par. Með því að lagfæra, nýta skiptimarkaði, kaupa notað erum við að draga úr losun á koltvísýringi vegna framleiðslu og flutnings á varningi. Hver ferð skiptir máli Í samgöngumálum getum við sameinast í bíla þegar verið er að skutla krökkum í frístundir eða fara til vinnu, hjólað, gengið eða notað almenningssamgöngur. Hver ferð skiptir máli. Rafmagnsbílar og aðrir bílar sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti eru einnig hluti af lausninni, þó að það sé ekki sjálfbært að allir fari og kaupi sér nýjan bíl þegar tekið er tillit til alls framleiðsluferlisins. Flugumferðin í heiminum er sífellt að aukast og stendur fyrir um 3,5 prósentum af heildarlosun á gróðurhúsaloftegundum í heiminum. Þegar verið er að plana fríið eða vinnuferð, þá er kannski hægt að velja annan farkost en flug einhvern hluta ferðarinnar? Eða taka vinnufundinn í gegnum Skype? Það er líka hægt að láta gott af sér leiða í hinum ýmsu verkefnum t.d. á vegum Landverndar sem tengjast skógrækt eða endurheimt votlendis. Di Caprio kemur líka inn á eyðingu regnskóganna þar sem verið er að ryðja regnskóga til ræktunar á pálmaolíu. Með því að sniðganga pálmaolíu, getum við sem neytendur reynt að stuðla að minni eftirspurn eftir henni sem vonandi skilar sér til matvælaframleiðenda sem þá finna nýjar lausnir. Við neytendur höfum vald til þess að breyta. Þó svo að loftslagsbreytingarnar sem við erum að sjá nú þegar séu fremur ógnvekjandi, þá megum við ekki gefast upp, við þurfum bara að bretta upp ermarnar. Enginn getur gert allt, en við getum öll gert eitthvað.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar