Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar 10. október 2025 10:30 Sveitarfélög standa frammi fyrir margvíslegum áskorunum þegar kemur að fjárfestingu í innviðum og þjónustu fyrir íbúa landsins. Lykilatriði er að fjárfestingar nýtist vel og skili sér í öflugra samfélagi, sérstaklega í ljósi þess að sveitarfélög verja um 60% af fjármunum sínum í málefni barna og fjölskyldna. UNICEF á Íslandi og Kópavogsbær kynntu á dögunum leiðir til þess að auka virði fjárfestinga í málefnum barna á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, en UNICEF vinnur með Barnvænum sveitarfélögum um allt land að því að innleiða lög um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Arðbær samfélög virða réttindi barna Þegar fjármunum er ráðstafað í fyrirbyggjandi aðgerðir sem koma í veg fyrir að barn verði fyrir skaða, er það fjárfesting sem kostar samfélagið minna til lengri tíma en aðgerðaleysi með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið.[1] Þannig eru samfélög þar sem réttindi barna eru virt arðbærari en samfélög þar sem brotið er á réttindum barna. Sveitarfélög spila stórt hlutverk í því að tryggja að réttindi barna verði að veruleika og því er nauðsynlegt að horfa til ávinningsins af vandaðri fjárfestingu í þeirra þágu. Fjármálastjórnun sveitarfélaga snýst að miklu leyti um að tryggja jafnvægi milli fjárhagslegrar ábyrgðar og samfélagslegrar skyldu svo þau geti staðið undir skuldbindingum sínum og sinnt lögbundnum verkefnum á sjálfbæran hátt. Arðbær samfélög meta áhrif fjárhagsákvarðana á börn Mat á áhrifum ákvarðana á börn, eða svokallað barnvænt hagsmunamat, getur stutt sveitarfélög í að taka upplýstar fjárhagsákvarðanir sem styðja við réttindi barna. Það er nefnilega ekki bara samfélagslega ábyrgt af sveitarfélögum að innleiða lög um Barnasáttmálann, heldur er það einnig arðbært. Sveitarfélög geta stuðlað að upplýstri ákvörðunartöku og ábyrgri fjárfestingu með því að fylgja eftirfarandi fimm skrefum: Bæta gagnaöflun um réttindi barna í samhengi við fjármál sveitarfélagsins. Meta hagsmuni barni - með sérstakri áherslu á viðkvæma hópa barna. Efla þátttöku barna í fjárhagsferli sveitarfélagsins. Vinna að jafnrétti og koma í veg fyrir mismunun. Tryggja eftirfylgni og mat á árangri. Arðbær samfélög fjárfesta í réttindum barna Til þess að svara spurningunni sem sett er fram í titli greinarinnar: Getur fjárfesting í réttindum barna bætt fjárhag sveitarfélaganna? er svarið: Já! Til þess að tryggja bestu nýtingu þeirra fjármuna sem sveitarfélög verja í málefni barna á ári hverju þarf að tryggja ábyrga fjárfesting í réttindum barna og að þau séu höfð að leiðarljósi við fjárhagsákvarðanir. Ef öll sveitarfélög á Íslandi taka höndum saman og greina fjármál sveitarfélagsins út frá réttindum barna og fjárfesta í aðgerðum sem eru réttindum barna til framdráttar geta þau komið í veg fyrir óþarfa kostnað við að grípa of seint inn í mál þeirra barna sem þurfa stuðning. Með þessu tryggjum við betri nýtingu fjármagns sveitarfélaga og gerum réttindi allra barna að veruleika. Höfundur er sérfræðingur í mannréttindum barna og verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi. World Health Organization, United Nations Children’s Fund, og World Bank Group, Nurturing Care for Early Childhood Development: A Framework for Helping Children Survive and Thrive to Transform Health and Human Potential (Geneva: WHO, 2018), https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/272603/9789241514064-eng.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Sveitarstjórnarmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Sveitarfélög standa frammi fyrir margvíslegum áskorunum þegar kemur að fjárfestingu í innviðum og þjónustu fyrir íbúa landsins. Lykilatriði er að fjárfestingar nýtist vel og skili sér í öflugra samfélagi, sérstaklega í ljósi þess að sveitarfélög verja um 60% af fjármunum sínum í málefni barna og fjölskyldna. UNICEF á Íslandi og Kópavogsbær kynntu á dögunum leiðir til þess að auka virði fjárfestinga í málefnum barna á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, en UNICEF vinnur með Barnvænum sveitarfélögum um allt land að því að innleiða lög um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Arðbær samfélög virða réttindi barna Þegar fjármunum er ráðstafað í fyrirbyggjandi aðgerðir sem koma í veg fyrir að barn verði fyrir skaða, er það fjárfesting sem kostar samfélagið minna til lengri tíma en aðgerðaleysi með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið.[1] Þannig eru samfélög þar sem réttindi barna eru virt arðbærari en samfélög þar sem brotið er á réttindum barna. Sveitarfélög spila stórt hlutverk í því að tryggja að réttindi barna verði að veruleika og því er nauðsynlegt að horfa til ávinningsins af vandaðri fjárfestingu í þeirra þágu. Fjármálastjórnun sveitarfélaga snýst að miklu leyti um að tryggja jafnvægi milli fjárhagslegrar ábyrgðar og samfélagslegrar skyldu svo þau geti staðið undir skuldbindingum sínum og sinnt lögbundnum verkefnum á sjálfbæran hátt. Arðbær samfélög meta áhrif fjárhagsákvarðana á börn Mat á áhrifum ákvarðana á börn, eða svokallað barnvænt hagsmunamat, getur stutt sveitarfélög í að taka upplýstar fjárhagsákvarðanir sem styðja við réttindi barna. Það er nefnilega ekki bara samfélagslega ábyrgt af sveitarfélögum að innleiða lög um Barnasáttmálann, heldur er það einnig arðbært. Sveitarfélög geta stuðlað að upplýstri ákvörðunartöku og ábyrgri fjárfestingu með því að fylgja eftirfarandi fimm skrefum: Bæta gagnaöflun um réttindi barna í samhengi við fjármál sveitarfélagsins. Meta hagsmuni barni - með sérstakri áherslu á viðkvæma hópa barna. Efla þátttöku barna í fjárhagsferli sveitarfélagsins. Vinna að jafnrétti og koma í veg fyrir mismunun. Tryggja eftirfylgni og mat á árangri. Arðbær samfélög fjárfesta í réttindum barna Til þess að svara spurningunni sem sett er fram í titli greinarinnar: Getur fjárfesting í réttindum barna bætt fjárhag sveitarfélaganna? er svarið: Já! Til þess að tryggja bestu nýtingu þeirra fjármuna sem sveitarfélög verja í málefni barna á ári hverju þarf að tryggja ábyrga fjárfesting í réttindum barna og að þau séu höfð að leiðarljósi við fjárhagsákvarðanir. Ef öll sveitarfélög á Íslandi taka höndum saman og greina fjármál sveitarfélagsins út frá réttindum barna og fjárfesta í aðgerðum sem eru réttindum barna til framdráttar geta þau komið í veg fyrir óþarfa kostnað við að grípa of seint inn í mál þeirra barna sem þurfa stuðning. Með þessu tryggjum við betri nýtingu fjármagns sveitarfélaga og gerum réttindi allra barna að veruleika. Höfundur er sérfræðingur í mannréttindum barna og verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi. World Health Organization, United Nations Children’s Fund, og World Bank Group, Nurturing Care for Early Childhood Development: A Framework for Helping Children Survive and Thrive to Transform Health and Human Potential (Geneva: WHO, 2018), https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/272603/9789241514064-eng.pdf
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun